Kennarar vísa viðræðum til ríkissáttasemjara: „Öllu hefur verið hafnað sem við höfum lagt fram“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 12:44 Félag grunnskólakennara hefur vísað kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara. Kjarasamningar grunnskólakennara renna út um áramótin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér fréttatilkynningu rétt fyrir hádegið þar sem tilkynnt var að Félag grunnskólakennara hefði slitið kjaraviðræðum við sambandið en kjarasamningar grunnskólakennara renna út um áramótin. Í tilkynningu sambandsins kemur fram að lagt hafi verið fram tilboð á grunni Lífskjarasamningsins um kjarasamning sem gilda átti frá 1.janúar 2022 til 31.mars 2023. Segir að tilboðið sé í samræmi við þá samninga sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafi þegar gert við aðra viðsemjendur sína. Tilboðið fól í sér 25.000 króna hækkun þann 1.janúar og að vinnutími styttist með sama hætti og þegar hefur verið samið um við aðra opinbera starfsmenn í dagvinnu. „Höfum ekki náð að ræða neinar útfærslur“ Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennar segir að öllum hugmyndum grunnskólakennara varðandi styttingu vinnuvikunnar hafi verið hafnað í kjaraviðræðunum.Vísir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi ákveðið að vísa kjaraviðræðunum til ríkissáttasemjara sem muni þá halda utan um viðræður og verkstýra. „Við erum búin að eiga í samningsviðræðum við sambandið síðan viðræðuáætlun var undirrituð í byrjun nóvember. Við höfum átt í árangurslitlum viðræðum um þau atriði sem við teljum að eigi að vera í kjarasamningnum og liggja að Lífskjarasamningnum.“ „Það sem stóð út af síðast var að það átti eftir að útfæra orlofsréttinn og finna útfærslu varðandi styttingu vinnuvikunnar," bætti Þorgerður við og segir að útfærsla varðandi styttingu vinnutíma sé vissulega flókin vegna sérstöðu vinnuumhverfis grunnskólakennara. Í tilkynningu Sambands íslenskra sveitarfélaga kom fram að krafa grunnskólakennara varðandi styttingu vinnutíma hafi verið að stytta kennslu hvers kennara um eina viku á ári, úr 37 vikum í 36, og að ljóst sé að slíkt myndi auka enn frekar á þann mönnunarvanda sem grunnskólar standi frammi fyrir og leiða til mikils kostnaðarauka. „Það er mjög áhugavert að sambandið setji þetta í sína tilkynningu. Við erum búin að vera við samningaborðið með alls konar hugmyndir um hvernig þetta gæti verið útfært. Öllu hefur verið hafnað, við höfum ekki náð að ræða neinar útfærslu því öllu hefur verið hafnað sem við höfum lagt fram,“ sagði Þorgerður Laufey. „Erum að óska eftir verkstjórn“ Aðalsteinn Leifsson er ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Þorgerður segir að þegar síðasti kjarasamningur grunnskólakennara var undirritaður hafi gildistími hans verið styttri en í Lífskjarasamningum. Ástæðan hafi meðal annars verið sú að ekki var búið að finna útfærslu varðandi styttingu vinnutíma. „Við vorum þeirrar skoðunar að þetta væri það flókið að það þyrfti að gefa sér tíma til umræðu og semja um með raunhæfum hætti. Umræðurnar hafa ekki skilað neinum árangri, hugmyndum hefur verið hafnað eða ekki sest niður til að skoða þær með raunhæfum hætti. Við erum að óska eftir verkstjórn í viðræðunum. “ Hún er ekki sammála því að viðræðum hafi verið slitið. „Þetta eru tvö skref, fyrst er deilu vísað til sáttasemjara og þá föllum við undir verkstjórn hans og vinnum okkur í að tala saman við hans stjórn.