Markmiðið að grípa sem flesta og koma til móts við Landspítala Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. desember 2021 12:18 Hægt verður að taka á móti allt að tíu manns á nýju deildinni en hún opnar síðar í dag. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Ný Covid deild verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir síðar í dag. Deildin getur tekið á móti allt að tíu öldruðum einstaklingum sem eru með væg einkenni. Framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði sem muni meðal annars létta undir með Landspítala. Deildin mun taka við íbúum hjúkrunarheimila sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda, auk aldraðra sem geta ekki verið í einangrun í heimahúsi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir í tilkynningu að um sé að ræða eina af mörgum aðgerðum sem yfirvöld hafa ráðist í til að létta álagi af Landspítala. Tíu rými verða á hinni nýju deild sem opnar eftir hádegi í dag en deildin er hugsuð fyrir einstaklinga sem eru með væg einkenni og þurfa ekki á spítalaþjónustu að halda. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði. „Þetta er fólk sem að þarf kannski ákveðna hjúkrun, fólk sem er jafnvel með heilabilun og á erfitt með að vera í einangrun, eða fólk sem á veika ættingja heima, með einhverja undirliggjandi sjúkdóma, og það fólk sjáum við fyrir að gæti komið til okkar,“ segir Þórdís. „Bæði er þetta til að létta undir ef að það koma upp faraldrar á hjúkrunarheimilum og það getur verið erfitt að einangra það fólk á ákveðnum hjúkrunarheimilum, og eins þá sjáum við á tölunum á covid.is að það er alltaf hluti fólks yfir sjötíu ára sem að er greinilega að fá covid,“ segir Þórdís. Vonar að ekki þurfi að opna aðra deild Með úrræðinu er verið að grípa einstaklinga sem ekki þurfa á sértækri læknismeðferð að halda og koma þar með til móts við Landspítala. Þá er hugsunin einnig sú að taka á móti fólki sem er búið í meðferð á Landspítalanum og er á batavegi, en er enn smitandi. Von er á tveimur slíkum einstaklingum frá Landspítala á deildina í dag. Sambærileg deild hefur verið opnuð fyrr í faraldrinum en að sögn Þórdísar var þar einungis um að ræða úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila. „Núna eru náttúrulega langflestir íbúar hjúkrunarheimila þríbólusettir, hjúkrunarheimilin hafa sjálf þurft að grípa boltann og þurft að einangra stundum í einbýlum, þannig þörfin fyrir svona sérhæft úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila er ekki alveg jafn mikil en við sjáum alveg þörfina bara fyrir aldraða,“ segir Þórdís. Samningur um nýju deildina var gerður til þriggja mánaða með fyrirvara um lengingu, til þriggja eða sex mánaða, en Þórdís vonar að ekki þurfi að opna fleiri sambærilegar deildir. Það gæti þó komið til þess, til að mynda ef omíkron afbrigðið kemst frekar fram hjá bóluefnunum en önnur afbrigði. „Þá gæti auðvitað verið að það þyrfti fleiri svona úrræði eða stærri svona úrræði, það verður tíminn einn að leiða í ljós,“ segir Þórdís. „Það er svo mikil óvissa í öllu saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Reykjavík Tengdar fréttir 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 116 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 7. desember 2021 10:36 Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira
Deildin mun taka við íbúum hjúkrunarheimila sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda, auk aldraðra sem geta ekki verið í einangrun í heimahúsi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir í tilkynningu að um sé að ræða eina af mörgum aðgerðum sem yfirvöld hafa ráðist í til að létta álagi af Landspítala. Tíu rými verða á hinni nýju deild sem opnar eftir hádegi í dag en deildin er hugsuð fyrir einstaklinga sem eru með væg einkenni og þurfa ekki á spítalaþjónustu að halda. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði. „Þetta er fólk sem að þarf kannski ákveðna hjúkrun, fólk sem er jafnvel með heilabilun og á erfitt með að vera í einangrun, eða fólk sem á veika ættingja heima, með einhverja undirliggjandi sjúkdóma, og það fólk sjáum við fyrir að gæti komið til okkar,“ segir Þórdís. „Bæði er þetta til að létta undir ef að það koma upp faraldrar á hjúkrunarheimilum og það getur verið erfitt að einangra það fólk á ákveðnum hjúkrunarheimilum, og eins þá sjáum við á tölunum á covid.is að það er alltaf hluti fólks yfir sjötíu ára sem að er greinilega að fá covid,“ segir Þórdís. Vonar að ekki þurfi að opna aðra deild Með úrræðinu er verið að grípa einstaklinga sem ekki þurfa á sértækri læknismeðferð að halda og koma þar með til móts við Landspítala. Þá er hugsunin einnig sú að taka á móti fólki sem er búið í meðferð á Landspítalanum og er á batavegi, en er enn smitandi. Von er á tveimur slíkum einstaklingum frá Landspítala á deildina í dag. Sambærileg deild hefur verið opnuð fyrr í faraldrinum en að sögn Þórdísar var þar einungis um að ræða úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila. „Núna eru náttúrulega langflestir íbúar hjúkrunarheimila þríbólusettir, hjúkrunarheimilin hafa sjálf þurft að grípa boltann og þurft að einangra stundum í einbýlum, þannig þörfin fyrir svona sérhæft úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila er ekki alveg jafn mikil en við sjáum alveg þörfina bara fyrir aldraða,“ segir Þórdís. Samningur um nýju deildina var gerður til þriggja mánaða með fyrirvara um lengingu, til þriggja eða sex mánaða, en Þórdís vonar að ekki þurfi að opna fleiri sambærilegar deildir. Það gæti þó komið til þess, til að mynda ef omíkron afbrigðið kemst frekar fram hjá bóluefnunum en önnur afbrigði. „Þá gæti auðvitað verið að það þyrfti fleiri svona úrræði eða stærri svona úrræði, það verður tíminn einn að leiða í ljós,“ segir Þórdís. „Það er svo mikil óvissa í öllu saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Reykjavík Tengdar fréttir 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 116 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 7. desember 2021 10:36 Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira
116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 116 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 116 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 7. desember 2021 10:36
Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6. desember 2021 19:03
Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34