María Guðmundsdóttir leikkona er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2021 16:16 María Guðmundsdóttir var mikill húmoristi. Oddvar Hjartar María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur, er látin 86 ára gömul. Dóra Guðrún Wild dóttir hennar staðfestir andlátið í samtali við Vísi. María lést á Landspítalanum í gærmorgun. María fæddist þann 9. nóvember 1935 og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur. Það var þó ekki fyrr en hún var um sextugt sem hún fór að leika en þá gekk hún til liðs við Leikfélag Mosfellssveitar. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika,“ sagði María í viðtali við Fréttablaðið árið 2011. Þá hafði hún slegið í gegn í þáttunum Konfekt á Skjá einum nokkrum árum fyrr en eftirminnilegt atriði má sjá hér að neðan. „Það var nú allsvakalegur þáttur,“ sagði María í viðtalinu og hló. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." María fór sömuleiðis á kostum í sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar á Stöð 2. Þar var húmorinn oft grófari en gekk og gerðist í íslensku gríni. Steinda tókst aldrei að hneyksla Maríu María sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, Steinda, þó aldrei hafa tekist að hneyksla sig þegar hann bæri undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt,“ sagði María hlæjandi. „Það getur ekki orðið verra!" Vinirnir María og Steindi við tökur.Úr einkasafni Þá lék María í bíómyndum á borð við Perlur og Svín, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði. Þá kom hún fram í sjónvarpsþáttum á borð við Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Ghetto betur og Steypustöðinni. Steindi sagði í viðtali árið 2016 að hann vildi helst ekki gera neitt án þess að vinna með Maríu. Hún væri leynivopnið. María lætur eftir sig dóttur, barnabörn, stjúpbörn og fjölskyldu. Útförin verður auglýst síðar. Leikhús Andlát Mosfellsbær Tengdar fréttir María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00 Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
María fæddist þann 9. nóvember 1935 og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur. Það var þó ekki fyrr en hún var um sextugt sem hún fór að leika en þá gekk hún til liðs við Leikfélag Mosfellssveitar. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika,“ sagði María í viðtali við Fréttablaðið árið 2011. Þá hafði hún slegið í gegn í þáttunum Konfekt á Skjá einum nokkrum árum fyrr en eftirminnilegt atriði má sjá hér að neðan. „Það var nú allsvakalegur þáttur,“ sagði María í viðtalinu og hló. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." María fór sömuleiðis á kostum í sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar á Stöð 2. Þar var húmorinn oft grófari en gekk og gerðist í íslensku gríni. Steinda tókst aldrei að hneyksla Maríu María sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, Steinda, þó aldrei hafa tekist að hneyksla sig þegar hann bæri undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt,“ sagði María hlæjandi. „Það getur ekki orðið verra!" Vinirnir María og Steindi við tökur.Úr einkasafni Þá lék María í bíómyndum á borð við Perlur og Svín, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði. Þá kom hún fram í sjónvarpsþáttum á borð við Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Ghetto betur og Steypustöðinni. Steindi sagði í viðtali árið 2016 að hann vildi helst ekki gera neitt án þess að vinna með Maríu. Hún væri leynivopnið. María lætur eftir sig dóttur, barnabörn, stjúpbörn og fjölskyldu. Útförin verður auglýst síðar.
Leikhús Andlát Mosfellsbær Tengdar fréttir María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00 Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00
Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15
Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00