Keppa í snjó á CrossFit mótinu í eyðimörkinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 11:01 Sara Sigmundsdóttir og hinir keppendurnir á CrossFit-mótinu í Dúbaí keppa bæði í eyðimörk og í snjó í ár. Instagram/@sarasigmunds Keppendur í CrossFit íþróttinni eiga að geta átt von á öllu þegar kemur að keppnisgreinum, meira að segja að keppa í snjó þegar úti er þrjátíu stiga hiti og eyðimörk í næsta nágrenni. Það styttist óðum í endurkomumót Söru Sigmundsdóttur en Dubai CrossFit Championship fer fram helgina 16. til 18. desember næstkomandi. Sara er þarna að fara að keppa á einu stærsta CrossFit móti ársins aðeins átta mánuðum eftir aðgerð en þarf auðvitað að klára sína æfingalotu á réttan hátt til að ná því. Sara hefur sagt frá þeim efasemdaröddum sem hún heyrði um að þetta tækist hjá henni en hún er staðráðin að ná þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir og Oddný Eik Gylfadóttir var líka boðið á mótið. Eik býr í Dúbaí og þar hefur Sara verið meðal annars að æfa með henni síðustu vikur. Þuríður Erla kemur þangað frá Sviss. Það eru auðvitað margir í CrossFit heiminum spenntir að sjá Söru keppa á ný en mótshaldarar eru líka þekktir fyrir að prófa nýja hluti á þessu árlega CrossFit móti í eyðimörkinni. Á því verður augljóslega engin breyting núna því fréttir hafa borist af nýjum keppnisstað á mótinu. Síðustu ár hafa keppendur meðal annars verið sendir út að hlaupa í eyðimörkinni, synda í sjónum auk þess að keppa á sjálfum keppnisvellinum. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Nú ætla mótshaldarar að halda eina keppnisgreinina í hinni heimsfrægu skíðahöll í Dúbaí. Þarna er á ferðinni fyrsta innanhúss skíðahöllin í Miðausturlöndum. Skíðahöllin bíður upp á bestu aðstæður til skíðaiðkunar þótt úti sé vel yfir þrjátíu stiga hiti. Með því að tilkynna þetta tveimur vikum fyrir keppni er nægur tími fyrir CrossFit heiminn og aðra að reyna að geta sér til um hvernig greinin verður þar sem keppt verður í snjó. Keppendur hafa keppt í sjósundi, eyðimerkurhlaupi, kajakróðri og hjólreiðum í CrossFit keppnum síðustu ár en þurfa kannski að skella sér á skíði eða snjóbretti að þessu sinni. CrossFit Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Það styttist óðum í endurkomumót Söru Sigmundsdóttur en Dubai CrossFit Championship fer fram helgina 16. til 18. desember næstkomandi. Sara er þarna að fara að keppa á einu stærsta CrossFit móti ársins aðeins átta mánuðum eftir aðgerð en þarf auðvitað að klára sína æfingalotu á réttan hátt til að ná því. Sara hefur sagt frá þeim efasemdaröddum sem hún heyrði um að þetta tækist hjá henni en hún er staðráðin að ná þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir og Oddný Eik Gylfadóttir var líka boðið á mótið. Eik býr í Dúbaí og þar hefur Sara verið meðal annars að æfa með henni síðustu vikur. Þuríður Erla kemur þangað frá Sviss. Það eru auðvitað margir í CrossFit heiminum spenntir að sjá Söru keppa á ný en mótshaldarar eru líka þekktir fyrir að prófa nýja hluti á þessu árlega CrossFit móti í eyðimörkinni. Á því verður augljóslega engin breyting núna því fréttir hafa borist af nýjum keppnisstað á mótinu. Síðustu ár hafa keppendur meðal annars verið sendir út að hlaupa í eyðimörkinni, synda í sjónum auk þess að keppa á sjálfum keppnisvellinum. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Nú ætla mótshaldarar að halda eina keppnisgreinina í hinni heimsfrægu skíðahöll í Dúbaí. Þarna er á ferðinni fyrsta innanhúss skíðahöllin í Miðausturlöndum. Skíðahöllin bíður upp á bestu aðstæður til skíðaiðkunar þótt úti sé vel yfir þrjátíu stiga hiti. Með því að tilkynna þetta tveimur vikum fyrir keppni er nægur tími fyrir CrossFit heiminn og aðra að reyna að geta sér til um hvernig greinin verður þar sem keppt verður í snjó. Keppendur hafa keppt í sjósundi, eyðimerkurhlaupi, kajakróðri og hjólreiðum í CrossFit keppnum síðustu ár en þurfa kannski að skella sér á skíði eða snjóbretti að þessu sinni.
CrossFit Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira