Sterk systkini á Selfossi sem æfa þrjá tíma á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2021 20:15 Sterku systkinin á Selfossi, Bjarki Breiðfjörð, sem er 18 ára og Bergrós, sem er 14 ára. Þau eru með frábæra líkamsræktaraðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau kalla ekki allt ömmu sína systkinin á Selfossi þegar kemur að kröftum því þau hafa breytt bílskúrnum heima hjá sér í kraftlyftingaskúr. Hann, sem er 18 ára er nýkrýndur Norðurlandameistari í Ólympískum lyftingum og hún, sem er 14 ára hreppti silfrið í sínum flokki. Systkinin æfa að meðaltali í þrjá klukkutíma á dag. Herbergin hjá systkinunum Bjarka Breiðfjörð Björnssyni og Bergrósu systur hans eru full af verðlaunapeningum og bikurum fyrir keppni í mótorkrossi og í lyftingum. Systkinin æfa sig mikið saman inn í bílskúr heima hjá sér í Sílatjörninni á Selfossi þar sem þau hafa komið upp flottri aðstöðu. Bæði kepptu þau nýlega á Norðurlandameistaramót unglinga og ungmenna, undir 17 ára og undir 20 ára í Ólympískum lyftingum í Noregi. Bjarki varð Norðurlandameistari í flokki undir 20 ára en hann keppti fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss og Bergrós, sem keppti líka undir merki félagsins gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti í mínus 71 kílóa flokki kvenna en hún var langyngsti keppandi mótsins og var að berjast við 16 og 17 ára stelpur. Úlfhildur Unnarsdóttir varð Norðurlandameistari í þeim flokki. Aðrir Íslendingar, sem kepptu á mótinu náðu líka mjög góðum árangri. En hvað er skemmtilegast við Ólympískar lyfingar? „Bara bætingarnar, sjá bætingar á hverri æfingu. Líka félagsskapurinn í kringum þetta allt, sem er mjög góður. Það er mjög þægilegt að hafa svona flotta aðstöðu í bílskúrnu því það er svo gott að geta æft heima líka þegar það er vont veður úti og við nennum ekki út úr húsinu,“ segir Bjarki og Bergrós bætir við. „Það koma líka til vegna Covid, þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar, þá var hægt að æfa hérna heima alla daga." Það er oft tekið á því í bílskúrnum í Sílatjörninni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Systkinin segja að áhugi á Ólympískum lyftingum sé alltaf að aukast og aukast enda sé þetta frábær íþróttagrein. „Já, já, viði ætlum okkur langt í lyftingunum, við erum að æfa um þrjá tíma á dag,“ segir Bergrós. En er mikil keppni á milli þeirra? „Nei, engin keppni því ég er miklu betri en hún,“ segir Bjarki og hlær. „Nei, nei, hann er náttúrulega strákur og eldri, þannig að við getum ekkert verið að metast á í þessu,“ segir Bergrós hlægjandi. Systkinin hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Lyftingar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Herbergin hjá systkinunum Bjarka Breiðfjörð Björnssyni og Bergrósu systur hans eru full af verðlaunapeningum og bikurum fyrir keppni í mótorkrossi og í lyftingum. Systkinin æfa sig mikið saman inn í bílskúr heima hjá sér í Sílatjörninni á Selfossi þar sem þau hafa komið upp flottri aðstöðu. Bæði kepptu þau nýlega á Norðurlandameistaramót unglinga og ungmenna, undir 17 ára og undir 20 ára í Ólympískum lyftingum í Noregi. Bjarki varð Norðurlandameistari í flokki undir 20 ára en hann keppti fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss og Bergrós, sem keppti líka undir merki félagsins gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti í mínus 71 kílóa flokki kvenna en hún var langyngsti keppandi mótsins og var að berjast við 16 og 17 ára stelpur. Úlfhildur Unnarsdóttir varð Norðurlandameistari í þeim flokki. Aðrir Íslendingar, sem kepptu á mótinu náðu líka mjög góðum árangri. En hvað er skemmtilegast við Ólympískar lyfingar? „Bara bætingarnar, sjá bætingar á hverri æfingu. Líka félagsskapurinn í kringum þetta allt, sem er mjög góður. Það er mjög þægilegt að hafa svona flotta aðstöðu í bílskúrnu því það er svo gott að geta æft heima líka þegar það er vont veður úti og við nennum ekki út úr húsinu,“ segir Bjarki og Bergrós bætir við. „Það koma líka til vegna Covid, þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar, þá var hægt að æfa hérna heima alla daga." Það er oft tekið á því í bílskúrnum í Sílatjörninni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Systkinin segja að áhugi á Ólympískum lyftingum sé alltaf að aukast og aukast enda sé þetta frábær íþróttagrein. „Já, já, viði ætlum okkur langt í lyftingunum, við erum að æfa um þrjá tíma á dag,“ segir Bergrós. En er mikil keppni á milli þeirra? „Nei, engin keppni því ég er miklu betri en hún,“ segir Bjarki og hlær. „Nei, nei, hann er náttúrulega strákur og eldri, þannig að við getum ekkert verið að metast á í þessu,“ segir Bergrós hlægjandi. Systkinin hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Lyftingar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira