Undarlegt að starfsfólk þurfi að eiga við drukkna unglingahópa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 18:37 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaupa. Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir undarlegt að starfsfólk verslunarkeðjunnar þurfi að eiga við hópa af drukknum unglingum í og við verslanirnar. Í haust hafa komið upp nokkur alvarleg atvik við verslanir Hagkaupa. Framkvæmdastjórinn kann ekki öruggar skýringar á því, en veltir upp styttum opnunartíma í miðbænum, Covid-þreytu eða breyttum uppeldisáherslum. „Maður spyr sig. Manni finnst skrýtið að við séum að díla við stóra hópa af 14 og 15 ára unglingum undir áhrifum áfengis á miðvikudagskvöldum klukkan sjö,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, í samtali við Vísi. Þar vísar hann til þess að oft hópist unglingar að verslunum Hagkaupa í aðdraganda skólaballa eða annarra viðburða í hverfum hvar búðirnar eru staðsettar. Þá hafi stundum orðið uppákomur á borð við þá sem varð í nótt, þegar ungur maður réðst á öryggisvörð í Hagkaupsverslun í Spönginni í Grafarvogi. Í síðasta mánuði varð þá stunguárás fyrir utan Hagkaup í Garðabæ, þar sem einn særðist alvarlega. Sigurður segist þó ekki geta slegið því föstu að uppákomum sem þessum hafi fjölgað upp á síðkastið. „Ég held að það sé nú ekkert mikið trend í gangi en maður er dálitlu í sjokki hvernig þetta er farið að verða harkalegra en maður á að venjast,“ segir Sigurður. Þetta rímar við umræður sem spunnist hafa í umræðuhópum íbúa þeirra hverfa þar sem uppákomurnar hafa orðið. Þaninig hafa foreldrar í Facebook-hópi fyrir íbúa í Grafarvogi lýst áhyggjum af atvikinu sem átti sér stað í Spönginni í nótt. Erfitt að benda á eina skýringu Sigurður segir ekki auðvelt að festa hendur á skýringar þess að ungt fólk safnist saman fyrir utan verslanirnar, stundum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann veltir því þó upp að skertur opnunartími skemmti- og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur valdi þessu, eða einfaldlega langvinn Covid-þreyta unga fólksins, sem brjótist út með þessum hætti. „Maður hugsar ýmislegt, en svo veltir maður líka fyrir sér þróun á uppeldi og öðru. Hvort það sé að slakna í rólegheitunum á einhverjum gildum sem voru sterkari áður fyrr,“ segir Sigurður. Hann nefnir sérstaklega verslunina í Garðabæ, sem er önnur tveggja sem opin er allan sólarhringinn. „Það hefur verið fjör í kringum Garðabæinn. Krakkar eru að safnast saman þarna í hverfinu, því miðbærinn er að loka og veitingastaðir að loka. Þá verður kannski fyrir valinu bílageymslan í Garðabæ sem er nálægt búðinni okkar og þar fara hópar að safnast saman. Síðan verða kannski átök sem tengjast búðinni ekki beint.“ Sigurður segir að við slíkar aðstæður hafi fólk til að mynda leitað aðstoðar í versluninni, líkt og eftir stunguárásina í nóvember. „Þetta er kannski hluti af þessum breyttu tímum þegar miðbærinn lokar fyrr. Lögreglan finnur fyrir minni látum í miðbænum og átökin færast kannski í úthverfin.“ Vonar að jólatíðin rói mannskapinn Sigurður segir lítið hægt að gera, annað en að haga mönnun verslana eftir aðstæðum. „Áhættustýra eftir dögum, það höfum við alltaf gert, og haft mismarga og misöfluga öryggisverði á vakt.“ Hann segist þó ekki telja að um einhverja óafturkræfa þróun sé að ræða. „Ég held að þetta sé tilfallandi og einhver pirringur í gangi. Við skoðum öll tilvik, hvert og eitt, og metum þau bara,“ segir Sigurður. Hann telur þó mál að linni og segir nóg komið af uppákomum í kringum verslanirnar. „Ég vona bara að menn fari að róast og taka upp léttari jólaanda.“ Lögreglumál Verslun Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
