Skúli Tómas færður til í starfi þar til skýrari mynd fæst á atburðina á HSS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2021 18:17 Læknirinn hefur verið í endurmenntun og þjálfun á Landspítala eftir að hann fékk takmarkað læknaleyfi hjá embætti landlæknis. Hann hafði missti leyfið í kjölfar atburðanna á HSS. Vísir/Vilhelm Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláta sex sjúklinga og mála fimm annarra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið færður til í starfi innan Landspítalans. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landspítalanum. Skúli hefur undanfarið verið í endurmenntun og þjálfun á Landspítalanum eftir að embætti landlæknis gaf honum takmarkað lækningaleyfi eftir að hann missti það vegna atburða sem áttu sér stað á HSS. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að hann verði ekki í sjúklingasamskiptum á meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu sé ekki verið að leggja mat á sekt eða sakleysi í málinu en forstjóra og stjórnendum spítalans beri að standa vörð um það traust sem til spítalans sé borið og verði sjúklingar því ætið að njóta vafans. Eins og áður segir er aðkoma Skúla og annarra starfsmanna HSS að málum ellefu sjúklinga til skoðunar hjá lögreglu. Sex sjúklinganna létust á meðan þeir dvöldu á HSS. Beggi Dan, sonur eins sjúklinganna sem lést í umsjá Skúla, lýsti lokadögum móður sinnar á HSS í skoðanapistli sem birtist á Vísi í lok nóvembermánaðar. Lýsti hann því til að mynda að móðir hans hafi verið lögð inn í hvíldarinnlögn á HSS en hafi verið sett á lífslokameðferð samdægurs án samráðs við aðstandendur. Þar með hafi henni ekki verið hjúkrað á viðeigandi hátt, hún þjáðst af legusárum og sýkingum og hafi hún til að mynda fengið drep í annað eyrað sem endaði þannig að hluti af því datt af. Beggi lýsti yfir vantrausti á stjórnendur Landspítala í greininni vegna þess að Skúli fengi að starfa þar. Taldi hann ljóst að stjórnendur spítalans væru ekki meðvitaðir um þá meðhöndlun sem Skúli veitti móður hans. „Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga,“ segir í yfirlýsingu Landspítala. Yfirlýsingu Landspítalans má lesa í heild sinni hér að neðan: Vegna læknis með tímabundið og takmarkað starfsleyfi á Landspítala Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga. Undanfarið hefur á Landspítala starfað læknir með takmarkað lækningaleyfi frá embætti landlæknis til endurmenntunar og þjálfunar. Læknirinn var ráðinn til endurmenntunar og þjálfunar á Landspítala í kjölfar sviptingar lækningaleyfis vegna atburða sem áttu sér stað þegar viðkomandi var læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Settur forstjóri Landspítala hefur í ljósi þessa fært umræddan lækni til í starfi og mun hann ekki vera í sjúklingasamskiptum meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarrás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu er ekki lagt mat á sekt eða sakleysi í málinu, en forstjóra og stjórnendum spítalans ber að standa vörð um það traust sem til spítalans er borið og verða sjúklingar ætíð að njóta vafans. Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05 Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30 Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu frá Landspítalanum. Skúli hefur undanfarið verið í endurmenntun og þjálfun á Landspítalanum eftir að embætti landlæknis gaf honum takmarkað lækningaleyfi eftir að hann missti það vegna atburða sem áttu sér stað á HSS. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að hann verði ekki í sjúklingasamskiptum á meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu sé ekki verið að leggja mat á sekt eða sakleysi í málinu en forstjóra og stjórnendum spítalans beri að standa vörð um það traust sem til spítalans sé borið og verði sjúklingar því ætið að njóta vafans. Eins og áður segir er aðkoma Skúla og annarra starfsmanna HSS að málum ellefu sjúklinga til skoðunar hjá lögreglu. Sex sjúklinganna létust á meðan þeir dvöldu á HSS. Beggi Dan, sonur eins sjúklinganna sem lést í umsjá Skúla, lýsti lokadögum móður sinnar á HSS í skoðanapistli sem birtist á Vísi í lok nóvembermánaðar. Lýsti hann því til að mynda að móðir hans hafi verið lögð inn í hvíldarinnlögn á HSS en hafi verið sett á lífslokameðferð samdægurs án samráðs við aðstandendur. Þar með hafi henni ekki verið hjúkrað á viðeigandi hátt, hún þjáðst af legusárum og sýkingum og hafi hún til að mynda fengið drep í annað eyrað sem endaði þannig að hluti af því datt af. Beggi lýsti yfir vantrausti á stjórnendur Landspítala í greininni vegna þess að Skúli fengi að starfa þar. Taldi hann ljóst að stjórnendur spítalans væru ekki meðvitaðir um þá meðhöndlun sem Skúli veitti móður hans. „Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga,“ segir í yfirlýsingu Landspítala. Yfirlýsingu Landspítalans má lesa í heild sinni hér að neðan: Vegna læknis með tímabundið og takmarkað starfsleyfi á Landspítala Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga. Undanfarið hefur á Landspítala starfað læknir með takmarkað lækningaleyfi frá embætti landlæknis til endurmenntunar og þjálfunar. Læknirinn var ráðinn til endurmenntunar og þjálfunar á Landspítala í kjölfar sviptingar lækningaleyfis vegna atburða sem áttu sér stað þegar viðkomandi var læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Settur forstjóri Landspítala hefur í ljósi þessa fært umræddan lækni til í starfi og mun hann ekki vera í sjúklingasamskiptum meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarrás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu er ekki lagt mat á sekt eða sakleysi í málinu, en forstjóra og stjórnendum spítalans ber að standa vörð um það traust sem til spítalans er borið og verða sjúklingar ætíð að njóta vafans.
Vegna læknis með tímabundið og takmarkað starfsleyfi á Landspítala Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga. Undanfarið hefur á Landspítala starfað læknir með takmarkað lækningaleyfi frá embætti landlæknis til endurmenntunar og þjálfunar. Læknirinn var ráðinn til endurmenntunar og þjálfunar á Landspítala í kjölfar sviptingar lækningaleyfis vegna atburða sem áttu sér stað þegar viðkomandi var læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Settur forstjóri Landspítala hefur í ljósi þessa fært umræddan lækni til í starfi og mun hann ekki vera í sjúklingasamskiptum meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarrás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu er ekki lagt mat á sekt eða sakleysi í málinu, en forstjóra og stjórnendum spítalans ber að standa vörð um það traust sem til spítalans er borið og verða sjúklingar ætíð að njóta vafans.
Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05 Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30 Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05
Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30
Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10