Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Sæberg skrifar 12. desember 2021 14:00 Stefán Árni Stefánsson segir blóðmerahald verstu versta dýraverndarbrot sögunnar. Stöð 2 Vísir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. „Ég er búinn að rannsaka þau frá upphafi og þetta er örugglega versta dýraverndarmál Íslandssögunnar. Ég þekki öll dómsmál í kringum þetta í Hæstarétti og í undirrétti og það er enginn vafi á því að þetta er langalvarlegasta brot á lögum um velferð dýra í dag og áður dýraverndarlögum eins og þau hétu þá,“ sagði Árni Stefán á Sprengisandi í morgun. Hann vonast til þess að ríkissaksóknari gefi út ákæru í málinu og fari fram á refsingu. Kæruheimild í dýraverndunarmálum hafi verið tekin af almenningi með lögum frá 2014. Þá vonast hann eftir banni blóðmerahalds. „Ég bind vonir við að bæði Alþingi og Evrópusambandið banni þetta ef Alþingi gerir það ekki, sem ég býst við að það geri að lokum um leið og almenningur fær meiri upplýsingar, bara samanborið við skoðanakönnun í Fréttablaðinu í gær var stór meirihluti þjóðarinnar á móti þessu 66 prósent. Þannig að Alþingi þarf að hlusta á lýðræðið,“ segir Árni Stefán. MAST fylli hann reiði Þá hefur hann ekki trú á að Matvælastofnun geti leitt blóðmerahaldsmálið farsællega til lykta. „Ég er mjög ósáttur við öll störf matvælastofnunar á sviði dýraverndar. Ráðherrann þarf að taka þetta mál til skoðunar og taka þetta verkefni úr höndum matvælastofnunar og bara til einkarekins aðila sem hefur engin hagsmunatengsl inn í búfjárhald á Íslandi. Það er bara mín skoðun og ég fyllist reiði þegar ég hugsa til Matvælastofnunar, ég verð að viðurkenna það,“ segir hann. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Árna Stefán Árnason á Sprengisandi í morgun má sjá í heild sinni í spilarnanum hér að neðan: Blóðmerahald Dýr Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Ég er búinn að rannsaka þau frá upphafi og þetta er örugglega versta dýraverndarmál Íslandssögunnar. Ég þekki öll dómsmál í kringum þetta í Hæstarétti og í undirrétti og það er enginn vafi á því að þetta er langalvarlegasta brot á lögum um velferð dýra í dag og áður dýraverndarlögum eins og þau hétu þá,“ sagði Árni Stefán á Sprengisandi í morgun. Hann vonast til þess að ríkissaksóknari gefi út ákæru í málinu og fari fram á refsingu. Kæruheimild í dýraverndunarmálum hafi verið tekin af almenningi með lögum frá 2014. Þá vonast hann eftir banni blóðmerahalds. „Ég bind vonir við að bæði Alþingi og Evrópusambandið banni þetta ef Alþingi gerir það ekki, sem ég býst við að það geri að lokum um leið og almenningur fær meiri upplýsingar, bara samanborið við skoðanakönnun í Fréttablaðinu í gær var stór meirihluti þjóðarinnar á móti þessu 66 prósent. Þannig að Alþingi þarf að hlusta á lýðræðið,“ segir Árni Stefán. MAST fylli hann reiði Þá hefur hann ekki trú á að Matvælastofnun geti leitt blóðmerahaldsmálið farsællega til lykta. „Ég er mjög ósáttur við öll störf matvælastofnunar á sviði dýraverndar. Ráðherrann þarf að taka þetta mál til skoðunar og taka þetta verkefni úr höndum matvælastofnunar og bara til einkarekins aðila sem hefur engin hagsmunatengsl inn í búfjárhald á Íslandi. Það er bara mín skoðun og ég fyllist reiði þegar ég hugsa til Matvælastofnunar, ég verð að viðurkenna það,“ segir hann. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Árna Stefán Árnason á Sprengisandi í morgun má sjá í heild sinni í spilarnanum hér að neðan:
Blóðmerahald Dýr Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira