Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 11:50 Sólbaðsstofur virðast njóta minni vinsælda. Getty/Lepro Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Það ár sögðust um 30% fullorðinna hafa notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði. Í dag er hlutfall þeirra sem hafa notað ljósabekki hæst hjá fólki á aldursbilinu 18 – 24 ára, eða um 21%. Um 12% karla og um 30% kvenna á aldrinum 18-24 ára segjast hafa notað ljósabekki á síðustu 12 mánuðum. Þetta eru nýlegar niðurstöður árlegrar könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi en könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna ríkisins, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Aldrei færri brunnið Niðurstöðurnar sýna einnig að um 12% svarenda höfðu brunnið að minnsta kosti einu sinni af völdum ljósabekkja eða sólar á síðastliðnum 12 mánuðum. Það er sama hlutfall og í fyrra og það lægsta frá árinu 2013, þegar þessi spurning var fyrst lögð fyrir. Árið 2019 var sama hlutfall 19% en 27% árið 2013. Geislavarnir fagna minnkandi notkun ljósabekkja þar sem notkun þeirra fylgi aukin hætta á húðkrabbameini. Frá því að árlegar mælingar hófust árið 2004 hefur dregið verulega úr notkun ljósabekkja. Árið 2004 höfðu um 30% fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði líkt og áður segir. Frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10%, þar til í fyrra og í ár þegar hlutfallið er komið niður í 6%. Þrátt fyrir þetta var lítilleg fjölgun á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi milli áranna 2017 og 2021. Í janúar gáfu Geislavarnir út að bekkirnir væru 97 talsins og hafi fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin átti sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. Notkun ljósabekkja talin valda meira en tíu þúsund sortuæxlum á heimsvísu Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Vísað er til skýrslunnar á vef Geislavarna en einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja tók gildi á Íslandi í janúar 2011.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Það ár sögðust um 30% fullorðinna hafa notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði. Í dag er hlutfall þeirra sem hafa notað ljósabekki hæst hjá fólki á aldursbilinu 18 – 24 ára, eða um 21%. Um 12% karla og um 30% kvenna á aldrinum 18-24 ára segjast hafa notað ljósabekki á síðustu 12 mánuðum. Þetta eru nýlegar niðurstöður árlegrar könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi en könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna ríkisins, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Aldrei færri brunnið Niðurstöðurnar sýna einnig að um 12% svarenda höfðu brunnið að minnsta kosti einu sinni af völdum ljósabekkja eða sólar á síðastliðnum 12 mánuðum. Það er sama hlutfall og í fyrra og það lægsta frá árinu 2013, þegar þessi spurning var fyrst lögð fyrir. Árið 2019 var sama hlutfall 19% en 27% árið 2013. Geislavarnir fagna minnkandi notkun ljósabekkja þar sem notkun þeirra fylgi aukin hætta á húðkrabbameini. Frá því að árlegar mælingar hófust árið 2004 hefur dregið verulega úr notkun ljósabekkja. Árið 2004 höfðu um 30% fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði líkt og áður segir. Frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10%, þar til í fyrra og í ár þegar hlutfallið er komið niður í 6%. Þrátt fyrir þetta var lítilleg fjölgun á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi milli áranna 2017 og 2021. Í janúar gáfu Geislavarnir út að bekkirnir væru 97 talsins og hafi fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin átti sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. Notkun ljósabekkja talin valda meira en tíu þúsund sortuæxlum á heimsvísu Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Vísað er til skýrslunnar á vef Geislavarna en einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja tók gildi á Íslandi í janúar 2011.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47