Heyrir til tíðinda að enginn viðvörunarborði sé á vef Veðurstofunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2021 12:16 Engir rauðir borðar blasa við landsmönnum á vef Veðurstofunnar, sem sætir nokkrum tíðindum enda er það í fyrsta sinn í rúmt ár sem Veðurstofan varar ekki við óveðri eða náttúruvá. Vísir/Vilhelm Enginn viðvörunarborði vegna óvissustigs eða veðurviðvarana er á vef Veðurstofunnar, í fyrsta sinn í rúmt ár, eftir að óvissustigi var aflétt á Seyðisfirði og hætti að gjósa í Geldingadölum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir það heyra til tíðinda að engar viðvaranir séu uppi. „Þetta er búið að vera viðvarandi núna allt þetta ár má segja vegna náttúruvár, þannig að það sætir aðeins tíðindum að það sé enginn borði á vef Veðurstofunnar núna,” segir Elín. Óvissustig hefur verið viðvarandi á landinu öllu síðan 15. desember í fyrra, eða þegar því var lýst yfir vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Ýmsar aðrar náttúruvár hafa látið á sér kræla síðan þá; hvort sem er vegna skriðu- eða snjóflóðahættu, jökulhlaups eða jarðhræringa, en óvissustigi vegna jarðhræringa var lýst yfir í byrjun árs. Sem kunnugt er hófst eldgos í framhaldinu sem stóð yfir í sex mánuði. Óvissustigi vegna eldgossins var aflétt í byrjun mánaðar og sömuleiðis var því aflétt á Seyðisfirði nú á miðnætti. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.Vísir/Sigurjón „Það voru engar rauðar veðurviðvaranir í ár, allavega ekki enn sem komið er, en það var viðloðandi náttúruvá. Síðasti borðinn á vef Veðurstofunnar var óvissustig vegna náttúruvár en því var aflétt á miðnætti, og síðan var eldgos í næstum sex mánuði sem líka var varað við. En veðurviðvaranir koma og fara, þær eru miklu kvikari, og eru kannski bara í einn til tvo daga í senn, en það hefur ekki verið neitt óvenju mikið af þeim í ár,” segir Elín. Þá má búast við lægðar-lausum jólum, þó erfitt sé að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. „Það er of snemmt að fara í nákvæmar veðurspár en það er útlit fyrir svipað veður næstu daga og hefur verið, hlýindi og annað. Það gæti komið hæð yfir landið sem myndi halda lægðum fjarri og þá verður þetta bara rólegheitarveður, en það getur enn breyst.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að ekkert óvissustig væri í gildi vegna náttúruvár. Hins vegar er óvissustig almannavarna í gildi vegna landriss í Öskju. Veður Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
„Þetta er búið að vera viðvarandi núna allt þetta ár má segja vegna náttúruvár, þannig að það sætir aðeins tíðindum að það sé enginn borði á vef Veðurstofunnar núna,” segir Elín. Óvissustig hefur verið viðvarandi á landinu öllu síðan 15. desember í fyrra, eða þegar því var lýst yfir vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Ýmsar aðrar náttúruvár hafa látið á sér kræla síðan þá; hvort sem er vegna skriðu- eða snjóflóðahættu, jökulhlaups eða jarðhræringa, en óvissustigi vegna jarðhræringa var lýst yfir í byrjun árs. Sem kunnugt er hófst eldgos í framhaldinu sem stóð yfir í sex mánuði. Óvissustigi vegna eldgossins var aflétt í byrjun mánaðar og sömuleiðis var því aflétt á Seyðisfirði nú á miðnætti. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.Vísir/Sigurjón „Það voru engar rauðar veðurviðvaranir í ár, allavega ekki enn sem komið er, en það var viðloðandi náttúruvá. Síðasti borðinn á vef Veðurstofunnar var óvissustig vegna náttúruvár en því var aflétt á miðnætti, og síðan var eldgos í næstum sex mánuði sem líka var varað við. En veðurviðvaranir koma og fara, þær eru miklu kvikari, og eru kannski bara í einn til tvo daga í senn, en það hefur ekki verið neitt óvenju mikið af þeim í ár,” segir Elín. Þá má búast við lægðar-lausum jólum, þó erfitt sé að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. „Það er of snemmt að fara í nákvæmar veðurspár en það er útlit fyrir svipað veður næstu daga og hefur verið, hlýindi og annað. Það gæti komið hæð yfir landið sem myndi halda lægðum fjarri og þá verður þetta bara rólegheitarveður, en það getur enn breyst.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að ekkert óvissustig væri í gildi vegna náttúruvár. Hins vegar er óvissustig almannavarna í gildi vegna landriss í Öskju.
Veður Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira