Leik Tottanhem og Rennes aflýst | Óvíst hvað gerist í framhaldinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 12:31 Svo virðist sem Antonio Conte og Harry Kane hafi lokið þátttöku sinni í Evrópu að sinni. Ryan Pierse/Getty Images Leik Tottenham Hotspur og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti fram að fara á fimmtudagskvöld hefur nú verið aflýst. Vegna fjölda kórónuveirusmita í liði Tottneham er ljóst að leikurinn getur ekki farið fram á tilsettum tíma. Leikur Tottenham og Rennes í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu átti að fara fram líkt og aðrir leikir keppninnar á fimmtudaginn var. Vegna fjölda smita í herbúðum Tottenham þurfti að fresta leiknum en nú er ljóst að honum hefur verið aflýst. „Þrátt fyrir að allir möguleikar hafi verið skoðaðir er ljóst að ekki finnst tími til að spila leik Tottenham og Rennes vegna anna beggja liða á næstunni,“ segir í tilkynningu knattspyrnusambands Evrópu um málið. Þar kemur einnig í ljós að ekki hafi verið ákveðið hvernig niðurstaða muni fást í viðureign liðanna. Covid-hit #THFC v Rennes game will not be played. "Unfortunately, despite all efforts, a solution that could work for both clubs could not be found," Uefa says. Result to be decided by Uefa Control, Ethics and Disciplinary Body.— Henry Winter (@henrywinter) December 11, 2021 Eftir 3-1 sigur Vitesse á Mura í lokaumferð G-riðils er Rennes á toppi riðilsins og ljóst að liðið er komið áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Tottenham er hins vegar í 3. sæti með sjö stig, þremur stigum minna en Vitesse. Það er þar af leiðandi ljóst að nema UEFA dæmi Tottenham á einhvern hátt sigur í leik liðanna – sem verður að teljast einkar ólíklegt – þá er þátttöku Tottenham í Evrópu á þessari leiktíð lokið. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31 Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01 Mikilvægum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Leik Tottenham og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að alls 13 einstaklingar innan raða Lundúnaliðsins greindust með kórónuveiruna. 9. desember 2021 18:01 Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. 9. desember 2021 22:10 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira
Leikur Tottenham og Rennes í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu átti að fara fram líkt og aðrir leikir keppninnar á fimmtudaginn var. Vegna fjölda smita í herbúðum Tottenham þurfti að fresta leiknum en nú er ljóst að honum hefur verið aflýst. „Þrátt fyrir að allir möguleikar hafi verið skoðaðir er ljóst að ekki finnst tími til að spila leik Tottenham og Rennes vegna anna beggja liða á næstunni,“ segir í tilkynningu knattspyrnusambands Evrópu um málið. Þar kemur einnig í ljós að ekki hafi verið ákveðið hvernig niðurstaða muni fást í viðureign liðanna. Covid-hit #THFC v Rennes game will not be played. "Unfortunately, despite all efforts, a solution that could work for both clubs could not be found," Uefa says. Result to be decided by Uefa Control, Ethics and Disciplinary Body.— Henry Winter (@henrywinter) December 11, 2021 Eftir 3-1 sigur Vitesse á Mura í lokaumferð G-riðils er Rennes á toppi riðilsins og ljóst að liðið er komið áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Tottenham er hins vegar í 3. sæti með sjö stig, þremur stigum minna en Vitesse. Það er þar af leiðandi ljóst að nema UEFA dæmi Tottenham á einhvern hátt sigur í leik liðanna – sem verður að teljast einkar ólíklegt – þá er þátttöku Tottenham í Evrópu á þessari leiktíð lokið.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31 Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01 Mikilvægum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Leik Tottenham og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að alls 13 einstaklingar innan raða Lundúnaliðsins greindust með kórónuveiruna. 9. desember 2021 18:01 Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. 9. desember 2021 22:10 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira
Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31
Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01
Mikilvægum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Leik Tottenham og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að alls 13 einstaklingar innan raða Lundúnaliðsins greindust með kórónuveiruna. 9. desember 2021 18:01
Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. 9. desember 2021 22:10