Innlent

120 greindust innan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
-
- Vísir/Vilhelm

120 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 54 af þeim 120 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 66 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent.

Þetta kemur fram á síðunni covid.is. 1.323 eru nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið við 1.319 í gær. 1.687 eru í sóttkví, en voru 1.772 í gær. 167 eru nú í skimunarsóttkví.

21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna COVID-19, en voru 24 í gær. Þá eru fimm á gjörgæslu líkt og í gær. Á vef Landspítalans segir að 10 af þeim 21 sem er inniliggjandi séu bólusettir en ellefu óbólusettir. Meðalaldur inniliggjandi er 63 ár. Af þeim fimm sem eru á gjörgæslu eru allir í öndunarvél.

Tíu smit kom upp á landamærunum í gær –sex virk smit í fyrri landamæraskimun og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilviki fjögurra.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 444,2, en var 451,6 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 30,0 samanborið við 28,9 í gær.

Alls hafa 18.896 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 35 andlát verið rakin til COVID-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.

Alls voru tekin 2.448 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá var 1.621 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 658 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×