Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2021 22:16 Elliðaárstöðin er 100 ára á þessu ári. Egill Aðalsteinsson Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Elliðaárstöðina sem varð eitthundrað ára gömul á þessu ári. Inni í stöðvarhúsinu eru ennþá hverflar sem geta framleitt yfir þrjú megavött. Stíflurnar standa enn; Árbæjarstíflan með sínu inntaksmannvirki sem og miðlunarstíflan við Elliðavatn. Og vélbúnaðurinn var sagður í góðu lagi þegar upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar sýndi okkur stöðina sumarið 2019. Talsmaður Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, segir frá virkjuninni í viðtali sumarið 2019.Arnar Halldórsson „Hún er í raun og veru alveg virk, Elliðaárstöðin. Okkur vantar bara vatnið. Af því að pípan, sem leiðir vatnið frá Árbæjarstíflunni hérna niður að stöðinni, hún er ónýt,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson í viðtali í stöðvarhúsinu fyrir rúmum tveimur árum og sagði í skoðun hvort borgaði sig að endurnýja hana. „Þannig að hugmyndin núna, sem við erum að skoða, er sú að endurnýja pípuna – svolítið mjórri heldur en hún er núna – grafa niður hér við norðvesturhorn hússins eina aflvél og framleiða þá bara með alsjálfvirkum hætti rafmagn hér aftur í Elliðaárstöð,“ sagði Eiríkur í júnímánuði 2019. Séð yfir Árbæjarstíflu.Egill Aðalsteinsson En ekkert varð af þessum áformum og raunar lýsti forstjóri Orkuveitunnar, Bjarni Bjarnason, yfir því mati sínu á RÚV í fyrra að meiri líkur væru á offramboði en skorti á rafmagni, sagði að ekki þyrfti að virkja sérstaklega til að rafvæða samgöngur né þyrfti að styrkja flutningskerfi Landsnets sérstaklega. Hann hafði þremur árum fyrr lýst þeirri skoðun í Morgunblaðinu að enginn orkuskortur væri yfirvofandi. Þegar við leituðum svara frá forstjóra Orkuveitunnar í dag, í gegnum Breka Logason upplýsingafulltrúa, hversvegna Elliðaárstöðin væri ekki endurræst, fékkst það svar frá Eiríki Hjálmarssyni, sem núna er titlaður sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Orkuveitunni, að niðurstaða hagkvæmniathugunar, sem ráðist var í, hafi verið að rafmagnið frá endurnýjaðri rafstöð hefði þurft að kosta miklu meira en nokkur væri tilbúinn að greiða fyrir það. Allt vatn Elliðaánna rennur núna framhjá virkjuninni.Egill Aðalsteinsson Eiríkur sagði ennfremur að verndun lífríkis ánna kallaði á að viðunandi vatnsmagn rynni um farveg Elliðaánna. Því væri eingöngu hægt að reka virkjunina á dagvinnutíma, bara á virkum dögum og bara hálft árið, eins og gert hafi verið frá því um 1970. Hátt í milljarð króna hefði kostað að gera upp stöðina og útilokað talið að sú fjárfesting skilaði sér nokkurn tíma, segir í svari Eiríks. En spyrja má hvort þjóðin hafi lengi efni á því að láta stöð sem þessa standa ónotaða. Sérfræðingur sem við ræddum við áætlar að þótt einungis þriðjungur af orkugetu hennar væri nýttur myndi hún samt anna raforkuþörf um 1.700 heimila. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Reykjavík Tengdar fréttir Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð. 8. desember 2020 13:14 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Elliðaárstöðina sem varð eitthundrað ára gömul á þessu ári. Inni í stöðvarhúsinu eru ennþá hverflar sem geta framleitt yfir þrjú megavött. Stíflurnar standa enn; Árbæjarstíflan með sínu inntaksmannvirki sem og miðlunarstíflan við Elliðavatn. Og vélbúnaðurinn var sagður í góðu lagi þegar upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar sýndi okkur stöðina sumarið 2019. Talsmaður Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, segir frá virkjuninni í viðtali sumarið 2019.Arnar Halldórsson „Hún er í raun og veru alveg virk, Elliðaárstöðin. Okkur vantar bara vatnið. Af því að pípan, sem leiðir vatnið frá Árbæjarstíflunni hérna niður að stöðinni, hún er ónýt,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson í viðtali í stöðvarhúsinu fyrir rúmum tveimur árum og sagði í skoðun hvort borgaði sig að endurnýja hana. „Þannig að hugmyndin núna, sem við erum að skoða, er sú að endurnýja pípuna – svolítið mjórri heldur en hún er núna – grafa niður hér við norðvesturhorn hússins eina aflvél og framleiða þá bara með alsjálfvirkum hætti rafmagn hér aftur í Elliðaárstöð,“ sagði Eiríkur í júnímánuði 2019. Séð yfir Árbæjarstíflu.Egill Aðalsteinsson En ekkert varð af þessum áformum og raunar lýsti forstjóri Orkuveitunnar, Bjarni Bjarnason, yfir því mati sínu á RÚV í fyrra að meiri líkur væru á offramboði en skorti á rafmagni, sagði að ekki þyrfti að virkja sérstaklega til að rafvæða samgöngur né þyrfti að styrkja flutningskerfi Landsnets sérstaklega. Hann hafði þremur árum fyrr lýst þeirri skoðun í Morgunblaðinu að enginn orkuskortur væri yfirvofandi. Þegar við leituðum svara frá forstjóra Orkuveitunnar í dag, í gegnum Breka Logason upplýsingafulltrúa, hversvegna Elliðaárstöðin væri ekki endurræst, fékkst það svar frá Eiríki Hjálmarssyni, sem núna er titlaður sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Orkuveitunni, að niðurstaða hagkvæmniathugunar, sem ráðist var í, hafi verið að rafmagnið frá endurnýjaðri rafstöð hefði þurft að kosta miklu meira en nokkur væri tilbúinn að greiða fyrir það. Allt vatn Elliðaánna rennur núna framhjá virkjuninni.Egill Aðalsteinsson Eiríkur sagði ennfremur að verndun lífríkis ánna kallaði á að viðunandi vatnsmagn rynni um farveg Elliðaánna. Því væri eingöngu hægt að reka virkjunina á dagvinnutíma, bara á virkum dögum og bara hálft árið, eins og gert hafi verið frá því um 1970. Hátt í milljarð króna hefði kostað að gera upp stöðina og útilokað talið að sú fjárfesting skilaði sér nokkurn tíma, segir í svari Eiríks. En spyrja má hvort þjóðin hafi lengi efni á því að láta stöð sem þessa standa ónotaða. Sérfræðingur sem við ræddum við áætlar að þótt einungis þriðjungur af orkugetu hennar væri nýttur myndi hún samt anna raforkuþörf um 1.700 heimila. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Reykjavík Tengdar fréttir Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð. 8. desember 2020 13:14 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14
Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð. 8. desember 2020 13:14