Körfuboltakvöld um Þór Ak.: „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 09:00 Átta töp í röð og það er komin fallfnykur af Þórsurum. Vísir/Bára Dröfn Frammistaða Þórs Akureyrar í tapinu gegn Breiðabliki um helgina var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Mikill fallfnykur er af Þórsurum sem þurfa að girða sig í brók ef liðið ætlar ekki að spila í 1. deild á næstu leiktíð. „Þetta var svo stórt augnablik fyrir Þórsara. Ekkert gengið, loksins með fullskipað lið. Fara í Smárann í bullandi fallbaráttu og Frikki, þetta er varnarleikurinn og ákefðin sem var boðið upp á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er myndir af varnarleik Akureyringa voru spilaðar. „Blikarnir skora alltaf mikið og Þórsarar með þessum breytingum sem hafa verið gerðar, voru bara ekki tilbúnir í þessi hlaup og svona hátt stigaskor. Það hefur verið þannig gegn Blikum að það þarf að skora 110 til 112 stig til að vinna þá og þetta Þórslið hefur ekki burði til þess,“ svaraði Friðrik Ragnarsson. „Enginn vilji,“ sögðu þeir Kjartan Atli og Friðrik í kór um frákast sem Everage Lee Richardson náði þar sem hann þurfti að hlaupa 6-7 metra til að ná boltanum en samt sem áður var enginn Þórsari sjáanlegur. „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur,“ bætti Friðrik við. Klippa: Körfuboltakvöld: Fallfnykur af Þór Akureyri „Þessi frammistaða, þeir myndu ekki vinna 1. deildina. Þetta er það lélegt. Þegar það er enginn löngun og enginn vilji fyrir hendi þá er þetta bara falllið. Sorglegt, bara í byrjun desember,“ sagði Teitur Örlygsson að endingu. Þór Akureyri er á botni Subway-deildar karla í körfubolta með 0 stig að loknum 8 leikjum. Ljósglætan við enda ganganna er sú að næstu þrjú lið þar fyrir ofan - Vestri, ÍR og Breiðablik - eru öll með fjögur stig. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Körfuboltakvöld Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
„Þetta var svo stórt augnablik fyrir Þórsara. Ekkert gengið, loksins með fullskipað lið. Fara í Smárann í bullandi fallbaráttu og Frikki, þetta er varnarleikurinn og ákefðin sem var boðið upp á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er myndir af varnarleik Akureyringa voru spilaðar. „Blikarnir skora alltaf mikið og Þórsarar með þessum breytingum sem hafa verið gerðar, voru bara ekki tilbúnir í þessi hlaup og svona hátt stigaskor. Það hefur verið þannig gegn Blikum að það þarf að skora 110 til 112 stig til að vinna þá og þetta Þórslið hefur ekki burði til þess,“ svaraði Friðrik Ragnarsson. „Enginn vilji,“ sögðu þeir Kjartan Atli og Friðrik í kór um frákast sem Everage Lee Richardson náði þar sem hann þurfti að hlaupa 6-7 metra til að ná boltanum en samt sem áður var enginn Þórsari sjáanlegur. „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur,“ bætti Friðrik við. Klippa: Körfuboltakvöld: Fallfnykur af Þór Akureyri „Þessi frammistaða, þeir myndu ekki vinna 1. deildina. Þetta er það lélegt. Þegar það er enginn löngun og enginn vilji fyrir hendi þá er þetta bara falllið. Sorglegt, bara í byrjun desember,“ sagði Teitur Örlygsson að endingu. Þór Akureyri er á botni Subway-deildar karla í körfubolta með 0 stig að loknum 8 leikjum. Ljósglætan við enda ganganna er sú að næstu þrjú lið þar fyrir ofan - Vestri, ÍR og Breiðablik - eru öll með fjögur stig. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Körfuboltakvöld Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum