Lugu til um þyngd leikmanna Þóris Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2021 08:00 Hver einasti leikmaður norska liðsins er skráður 60, 65 eða 70 kg á vef alþjóða handknattleikssambandsins. Norska handknattleikssambandið sendi inn tölur af handahófi til að mótmæla því að þyngdarupplýsingar væru opinberar. IHF Norska handknattleikssambandið sendi inn falskar upplýsingar um þyngd leikmanna kvennalandsliðsins sem spilar á HM á Spáni. Alþjóða sambandið, IHF, hefur verið gagnrýnt fyrir að upplýsingum um þyngd leikmanna sé dreift á heimasíðu mótsins og í sjónvarpi, enda sé slíkt óþarfi. Þórir Hergeirsson stýrir norska liðinu á HM líkt og á mörgum undanförnum stórmótum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HM í ár er hver einasti leikmaður hans annað hvort 60, 65 eða 70 kg að þyngd. „Það sem við gerðum var að senda inn þyngdartölur sem passa ekki. Þarna er sem sagt ekki um rétta þyngd leikmanna að ræða,“ segir Mads Stian Hansen, talsmaður norska sambandsins, við NTB. Vilja ekki að horft sé í þyngd leikmanna Norðmenn hafa undanfarin stórmót neitað að veita upplýsingar um þyngd leikmanna en urðu að senda inn tölur að þessu sinni til að geta gengið frá skráningu liðsins. Þeir vilja að IHF og sjónvarpsrétthafinn Nent birti ekki upplýsingarnar. „Við höfum bent IHF og Nent á að við viljum ekki að upplýsingarnar séu notaðar, en höfum séð að það er gert. Við vonumst til að því verði hætt. Í fyrsta lagi eru upplýsingarnar ekki réttar og við teljum þær ekki skipta máli í toppíþróttum. Við viljum ekki að það sé verið að horfa í þetta [þyngd]. Um það eru leikmenn okkar einnig sammála,“ segir Hansen. Man ekki til þess að hafa veitt upplýsingar um þyngd Hin sænska Jamina Roberts tekur undir gagnrýni þeirra norsku og er hrifin af ákvörðunin um að ljúga til um þyngd: „Ég skil þau. Þetta er leið til þess að sýna andstöðu sína í verki,“ sagði Roberts við Aftonbladet. Hún kveðst þó raunar ekki hafa gert sér grein fyrir því að þessar upplýsingar lægju fyrir. „Ég hef aldrei hugsað um þetta eða vitað af þessu. Ég hef sjálf ekki veitt neinar upplýsingar um mína þyngd,“ sagði Roberts. Fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins segir að mögulega séu upplýsingar um þyngd hennar frá því að hún kom fyrst inn í liðið árið 2010. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Þórir Hergeirsson stýrir norska liðinu á HM líkt og á mörgum undanförnum stórmótum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HM í ár er hver einasti leikmaður hans annað hvort 60, 65 eða 70 kg að þyngd. „Það sem við gerðum var að senda inn þyngdartölur sem passa ekki. Þarna er sem sagt ekki um rétta þyngd leikmanna að ræða,“ segir Mads Stian Hansen, talsmaður norska sambandsins, við NTB. Vilja ekki að horft sé í þyngd leikmanna Norðmenn hafa undanfarin stórmót neitað að veita upplýsingar um þyngd leikmanna en urðu að senda inn tölur að þessu sinni til að geta gengið frá skráningu liðsins. Þeir vilja að IHF og sjónvarpsrétthafinn Nent birti ekki upplýsingarnar. „Við höfum bent IHF og Nent á að við viljum ekki að upplýsingarnar séu notaðar, en höfum séð að það er gert. Við vonumst til að því verði hætt. Í fyrsta lagi eru upplýsingarnar ekki réttar og við teljum þær ekki skipta máli í toppíþróttum. Við viljum ekki að það sé verið að horfa í þetta [þyngd]. Um það eru leikmenn okkar einnig sammála,“ segir Hansen. Man ekki til þess að hafa veitt upplýsingar um þyngd Hin sænska Jamina Roberts tekur undir gagnrýni þeirra norsku og er hrifin af ákvörðunin um að ljúga til um þyngd: „Ég skil þau. Þetta er leið til þess að sýna andstöðu sína í verki,“ sagði Roberts við Aftonbladet. Hún kveðst þó raunar ekki hafa gert sér grein fyrir því að þessar upplýsingar lægju fyrir. „Ég hef aldrei hugsað um þetta eða vitað af þessu. Ég hef sjálf ekki veitt neinar upplýsingar um mína þyngd,“ sagði Roberts. Fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins segir að mögulega séu upplýsingar um þyngd hennar frá því að hún kom fyrst inn í liðið árið 2010.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira