Hafa selt mikinn meirihluta eigna HD verks eftir brunann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2021 18:35 Þrír létust í eldsvoðanum við Bræðraborgarstíg sumarið 2020. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar þess efnis að sýslumanni beri að gera kyrrsetningu hjá HD verki ehf, í tengslum við skaðabótakröfur vegna brunans sem varð þegar Bræðraborgarstígur 1 brann síðasta sumar. Félagið hefur selt stóran hluta eignasafns síns. Íbúar sem bjuggu í húsinu og aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum fóru fram á að eignir HD verks yrðu kyrrsettar svo fullnusta mættu skaðabótakröfur vegna ófullnægjandi brunavarna þeirra næðu þær fram að ganga fyrir dómstólum. Höfðu þeir farið fram á kyrrsetningu eigna HD Verks að virði áttatíu milljóna króna. Sýslumaður varð ekki við þeirri beiðni en eftir að Landsréttur kvað upp úrskurð sinn þar sem sýslumanni var gert að taka málið upp aftur kyrrsetti hann 35 milljóna króna greiðslu til HD Verks auk fasteignar í Kópavogi sem metin var á 99 miljónir króna. Hæstiréttur staðfesti í dag þann úrskurð Landsréttar en lagði það fyrir sýslumann að kyrrsetja eignir samkvæmt kröfu hvers og eins í málinu, í stað einnar kyrrsetningar fyrir allan hópinn. Selt um 78 prósent af eignasafninu Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að HD verk hafi minnkað eignasafn sitt til muna síðastliðin misseri, selt um 78 prósent af eignasafni sínu. „Jafnframt hefur hann umbreytt fasteignum í reiðufé sem kann að vera undir hælinn lagt hvort verði fyrir hendi þegar endanlega hefur verið dæmt um þær kröfur sem varnaraðilar hafa uppi á hendur honum. Samkvæmt þessu verður að telja sennilegt að draga muni mjög úr líkindum þess að fullnusta krafna varnaraðila fáist eða að hún verði verulega örðugri ef kyrrsetning hjá sóknaraðila fer ekki fram,“ segir í dómi Hæstaréttar. Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Íbúar sem bjuggu í húsinu og aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum fóru fram á að eignir HD verks yrðu kyrrsettar svo fullnusta mættu skaðabótakröfur vegna ófullnægjandi brunavarna þeirra næðu þær fram að ganga fyrir dómstólum. Höfðu þeir farið fram á kyrrsetningu eigna HD Verks að virði áttatíu milljóna króna. Sýslumaður varð ekki við þeirri beiðni en eftir að Landsréttur kvað upp úrskurð sinn þar sem sýslumanni var gert að taka málið upp aftur kyrrsetti hann 35 milljóna króna greiðslu til HD Verks auk fasteignar í Kópavogi sem metin var á 99 miljónir króna. Hæstiréttur staðfesti í dag þann úrskurð Landsréttar en lagði það fyrir sýslumann að kyrrsetja eignir samkvæmt kröfu hvers og eins í málinu, í stað einnar kyrrsetningar fyrir allan hópinn. Selt um 78 prósent af eignasafninu Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að HD verk hafi minnkað eignasafn sitt til muna síðastliðin misseri, selt um 78 prósent af eignasafni sínu. „Jafnframt hefur hann umbreytt fasteignum í reiðufé sem kann að vera undir hælinn lagt hvort verði fyrir hendi þegar endanlega hefur verið dæmt um þær kröfur sem varnaraðilar hafa uppi á hendur honum. Samkvæmt þessu verður að telja sennilegt að draga muni mjög úr líkindum þess að fullnusta krafna varnaraðila fáist eða að hún verði verulega örðugri ef kyrrsetning hjá sóknaraðila fer ekki fram,“ segir í dómi Hæstaréttar.
Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira