„Eru ekki allir í stuði?“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 21:28 Tómas Tómasson í pontu á Alþingi í fyrsta sinn. Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Verið var að ræða fjáraukalög þegar Tómas steig í pontu og byrjaði hann ræðu sína á því að tala um Harry S. Truman, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það að kjörorð hans hefðu verið að hann sjálfur bæri ábyrgð á því sem gert var í forsetatíð hans. „The buck stops here,“ sagði Truman iðulega. Því næst sagðist Tómas hafa lofað Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, því á sínum tíma að hann myndi ekki segja: „Eru ekki allir í stuði?“ í jómfrúarræðu sinni. „En ég segi nú samt: Eru ekki allir í stuði?“ sagði Tómas. Þá sagði Tómas frá því að hann hefði eitt sinn verið kokkur um borð í skipinu Gullfossi. Þar um borð hefðu verið þrjú farrými. Fólkið á fyrsta farrými hefði fengið flottasta matinn og fólkið á öðru farrými hefði fengið matinn sem fólkið á fyrsta farrými borðaði ekki. Þá hefði fólkið á þriðja farrými fengið matinn sem fólkið á öðru farrými borðaði ekki deginum áður. „Þannig er nú þetta þjóðfélag okkar,“ sagði Tómas. „Við sem meira höfum milli handanna fáum alltaf það besta.“ Hann sagðist þó ekki vilja líkja Íslandi við farþega skip, heldur björgunarbát. „Ef við værum í björgunarbát myndum við þá sem höfum meira sitja í skutnum og njóta góðs af og láta fólkið sem hefur lítið sem ekkert sitja fram í stefninu og súpa dauðan úr skel? Ég held ekki.“ Hann sagði að í björgunarbát myndu allir njóta sömu fríðinda. Á leið i jómfrúarræðuna i nýju boss fötunum pic.twitter.com/M5o1Df2ROO— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) December 15, 2021 Tómas sagði einni að sífellt væri verið að röfla um peninga en suma hluti yrði bara að kaupa og borga. Hann hefði staðið í stórræðum í gegnum tíðina, með enga peninga milli handanna en samt hefði hann komið hlutunum í verk. Þó ríkissjóður yrði rekinn með halla næsta árið yrði bara að hafa það. Hann gæti ekki sætt sig við það að fátækir eins og öryrkjar gætu ekki haldið gleðileg jól. „Kommon,“ sletti Tómas. „Við getum ekki verið þekkt fyrir það.“ Þá sagðist Tómas hafa farið á þing til að láta gott af sér leiða, eins og aðrir, og sagðist ætla að gera sitt besta. Hann sagðist vonast til þess að aðrir þingmenn myndu hjálpa honum. „Svo tökum við saman höndum og höfum bara gaman af þessu.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Verið var að ræða fjáraukalög þegar Tómas steig í pontu og byrjaði hann ræðu sína á því að tala um Harry S. Truman, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það að kjörorð hans hefðu verið að hann sjálfur bæri ábyrgð á því sem gert var í forsetatíð hans. „The buck stops here,“ sagði Truman iðulega. Því næst sagðist Tómas hafa lofað Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, því á sínum tíma að hann myndi ekki segja: „Eru ekki allir í stuði?“ í jómfrúarræðu sinni. „En ég segi nú samt: Eru ekki allir í stuði?“ sagði Tómas. Þá sagði Tómas frá því að hann hefði eitt sinn verið kokkur um borð í skipinu Gullfossi. Þar um borð hefðu verið þrjú farrými. Fólkið á fyrsta farrými hefði fengið flottasta matinn og fólkið á öðru farrými hefði fengið matinn sem fólkið á fyrsta farrými borðaði ekki. Þá hefði fólkið á þriðja farrými fengið matinn sem fólkið á öðru farrými borðaði ekki deginum áður. „Þannig er nú þetta þjóðfélag okkar,“ sagði Tómas. „Við sem meira höfum milli handanna fáum alltaf það besta.“ Hann sagðist þó ekki vilja líkja Íslandi við farþega skip, heldur björgunarbát. „Ef við værum í björgunarbát myndum við þá sem höfum meira sitja í skutnum og njóta góðs af og láta fólkið sem hefur lítið sem ekkert sitja fram í stefninu og súpa dauðan úr skel? Ég held ekki.“ Hann sagði að í björgunarbát myndu allir njóta sömu fríðinda. Á leið i jómfrúarræðuna i nýju boss fötunum pic.twitter.com/M5o1Df2ROO— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) December 15, 2021 Tómas sagði einni að sífellt væri verið að röfla um peninga en suma hluti yrði bara að kaupa og borga. Hann hefði staðið í stórræðum í gegnum tíðina, með enga peninga milli handanna en samt hefði hann komið hlutunum í verk. Þó ríkissjóður yrði rekinn með halla næsta árið yrði bara að hafa það. Hann gæti ekki sætt sig við það að fátækir eins og öryrkjar gætu ekki haldið gleðileg jól. „Kommon,“ sletti Tómas. „Við getum ekki verið þekkt fyrir það.“ Þá sagðist Tómas hafa farið á þing til að láta gott af sér leiða, eins og aðrir, og sagðist ætla að gera sitt besta. Hann sagðist vonast til þess að aðrir þingmenn myndu hjálpa honum. „Svo tökum við saman höndum og höfum bara gaman af þessu.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58
Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29