„Maður spyr sig. Manni finnst skrýtið að við séum að díla við stóra hópa af 14 og 15 ára unglingum undir áhrifum áfengis á miðvikudagskvöldum klukkan sjö,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, í samtali við Vísi. Þar vísar hann til þess að oft hópist unglingar að verslunum Hagkaupa í aðdraganda skólaballa eða annarra viðburða í hverfum hvar búðirnar eru staðsettar. Þá hafi stundum orðið uppákomur á borð við þá sem varð í nótt, þegar ungur maður réðst á öryggisvörð í Hagkaupsverslun í Spönginni í Grafarvogi. Í síðasta mánuði varð þá stunguárás fyrir utan Hagkaup í Garðabæ, þar sem einn særðist alvarlega. Sigurður segist þó ekki geta slegið því föstu að uppákomum sem þessum hafi fjölgað upp á síðkastið. „Ég held að það sé nú ekkert mikið trend í gangi en maður er dálitlu í sjokki hvernig þetta er farið að verða harkalegra en maður á að venjast,“ segir Sigurður. Þetta rímar við umræður sem spunnist hafa í umræðuhópum íbúa þeirra hverfa þar sem uppákomurnar hafa orðið. Þaninig hafa foreldrar í Facebook-hópi fyrir íbúa í Grafarvogi lýst áhyggjum af atvikinu sem átti sér stað í Spönginni í nótt. Erfitt að benda á eina skýringu Sigurður segir ekki auðvelt að festa hendur á skýringar þess að ungt fólk safnist saman fyrir utan verslanirnar, stundum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann veltir því þó upp að skertur opnunartími skemmti- og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur valdi þessu, eða einfaldlega langvinn Covid-þreyta unga fólksins, sem brjótist út með þessum hætti. „Maður hugsar ýmislegt, en svo veltir maður líka fyrir sér þróun á uppeldi og öðru. Hvort það sé að slakna í rólegheitunum á einhverjum gildum sem voru sterkari áður fyrr,“ segir Sigurður. Hann nefnir sérstaklega verslunina í Garðabæ, sem er önnur tveggja sem opin er allan sólarhringinn. „Það hefur verið fjör í kringum Garðabæinn. Krakkar eru að safnast saman þarna í hverfinu, því miðbærinn er að loka og veitingastaðir að loka. Þá verður kannski fyrir valinu bílageymslan í Garðabæ sem er nálægt búðinni okkar og þar fara hópar að safnast saman. Síðan verða kannski átök sem tengjast búðinni ekki beint.“ Sigurður segir að við slíkar aðstæður hafi fólk til að mynda leitað aðstoðar í versluninni, líkt og eftir stunguárásina í nóvember. „Þetta er kannski hluti af þessum breyttu tímum þegar miðbærinn lokar fyrr. Lögreglan finnur fyrir minni látum í miðbænum og átökin færast kannski í úthverfin.“ Vonar að jólatíðin rói mannskapinn Sigurður segir lítið hægt að gera, annað en að haga mönnun verslana eftir aðstæðum. „Áhættustýra eftir dögum, það höfum við alltaf gert, og haft mismarga og misöfluga öryggisverði á vakt.“ Hann segist þó ekki telja að um einhverja óafturkræfa þróun sé að ræða. „Ég held að þetta sé tilfallandi og einhver pirringur í gangi. Við skoðum öll tilvik, hvert og eitt, og metum þau bara,“ segir Sigurður. Hann telur þó mál að linni og segir nóg komið af uppákomum í kringum verslanirnar. „Ég vona bara að menn fari að róast og taka upp léttari jólaanda.“
Lögreglumál Verslun Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira