Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2021 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihluti þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, eða 62 af hundrað og einum. Tuttugu og fjórir liggja inni á Landspítlanum og það fjölgaði á gjörgæslu yfir helgina þar sem nú eru fimm og þar af fjórir í öndunarvél. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum sem verða líklega kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun þar sem núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag. Hann telur minna svigrúm fyrir tilslakanir vegna óvissu sem fylgir omíkron afbrgiðinu. „Ég held að það setji okkur aðeins í biðstöðu. Það væri óvarlegt að fara í miklar tilslakanir og lenda svo í því að fá þetta nýja afbrigði algjörlega í bakið,“ segir Þórólfur Guðnason. Búast má við að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fari yfir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi á morgun.vísir/Vilhelm Þrettán hafa greinst með omíkron hér á landi. Þar af eru tólf bólusettir og tveir hafa auk þess fengið örvunarskammt. Þórólfur segir of fáa hafa smitast til þess að hægt sé að draga ályktanir um virkni bóluefna eða örvunarskammts gegn afbrigðinu en unnið er að rannsóknum. „Það munu væntanlega koma niðurstöður úr því um næstu helgi eða í næstu viku,“ segir Þórólfur. Enginn úr hópi þeirra sem hafa smitast af afbrigðinu hér á landi er alvarlega veikur. Þórólfur segir of snemmt að segja hvort það valdi vægari einkennum þrátt fyrir að það hafi verið í umræðunni. „Það var líka talað um delta afbrigðið þannig þegar það byrjaði. Það var líka talað um þetta þannig þegar faraldurinn byrjaði. Fyrstu dagana voru menn að velta fyrir sér hvort þetta væri nokkuð eitthvað. Svo fór þetta að koma hægt og bítandi. Þannig ég held að það sé ekki ráðlegt að vera fullyrða neitt eins og staðan er núna.“ Örvunarskammtar virðast að minnsta kosti virka almennt afar vel samkvæmt tölfræði sem hefur verið birt á vefsíðu covid. „Þar kemur glöggt í ljós að örvunarskammturinn veitir um það bil níutíu prósent meiri vernd en skammtur tvö hjá fullorðnum.“ Hér má sjá mun á nýgengni miðað við bólusetningu.covid.is Um þriðjungur þeirra sem eru nú í einangrun eru börn. Þórólfur segir sömu tölfræði sýna að grunnbólusetning þeirra veiti betri vernd en hjá fullorðnum og enn er því ekki verið skoða örvunarskammta fyrir þau. Bólusetning barna undir tólf ára aldri er hins vegar enn til skoðunar. „Við erum búin að vera ræða það við ýmsa sérfræðinga og fara í gegnum það og hvernig framkvæmdin gæti orðið. En það hefur ekkert endanlega verið ákveðið.“ Hvenær verður tekin ákvörðun? „Bara fljótlega myndi ég halda,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Meirihluti þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, eða 62 af hundrað og einum. Tuttugu og fjórir liggja inni á Landspítlanum og það fjölgaði á gjörgæslu yfir helgina þar sem nú eru fimm og þar af fjórir í öndunarvél. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu aðgerðum sem verða líklega kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun þar sem núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag. Hann telur minna svigrúm fyrir tilslakanir vegna óvissu sem fylgir omíkron afbrgiðinu. „Ég held að það setji okkur aðeins í biðstöðu. Það væri óvarlegt að fara í miklar tilslakanir og lenda svo í því að fá þetta nýja afbrigði algjörlega í bakið,“ segir Þórólfur Guðnason. Búast má við að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fari yfir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi á morgun.vísir/Vilhelm Þrettán hafa greinst með omíkron hér á landi. Þar af eru tólf bólusettir og tveir hafa auk þess fengið örvunarskammt. Þórólfur segir of fáa hafa smitast til þess að hægt sé að draga ályktanir um virkni bóluefna eða örvunarskammts gegn afbrigðinu en unnið er að rannsóknum. „Það munu væntanlega koma niðurstöður úr því um næstu helgi eða í næstu viku,“ segir Þórólfur. Enginn úr hópi þeirra sem hafa smitast af afbrigðinu hér á landi er alvarlega veikur. Þórólfur segir of snemmt að segja hvort það valdi vægari einkennum þrátt fyrir að það hafi verið í umræðunni. „Það var líka talað um delta afbrigðið þannig þegar það byrjaði. Það var líka talað um þetta þannig þegar faraldurinn byrjaði. Fyrstu dagana voru menn að velta fyrir sér hvort þetta væri nokkuð eitthvað. Svo fór þetta að koma hægt og bítandi. Þannig ég held að það sé ekki ráðlegt að vera fullyrða neitt eins og staðan er núna.“ Örvunarskammtar virðast að minnsta kosti virka almennt afar vel samkvæmt tölfræði sem hefur verið birt á vefsíðu covid. „Þar kemur glöggt í ljós að örvunarskammturinn veitir um það bil níutíu prósent meiri vernd en skammtur tvö hjá fullorðnum.“ Hér má sjá mun á nýgengni miðað við bólusetningu.covid.is Um þriðjungur þeirra sem eru nú í einangrun eru börn. Þórólfur segir sömu tölfræði sýna að grunnbólusetning þeirra veiti betri vernd en hjá fullorðnum og enn er því ekki verið skoða örvunarskammta fyrir þau. Bólusetning barna undir tólf ára aldri er hins vegar enn til skoðunar. „Við erum búin að vera ræða það við ýmsa sérfræðinga og fara í gegnum það og hvernig framkvæmdin gæti orðið. En það hefur ekkert endanlega verið ákveðið.“ Hvenær verður tekin ákvörðun? „Bara fljótlega myndi ég halda,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira