Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir manndráp af gáleysi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2021 15:10 Maðurinn flúði úr landi þó hann hefði verið úrskurðaður í farbann. Gefa þurfti út evrópska handtökuskipun til að fá hann aftur til landsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri, sem er af rúmensku bergi brotinn, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki komið Daníel Eiríkssyni til bjargar, sem lést í kjölfarið. Daníel var fæddur árið 1990 og slasaðist alvarlega fyrir utan heimili sitt í Kópavogi föstudaginn 2. apríl. Í ákærunni segir að Daníel hafi haldið með báðum höndum í rúðu á bíl sem sá ákærði ók og dregist eða hlaupið með bílnum tæpa fjórtán metra áður en hann féll í jörðina. Bílnum ók maðurinn á um 15 til 20 kílómetra hraða. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald strax sömu helgi og Daníel lést vegna rannsóknarhagsmuna. Hann var síðar úrskurðaður í farbann en þrátt fyrir það tókst honum að fara úr landi og þurfti að gefa út evrópska handtökuskipun til að koma honum aftur til landsins. Er maðurinn til vara ákærður fyrir hættubrot og fyrir að hafa látið farast fyrir að koma Daníel til bjargar. RÚV greinir fyrst frá. Fram kemur í ákæru að þegar Daníel hafi fallið í jörðina hafi maðurinn ekið í burtu án þess að kanna líðan Daníels. Telur héraðssaksóknari að það hafi stofnaði lífi Daníels og heilsu í augljósa hættu en hann lést á sjúkrahúsi daginn eftir vegna höfuðáverka sem hann hlaut af. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á alvarleika áverka Daníels og að hann hafi látist af slysförum. Fjölskylda Daníels fer fram á fimmtán milljónir í miskabætur. Dómsmál Mannslát í Vindakór Kópavogur Tengdar fréttir Lögregla hefur lokið rannsókn vegna andláts í Vindakór Rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á andláti Daníels Eiríkssonar. Daníel fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. 15. október 2021 18:50 Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi. 14. júlí 2021 11:51 Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira
Daníel var fæddur árið 1990 og slasaðist alvarlega fyrir utan heimili sitt í Kópavogi föstudaginn 2. apríl. Í ákærunni segir að Daníel hafi haldið með báðum höndum í rúðu á bíl sem sá ákærði ók og dregist eða hlaupið með bílnum tæpa fjórtán metra áður en hann féll í jörðina. Bílnum ók maðurinn á um 15 til 20 kílómetra hraða. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald strax sömu helgi og Daníel lést vegna rannsóknarhagsmuna. Hann var síðar úrskurðaður í farbann en þrátt fyrir það tókst honum að fara úr landi og þurfti að gefa út evrópska handtökuskipun til að koma honum aftur til landsins. Er maðurinn til vara ákærður fyrir hættubrot og fyrir að hafa látið farast fyrir að koma Daníel til bjargar. RÚV greinir fyrst frá. Fram kemur í ákæru að þegar Daníel hafi fallið í jörðina hafi maðurinn ekið í burtu án þess að kanna líðan Daníels. Telur héraðssaksóknari að það hafi stofnaði lífi Daníels og heilsu í augljósa hættu en hann lést á sjúkrahúsi daginn eftir vegna höfuðáverka sem hann hlaut af. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á alvarleika áverka Daníels og að hann hafi látist af slysförum. Fjölskylda Daníels fer fram á fimmtán milljónir í miskabætur.
Dómsmál Mannslát í Vindakór Kópavogur Tengdar fréttir Lögregla hefur lokið rannsókn vegna andláts í Vindakór Rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á andláti Daníels Eiríkssonar. Daníel fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. 15. október 2021 18:50 Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi. 14. júlí 2021 11:51 Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira
Lögregla hefur lokið rannsókn vegna andláts í Vindakór Rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á andláti Daníels Eiríkssonar. Daníel fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. 15. október 2021 18:50
Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi. 14. júlí 2021 11:51
Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57