“ Hún vonast eftir betri gangi í viðræðum í framhaldinu. „Vonandi næst samtal en ekki bara að öllu sé hafnað sem lagt er fram til skoðunar,“ segir Þorgerður Laufey. Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér fréttatilkynningu rétt fyrir hádegið þar sem tilkynnt var að Félag grunnskólakennara hefði slitið kjaraviðræðum við sambandið en kjarasamningar grunnskólakennara renna út um áramótin. Í tilkynningu sambandsins kemur fram að lagt hafi verið fram tilboð á grunni Lífskjarasamningsins um kjarasamning sem gilda átti frá 1.janúar 2022 til 31.mars 2023. Segir að tilboðið sé í samræmi við þá samninga sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafi þegar gert við aðra viðsemjendur sína. Tilboðið fól í sér 25.000 króna hækkun þann 1.janúar og að vinnutími styttist með sama hætti og þegar hefur verið samið um við aðra opinbera starfsmenn í dagvinnu. „Höfum ekki náð að ræða neinar útfærslur“ Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennar segir að öllum hugmyndum grunnskólakennara varðandi styttingu vinnuvikunnar hafi verið hafnað í kjaraviðræðunum.Vísir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi ákveðið að vísa kjaraviðræðunum til ríkissáttasemjara sem muni þá halda utan um viðræður og verkstýra. „Við erum búin að eiga í samningsviðræðum við sambandið síðan viðræðuáætlun var undirrituð í byrjun nóvember. Við höfum átt í árangurslitlum viðræðum um þau atriði sem við teljum að eigi að vera í kjarasamningnum og liggja að Lífskjarasamningnum.“ „Það sem stóð út af síðast var að það átti eftir að útfæra orlofsréttinn og finna útfærslu varðandi styttingu vinnuvikunnar," bætti Þorgerður við og segir að útfærsla varðandi styttingu vinnutíma sé vissulega flókin vegna sérstöðu vinnuumhverfis grunnskólakennara. Í tilkynningu Sambands íslenskra sveitarfélaga kom fram að krafa grunnskólakennara varðandi styttingu vinnutíma hafi verið að stytta kennslu hvers kennara um eina viku á ári, úr 37 vikum í 36, og að ljóst sé að slíkt myndi auka enn frekar á þann mönnunarvanda sem grunnskólar standi frammi fyrir og leiða til mikils kostnaðarauka. „Það er mjög áhugavert að sambandið setji þetta í sína tilkynningu. Við erum búin að vera við samningaborðið með alls konar hugmyndir um hvernig þetta gæti verið útfært. Öllu hefur verið hafnað, við höfum ekki náð að ræða neinar útfærslu því öllu hefur verið hafnað sem við höfum lagt fram,“ sagði Þorgerður Laufey. „Erum að óska eftir verkstjórn“ Aðalsteinn Leifsson er ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Þorgerður segir að þegar síðasti kjarasamningur grunnskólakennara var undirritaður hafi gildistími hans verið styttri en í Lífskjarasamningum. Ástæðan hafi meðal annars verið sú að ekki var búið að finna útfærslu varðandi styttingu vinnutíma. „Við vorum þeirrar skoðunar að þetta væri það flókið að það þyrfti að gefa sér tíma til umræðu og semja um með raunhæfum hætti. Umræðurnar hafa ekki skilað neinum árangri, hugmyndum hefur verið hafnað eða ekki sest niður til að skoða þær með raunhæfum hætti. Við erum að óska eftir verkstjórn í viðræðunum. “ Hún er ekki sammála því að viðræðum hafi verið slitið. „Þetta eru tvö skref, fyrst er deilu vísað til sáttasemjara og þá föllum við undir verkstjórn hans og vinnum okkur í að tala saman við hans stjórn.“ Hún vonast eftir betri gangi í viðræðum í framhaldinu. „Vonandi næst samtal en ekki bara að öllu sé hafnað sem lagt er fram til skoðunar,“ segir Þorgerður Laufey.
Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels