Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. desember 2021 14:09 Þrír dagar eru til stefnu fyrir ríkið til að gera athugasemdir við söluna á Mílu. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi harðri gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við sölunni á Mílu. Ríkið hefur átta vikur til að gera athugasemdir við sölu fjarskiptainnviða til erlendra aðila en sá frestur rennur út eftir þrjá daga. Frumvarp vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum sem upp hafa komið vegna sölunnar, fór í gegn um fyrstu umræðu á þingi í gær og er nú hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Oddný Harðardóttir, fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði lýsti áhyggjum sínum á þessum knappa tíma í hádegisfréttum okkar í gær og óttast hún að mistök verði gerð við lagasetninguna. Hefur haft svipaðar áhyggjur Forsætisráðherra hefur skilning á þeim áhyggjum: „Já, já eðli máls samkvæmt er það skiljanleg gagnrýni því það er stuttur tími fyrir hendi í þinginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En ég hélt sérstakan fund með formönnum flokkanna í nóvember til þess að fara yfir þessa stöðu og ráðherra upplýsti svo formenn flokkanna um inntak frumvarps síns núna fyrir helgi. Fyrir utan það að málið hefur auðvitað verið rætt á vettvangi þjóðaröryggisráðs þar sem sitja bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta. En auðvitað er þetta skammur tími fyrir þinglega meðferð.“ Hún segir að hún sjálf og ríkisstjórnin hafi tekið söluna alvarlega síðan fréttir af henni bárust. „Við höfum svo sannarlega haft áhyggjur af henni og í rauninni alveg frá því að stjórnvöld voru upplýst um að þetta væri raunhæfur möguleiki, sem var í ágúst,“ segir Katrín. Hún telur að brugðist verði nægilega vel við með frumvarpinu og hefur ekki áhyggjur af því að þær breytingar sem þar verða gerðar hafi áhrif á sjálf kaup erlenda fjárfestingafélagsins. „Í ljósi þess að Ardian hefur fallist á skilmálana í samningnum þá á ég ekki von á því.“ Salan á Mílu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Alþingi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi harðri gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við sölunni á Mílu. Ríkið hefur átta vikur til að gera athugasemdir við sölu fjarskiptainnviða til erlendra aðila en sá frestur rennur út eftir þrjá daga. Frumvarp vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum sem upp hafa komið vegna sölunnar, fór í gegn um fyrstu umræðu á þingi í gær og er nú hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Oddný Harðardóttir, fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði lýsti áhyggjum sínum á þessum knappa tíma í hádegisfréttum okkar í gær og óttast hún að mistök verði gerð við lagasetninguna. Hefur haft svipaðar áhyggjur Forsætisráðherra hefur skilning á þeim áhyggjum: „Já, já eðli máls samkvæmt er það skiljanleg gagnrýni því það er stuttur tími fyrir hendi í þinginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En ég hélt sérstakan fund með formönnum flokkanna í nóvember til þess að fara yfir þessa stöðu og ráðherra upplýsti svo formenn flokkanna um inntak frumvarps síns núna fyrir helgi. Fyrir utan það að málið hefur auðvitað verið rætt á vettvangi þjóðaröryggisráðs þar sem sitja bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta. En auðvitað er þetta skammur tími fyrir þinglega meðferð.“ Hún segir að hún sjálf og ríkisstjórnin hafi tekið söluna alvarlega síðan fréttir af henni bárust. „Við höfum svo sannarlega haft áhyggjur af henni og í rauninni alveg frá því að stjórnvöld voru upplýst um að þetta væri raunhæfur möguleiki, sem var í ágúst,“ segir Katrín. Hún telur að brugðist verði nægilega vel við með frumvarpinu og hefur ekki áhyggjur af því að þær breytingar sem þar verða gerðar hafi áhrif á sjálf kaup erlenda fjárfestingafélagsins. „Í ljósi þess að Ardian hefur fallist á skilmálana í samningnum þá á ég ekki von á því.“
Salan á Mílu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Alþingi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira