Staða kvenna í orkumálum styrkist og þær með ákvörðunarvald í 36 prósent tilfella Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. desember 2021 13:01 Ný skýrsla um stöðu kvenna í orkumálum var kynnt í dag. Mynd/Konur í orkumálum Staða kvenna í orkumgeiranum á Íslandi hefur styrkst töluvert á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Ákvörðunarvald liggur nú hjá konum í 36 prósent tilfella. Formaður félags Kvenna í orkumálum segist ánægð með niðurstöðurnar en þó séu enn tækifæri til að sækja fram. Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti og kom fyrsta skýrslan út árið 2017. Þriðja skýrslan kom út í dag og var hún unnin af EY. Harpa Þórunn Pétursdóttir, formaður Kvenna í orkumálum, segir nýjustu skýrsluna mjög jákvæða. „Við sjáum breytingar á hlutföllum sem eru að færast í rétta átt sem er gríðarlega jákvætt og mikið fagnaðarefni. Við erum að sjá til dæmis að hlutfall kvenkyns stjórnarformanna er að fara úr 25 prósent í 58 prósent á aðeins fjórum árum,“ segir Harpa. Þá er jafnframt aukning í fjölda kvenkyns framkvæmdastjóra frá því í síðustu skýrslu og er hlutfall kvenna nú 46 prósent, sem er tíu prósent aukning frá því fyrir tveimur árum. Hlutfall kvenkyns forstjóra lækkar þó milli ára og er nú aðeins átta prósent. Aðeins ein kona er forstjóri þeirra tólf fyrirtækja sem skýrslan tók fyrir, en þær voru tvær í síðustu skýrslu. Hlutfall kvenna í stöðu meðstjórnenda, forstjóra, og deildarforstjóra lækkar milli ára. Mynd/Konur í orkumálum „Þarna eru klárlega tækifæri til þess að sækja fram og við gerum bara kröfu um að við sjáum betri tölur. Við væntum þess að við sjáum betri tölur í næstu skýrslum, varðandi forstjórastöðurnar,“ segir Harpa. Á sama tíma fjölgar þó konum í almennum stöðugildum og er hlutfallið nú 27 prósent. Þá liggur ákvörðunarvald hjá konum í 36 prósent tilfella, samanborið við 30 prósent árið 2017. „Þarna sjáum við bara á þessum stutta tíma sex prósent aukningu á ákvörðunarvaldi kvenna innan orkugeirans og þetta er einmitt það sem við viljum sjá. Það mætti kannski gerast hraðar en við erum samt sem áður mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Harpa. Harpa bindur vonir við að næsta skýrsla sýni fram á enn betri stöðu kvenna innan orkugeirans á Íslandi. „Það væri frábært ef við gætum sagt það að eftir tvö ár værum við komin yfir 40 prósent markið, það er að segja farin að nálgast 50/50 hlutfall, það er auðvitað sú staða sem við viljum vera í,“ segir Harpa. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér. Orkumál Vinnumarkaður Stjórnun Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti og kom fyrsta skýrslan út árið 2017. Þriðja skýrslan kom út í dag og var hún unnin af EY. Harpa Þórunn Pétursdóttir, formaður Kvenna í orkumálum, segir nýjustu skýrsluna mjög jákvæða. „Við sjáum breytingar á hlutföllum sem eru að færast í rétta átt sem er gríðarlega jákvætt og mikið fagnaðarefni. Við erum að sjá til dæmis að hlutfall kvenkyns stjórnarformanna er að fara úr 25 prósent í 58 prósent á aðeins fjórum árum,“ segir Harpa. Þá er jafnframt aukning í fjölda kvenkyns framkvæmdastjóra frá því í síðustu skýrslu og er hlutfall kvenna nú 46 prósent, sem er tíu prósent aukning frá því fyrir tveimur árum. Hlutfall kvenkyns forstjóra lækkar þó milli ára og er nú aðeins átta prósent. Aðeins ein kona er forstjóri þeirra tólf fyrirtækja sem skýrslan tók fyrir, en þær voru tvær í síðustu skýrslu. Hlutfall kvenna í stöðu meðstjórnenda, forstjóra, og deildarforstjóra lækkar milli ára. Mynd/Konur í orkumálum „Þarna eru klárlega tækifæri til þess að sækja fram og við gerum bara kröfu um að við sjáum betri tölur. Við væntum þess að við sjáum betri tölur í næstu skýrslum, varðandi forstjórastöðurnar,“ segir Harpa. Á sama tíma fjölgar þó konum í almennum stöðugildum og er hlutfallið nú 27 prósent. Þá liggur ákvörðunarvald hjá konum í 36 prósent tilfella, samanborið við 30 prósent árið 2017. „Þarna sjáum við bara á þessum stutta tíma sex prósent aukningu á ákvörðunarvaldi kvenna innan orkugeirans og þetta er einmitt það sem við viljum sjá. Það mætti kannski gerast hraðar en við erum samt sem áður mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Harpa. Harpa bindur vonir við að næsta skýrsla sýni fram á enn betri stöðu kvenna innan orkugeirans á Íslandi. „Það væri frábært ef við gætum sagt það að eftir tvö ár værum við komin yfir 40 prósent markið, það er að segja farin að nálgast 50/50 hlutfall, það er auðvitað sú staða sem við viljum vera í,“ segir Harpa. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér.
Orkumál Vinnumarkaður Stjórnun Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira