Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal Snorri Másson skrifar 6. desember 2021 21:21 Desember er genginn í garð og árleg jólasýning er hafin í Ásmundarsal. Þar lætur fjármálaráðherra sig ekki vanta - að þessu sinni sem málverk. Vísir/Vilhelm „Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum. Fréttastofa mætti á staðinn og var ekki lengi að finna sitt uppáhaldsverk, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarkonu. Sjón er sögu ríkari: Skemmst er að minnast þess þegar vikið var að því í fréttatilkynningu frá lögreglu á aðfangadag í fyrra, að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið staddur í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur. Það reyndist vera Bjarni Benediktsson, sem síðar baðst afsökunar á að hafa ekki yfirgefið rýmið þegar fólki fór að fjölga þar töluvert. Staðarhaldarar voru sektaðir fyrir brot á grímuskyldu. Sjarmerandi og sætur Auður Ómarsdóttir sagði í viðtali við fréttastofu að hún hafi síst verið að reyna að stríða Bjarna með málverkinu, heldur fyndist henni hann bara heillandi og með falleg augu. Hún væri í rauninni bara að vonast til þess að verkið yrði til þess að hann vissi hver hún væri. „Hann er bara svo sjarmerandi og sætur að mig langaði bara að mála mynd af honum. Við sjáum hérna alla veröldina í augunum á honum, þennan skýrleika og öll þessi tækifæri,“ segir Auður. Bjarni Benediktsson eins og Auður Ómarsdóttir sér hann fyrir sér, í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur.Stöð 2 Og hvað kostar það? Ja, Bjarni hefur að sögn klárlega ráð á að fjárfesta í verkinu að sögn Auðar. Fyrst stóð til að láta það kosta mánaðarlaun fjármálaráðherra, en það reyndist of há upphæð. Auður er annars iðin við að mála svipaðar myndir og þá sem hún hefur málað af Bjarna, þannig að út frá því sjónarmiði er portrettmyndin af ráðherranum ekki nema rökrænt næsta skref í listsköpun hennar. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars) Jólasýning Ásmundarsalar opnaði á laugardag og verða verkin til sölu næstu vikur alveg fram á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember er opið til átta á kvöldin en lokakvöldið til tíu. Jólasýning Ásmundarsalar opnar laugardaginn 4. desember kl. 12:00. Hátt í 600 verk eru til sölu eftir 180 listamenn, View this post on Instagram A post shared by Ásmundarsalur (@asmundarsalur) Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er svona myndlistarannáll“ Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum. 3. desember 2021 13:31 Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Fréttastofa mætti á staðinn og var ekki lengi að finna sitt uppáhaldsverk, eftir Auði Ómarsdóttur myndlistarkonu. Sjón er sögu ríkari: Skemmst er að minnast þess þegar vikið var að því í fréttatilkynningu frá lögreglu á aðfangadag í fyrra, að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið staddur í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur. Það reyndist vera Bjarni Benediktsson, sem síðar baðst afsökunar á að hafa ekki yfirgefið rýmið þegar fólki fór að fjölga þar töluvert. Staðarhaldarar voru sektaðir fyrir brot á grímuskyldu. Sjarmerandi og sætur Auður Ómarsdóttir sagði í viðtali við fréttastofu að hún hafi síst verið að reyna að stríða Bjarna með málverkinu, heldur fyndist henni hann bara heillandi og með falleg augu. Hún væri í rauninni bara að vonast til þess að verkið yrði til þess að hann vissi hver hún væri. „Hann er bara svo sjarmerandi og sætur að mig langaði bara að mála mynd af honum. Við sjáum hérna alla veröldina í augunum á honum, þennan skýrleika og öll þessi tækifæri,“ segir Auður. Bjarni Benediktsson eins og Auður Ómarsdóttir sér hann fyrir sér, í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur.Stöð 2 Og hvað kostar það? Ja, Bjarni hefur að sögn klárlega ráð á að fjárfesta í verkinu að sögn Auðar. Fyrst stóð til að láta það kosta mánaðarlaun fjármálaráðherra, en það reyndist of há upphæð. Auður er annars iðin við að mála svipaðar myndir og þá sem hún hefur málað af Bjarna, þannig að út frá því sjónarmiði er portrettmyndin af ráðherranum ekki nema rökrænt næsta skref í listsköpun hennar. View this post on Instagram A post shared by Auður Ómarsdóttir (@auduromars) Jólasýning Ásmundarsalar opnaði á laugardag og verða verkin til sölu næstu vikur alveg fram á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember er opið til átta á kvöldin en lokakvöldið til tíu. Jólasýning Ásmundarsalar opnar laugardaginn 4. desember kl. 12:00. Hátt í 600 verk eru til sölu eftir 180 listamenn, View this post on Instagram A post shared by Ásmundarsalur (@asmundarsalur)
Ráðherra í Ásmundarsal Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er svona myndlistarannáll“ Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum. 3. desember 2021 13:31 Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
„Þetta er svona myndlistarannáll“ Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum. 3. desember 2021 13:31
Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45