Þjóðin beri aldrei aftur skaða af falli viðskiptabanka Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2021 20:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns fóru yfir stöðu fjármála þjóðarinnar á fundi með fjölmiðlum í dag. Stöð 2/Sigurjón Seðlabankinn hefur sett reglur sem eiga að tryggja enn frekar að þjóðin beri aldrei aftur kostnað af falli viðskiptabanka. Þeir eigi að fjármagna sig með innlánum og forðast áhættusækni í eigin lántökum. Í tilkynningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag segir að viðnámsþróttur stóru bankanna þriggja sé mikill. Kerfisáhætta fari þó enn vaxandi vegna skuldavaxtar heimilanna samhliða hækkandi íbúðaverði, það er að aukin veðhæfni heimilanna freisti þeirra til aukinnar lántöku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skuldastöðu heimilanna þó enn mjög góða í sögulegu samhengi. „Heimilin eru að fara miklu varlegar en þau hafa gert áður. Það er alveg augljóst að það áfall sem við urðum fyrir 2008 til 2009 hefur enn áhrif. Heimilin eru að fara varlega,“ segir Ásgeir. Fjármálastöðugleikanefnd hafi gripið til aðgerða til að tryggja að svo verði áfram með hámarki á veðsetningum og greiðslubyrði vegna húsnæðislána. Seðlabankastjóri segir heimilin hafa lært af hruninu og séu varkárari en áður. Bankarnir verði sömuleiðis að tryggja sér öruggt eigiðfé þannig að þjóðin beri ekki skaða af mögulegum áföllum þeirra.Stöð 2/Sigurjón Sama krafa um lærdóm af reynslunni væri gerð til viðskiptabankanna. Skerpt væri á þeirri stefnu með nýjum svo kölluðum MREL kröfum á lánastofnanir. „Við erum aðsetja fram stefnu sem tryggir að íslenskir bankar verði öryggir. Við ætlum að tryggja að þeir verði með mjög mikið eigiðfé. Tryggja að ef þeir lenda ívandræðum aftur muni enginn kostnaður falla á þessa þjóð," segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Í því ljósi yrði tveggja prósenta greiðsla bankanna í sveiflujöfnunarsjóð tekin upp aftur haustið 2022. En greiðsla í þann varasjóð var felld niður í upphafi kórónuveirufaraldursins til að auka svigrúm bankanna til útlána í samdrætti sem fylgdi faraldrinum. MREL stefnan setji síðan ríkari kröfu um góða eiginfjárstöðu bankanna. „Við viljum bara tryggja að næsta uppsveifla, sem núna er að hefjast; að það verði varúðarlínur. Fyrir fram ekki eftir á,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40 Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í tilkynningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag segir að viðnámsþróttur stóru bankanna þriggja sé mikill. Kerfisáhætta fari þó enn vaxandi vegna skuldavaxtar heimilanna samhliða hækkandi íbúðaverði, það er að aukin veðhæfni heimilanna freisti þeirra til aukinnar lántöku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skuldastöðu heimilanna þó enn mjög góða í sögulegu samhengi. „Heimilin eru að fara miklu varlegar en þau hafa gert áður. Það er alveg augljóst að það áfall sem við urðum fyrir 2008 til 2009 hefur enn áhrif. Heimilin eru að fara varlega,“ segir Ásgeir. Fjármálastöðugleikanefnd hafi gripið til aðgerða til að tryggja að svo verði áfram með hámarki á veðsetningum og greiðslubyrði vegna húsnæðislána. Seðlabankastjóri segir heimilin hafa lært af hruninu og séu varkárari en áður. Bankarnir verði sömuleiðis að tryggja sér öruggt eigiðfé þannig að þjóðin beri ekki skaða af mögulegum áföllum þeirra.Stöð 2/Sigurjón Sama krafa um lærdóm af reynslunni væri gerð til viðskiptabankanna. Skerpt væri á þeirri stefnu með nýjum svo kölluðum MREL kröfum á lánastofnanir. „Við erum aðsetja fram stefnu sem tryggir að íslenskir bankar verði öryggir. Við ætlum að tryggja að þeir verði með mjög mikið eigiðfé. Tryggja að ef þeir lenda ívandræðum aftur muni enginn kostnaður falla á þessa þjóð," segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Í því ljósi yrði tveggja prósenta greiðsla bankanna í sveiflujöfnunarsjóð tekin upp aftur haustið 2022. En greiðsla í þann varasjóð var felld niður í upphafi kórónuveirufaraldursins til að auka svigrúm bankanna til útlána í samdrætti sem fylgdi faraldrinum. MREL stefnan setji síðan ríkari kröfu um góða eiginfjárstöðu bankanna. „Við viljum bara tryggja að næsta uppsveifla, sem núna er að hefjast; að það verði varúðarlínur. Fyrir fram ekki eftir á,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40 Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40
Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37