Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2021 15:14 Guðni Bergsson meðan allt lék í lyndi, hann formaður og árangur landsliðsins eins og best varð á kosið. vísir/vilhelm Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. Í yfirlýsingunni segir Guðni að þau mál sem þar eru tekin fyrir hafi reynt á knattspyrnuhreyfinguna og alla viðkomandi. Öll viljum við berjast gegn ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist, og ekki síst kynferðis- og kynbundnu ofbeldi. „Þessi mál eru alltaf erfið og ég sem formaður KSÍ bar ábyrgð á viðbrögðum sambandsins í þessum málum og miðlun upplýsinga um þau til fjölmiðla og almennings. Þar hefði ég getað gert betur. Ég einblíndi um of á formið og trúnað við málsaðila,“ segir Guðni sem sagði starfi sínu lausu eftir að umræða um kynferðisbrot og landsliðsmenn í íslenska karlalandsliðinu komust í hámæli í ágúst. Í skýrslunni kemur fram að í tengslum við frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Reyndi eftir bestu getu að finna málum réttan farveg KSÍ er sagt hafa brugðist við í þremur þessara mála með því að leikmaður var sendur heim eða starfaði ekki aftur fyrir sambandið. Rán Ingvarsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Hafrún Kristjánsdóttir kynna niðurstöðu sína.Vísir/Vilhelm Nefndin segist einnig hafa komist að því að upplýsingar sem Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, veitti fjölmiðlum og almenningi í ágúst um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál hafi verið villandi. Formaður var á sama tíma með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannins. Þetta stangast að einhverju leyti á við skilning Guðna eða eins og segir í yfirlýsingu hans í framhaldi af því að hann segist hafa einblínt um of á formið og trúnað við málsaðila: „Ég reyndi þó eftir bestu getu í þeim tveimur málum sem komu til minnar vitundar að finna þeim réttan farveg. Annað var leyst með sátt á milli málsaðilanna sjálfra en hitt málið er nú loks komið í farveg hjá lögreglu.“ Mikilvægt að tileinka sér jákvæðni Guðni segir að sem samfélag séum við að stíga erfið en mikilvæg skref í samtalinu um kynferðisbrot og hvernig við tökumst á við þau. „Verkefnið framundan hjá knattspyrnuhreyfingunni er að taka umræðu og fræðslu um það hvernig við fyrirbyggjum kynferðisofbeldi, og að brugðist verði við þeim málum sem upp kunna að koma af festu. Að lokum vil ég segja þetta: Við getum verið stolt af því starfi sem unnið er í knattspyrnuhreyfingunni. Á sama tíma og við erum ávallt gagnrýnin á okkar starf innan vallar sem utan þá er líka mikilvægt að tileinka sér jákvæðni og bjartsýni sem drífur okkur áfram til betri árangurs og í þessu samhengi til betra samfélags.“ Guðni segist ekki ætla að tjá sig frekar um skýrslu úttektarnefndarinnar að svo stöddu. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir Guðni að þau mál sem þar eru tekin fyrir hafi reynt á knattspyrnuhreyfinguna og alla viðkomandi. Öll viljum við berjast gegn ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist, og ekki síst kynferðis- og kynbundnu ofbeldi. „Þessi mál eru alltaf erfið og ég sem formaður KSÍ bar ábyrgð á viðbrögðum sambandsins í þessum málum og miðlun upplýsinga um þau til fjölmiðla og almennings. Þar hefði ég getað gert betur. Ég einblíndi um of á formið og trúnað við málsaðila,“ segir Guðni sem sagði starfi sínu lausu eftir að umræða um kynferðisbrot og landsliðsmenn í íslenska karlalandsliðinu komust í hámæli í ágúst. Í skýrslunni kemur fram að í tengslum við frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Reyndi eftir bestu getu að finna málum réttan farveg KSÍ er sagt hafa brugðist við í þremur þessara mála með því að leikmaður var sendur heim eða starfaði ekki aftur fyrir sambandið. Rán Ingvarsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Hafrún Kristjánsdóttir kynna niðurstöðu sína.Vísir/Vilhelm Nefndin segist einnig hafa komist að því að upplýsingar sem Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, veitti fjölmiðlum og almenningi í ágúst um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál hafi verið villandi. Formaður var á sama tíma með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannins. Þetta stangast að einhverju leyti á við skilning Guðna eða eins og segir í yfirlýsingu hans í framhaldi af því að hann segist hafa einblínt um of á formið og trúnað við málsaðila: „Ég reyndi þó eftir bestu getu í þeim tveimur málum sem komu til minnar vitundar að finna þeim réttan farveg. Annað var leyst með sátt á milli málsaðilanna sjálfra en hitt málið er nú loks komið í farveg hjá lögreglu.“ Mikilvægt að tileinka sér jákvæðni Guðni segir að sem samfélag séum við að stíga erfið en mikilvæg skref í samtalinu um kynferðisbrot og hvernig við tökumst á við þau. „Verkefnið framundan hjá knattspyrnuhreyfingunni er að taka umræðu og fræðslu um það hvernig við fyrirbyggjum kynferðisofbeldi, og að brugðist verði við þeim málum sem upp kunna að koma af festu. Að lokum vil ég segja þetta: Við getum verið stolt af því starfi sem unnið er í knattspyrnuhreyfingunni. Á sama tíma og við erum ávallt gagnrýnin á okkar starf innan vallar sem utan þá er líka mikilvægt að tileinka sér jákvæðni og bjartsýni sem drífur okkur áfram til betri árangurs og í þessu samhengi til betra samfélags.“ Guðni segist ekki ætla að tjá sig frekar um skýrslu úttektarnefndarinnar að svo stöddu. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira