Jólamolar: Fræsihefill, ferðalög og frönskunámskeið á óskalistanum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. desember 2021 09:01 Halldór Laxness Halldórsson eða Dóri DNA segist njóta þess að upplifa jólin í gegnum börnin sín. Þá kann hann einnig að meta birtuna sem fylgir með jólunum í annars myrkasta skammdeginu. Vísir/Vilhelm Uppistandarinn, rithöfundurinn og kaffihúsaeigandinn Dóri DNA minnist þess með hlýhug þegar hann fékk Hyundai 166 mhz pentium tölvu í jólagjöf sem barn og er það ein af hans uppáhalds jólaminningum. Í dag þykir honum hins vegar lang skemmtilegast að upplifa jólin í gegnum börnin sín og skapa minningar með þeim. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég held að ég sé bara jólabarn eins og hver annar. Hef gaman af öllu þessu umstangi og birtunni sem verður í myrkasta skammdeginu.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég á mjög hlýjar minningar sem ég bind við gjafir sem foreldrar mínir gáfu mér sem barn. Sérstaklega var það Hyundai 166 mhz pentium tölva sem þau gáfu mér sem breytti ansi miklu. Í seinni tíð hefur það verið að upplifa jólin í gegnum börnin mín. Það finnst mér það allra skemmtilegasta. Svo var gaman sem ungur maður að fara með vinum sínum á Lord of the Rings í bíó, þrjú jól í röð.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Hyundai 166 mhz pentum tölva með henni fylgdi Tomb Raider tölvuleikur og svo eignaðist ég Winamp sem spilaði Mp3 og þar hlustaði ég meðal annars á lagið Fita með Dialectics úr Árbænum. Árið 1999 var gjöfult.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Sem maður í yfirstærð er alltaf sárt að fá föt sem eru of lítil.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Að spila á jóladag eða annan í jólum, þegar maður þvær mesta hátíðaróþverrann framan úr sér.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Þú komst með jólin til mín.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Hringadróttinssaga kemur mér í skapið, einhverra hluta vegna.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Borðaði alltaf rjúpur, svo stundum önd. En núna erum við komin í Wellington.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Kindle, fræsihefil, frönskunámskeið og ferðalag.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Þegar mamma mín spilar jólaoritoríuna, rétt fyrir klukkan sex.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Bara taka á móti gestum á kaffihúsinu og vínbarnum mínum Mikka Ref og reyna skrifa eitthvað af þeim átján verkefnum sem ég er með opin í tölvunni samhliða.“ „Í ár hlakka ég sérstaklega til í að finna lítið og eldgamalt verkfæri í skúffunni hennar mömmu sem kemur úr Gljúfrasteini. Það er upptakari sem hefur þann fítus að halda flöskunni sem er opnuð með honum lokaðri líka.“ „Við náum í þetta ég og móðir mín og hlæjum eins og vitleysingar því þetta minnir okkur á ömmu Auju - Auði Laxness og hennar búralegustu hliðar.“ „Og ég hlakka sérstaklega til að finna þessa hlýju á aðfangadagskvöld í ár.“ Jólamolar 2021 Jólalög Jólamatur Jól Tengdar fréttir Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla? 11. desember 2021 09:00 Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati. 10. desember 2021 09:00 Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið. 8. desember 2021 09:01 Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01 Jólamolar: Alveg til í að fara á sakaskrá fyrir það að kveikja í jólageitinni Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist vera meiri Grinch en fólk heldur. Hún geti aftur á móti nýtt sér leiklistina til þess að finna jólabarnið innra með sér. Þessa dagana er hún á fullu að æfa fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins, Framúrskarandi vinkona, sem frumsýnd verður á annan í jólum. 6. desember 2021 09:00 Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég held að ég sé bara jólabarn eins og hver annar. Hef gaman af öllu þessu umstangi og birtunni sem verður í myrkasta skammdeginu.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég á mjög hlýjar minningar sem ég bind við gjafir sem foreldrar mínir gáfu mér sem barn. Sérstaklega var það Hyundai 166 mhz pentium tölva sem þau gáfu mér sem breytti ansi miklu. Í seinni tíð hefur það verið að upplifa jólin í gegnum börnin mín. Það finnst mér það allra skemmtilegasta. Svo var gaman sem ungur maður að fara með vinum sínum á Lord of the Rings í bíó, þrjú jól í röð.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Hyundai 166 mhz pentum tölva með henni fylgdi Tomb Raider tölvuleikur og svo eignaðist ég Winamp sem spilaði Mp3 og þar hlustaði ég meðal annars á lagið Fita með Dialectics úr Árbænum. Árið 1999 var gjöfult.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Sem maður í yfirstærð er alltaf sárt að fá föt sem eru of lítil.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Að spila á jóladag eða annan í jólum, þegar maður þvær mesta hátíðaróþverrann framan úr sér.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Þú komst með jólin til mín.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Hringadróttinssaga kemur mér í skapið, einhverra hluta vegna.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Borðaði alltaf rjúpur, svo stundum önd. En núna erum við komin í Wellington.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Kindle, fræsihefil, frönskunámskeið og ferðalag.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Þegar mamma mín spilar jólaoritoríuna, rétt fyrir klukkan sex.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Bara taka á móti gestum á kaffihúsinu og vínbarnum mínum Mikka Ref og reyna skrifa eitthvað af þeim átján verkefnum sem ég er með opin í tölvunni samhliða.“ „Í ár hlakka ég sérstaklega til í að finna lítið og eldgamalt verkfæri í skúffunni hennar mömmu sem kemur úr Gljúfrasteini. Það er upptakari sem hefur þann fítus að halda flöskunni sem er opnuð með honum lokaðri líka.“ „Við náum í þetta ég og móðir mín og hlæjum eins og vitleysingar því þetta minnir okkur á ömmu Auju - Auði Laxness og hennar búralegustu hliðar.“ „Og ég hlakka sérstaklega til að finna þessa hlýju á aðfangadagskvöld í ár.“
Jólamolar 2021 Jólalög Jólamatur Jól Tengdar fréttir Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla? 11. desember 2021 09:00 Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati. 10. desember 2021 09:00 Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið. 8. desember 2021 09:01 Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01 Jólamolar: Alveg til í að fara á sakaskrá fyrir það að kveikja í jólageitinni Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist vera meiri Grinch en fólk heldur. Hún geti aftur á móti nýtt sér leiklistina til þess að finna jólabarnið innra með sér. Þessa dagana er hún á fullu að æfa fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins, Framúrskarandi vinkona, sem frumsýnd verður á annan í jólum. 6. desember 2021 09:00 Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla? 11. desember 2021 09:00
Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati. 10. desember 2021 09:00
Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið. 8. desember 2021 09:01
Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01
Jólamolar: Alveg til í að fara á sakaskrá fyrir það að kveikja í jólageitinni Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist vera meiri Grinch en fólk heldur. Hún geti aftur á móti nýtt sér leiklistina til þess að finna jólabarnið innra með sér. Þessa dagana er hún á fullu að æfa fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins, Framúrskarandi vinkona, sem frumsýnd verður á annan í jólum. 6. desember 2021 09:00