Sykur, sætt og allt sem er.. ætt? Dóru Júlíu, einum færasta plötusnúði landsins, er margt til lista lagt en hún verður þó seint talin vera stjörnukokkur.
Í þáttunum Þetta reddast fær hún til sín góða gesti og með aðstoð þeirra matreiðir hún fram misglæsilega rétti og kynnist viðmælendum sínum í leiðinni. Óheðfbundin útgáfa af spjallþætti sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Á meðal gesta í þáttunum eru Æði strákarnir, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Cross-Fit drottningin Annie Mist, glimmerkóngurinn Páll Óskar og margir fleiri. Sýnishorn úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.