Skýrsla um lætin í kringum úrslitaleik EM: Heppni að engin lést eða slasaðist lífshættulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2021 08:02 Þegar allt lék í lyndi á Wembley. Laurence Griffiths/Getty Images Mikil ölvun og gríðarlegar óspektir áttu sér stað í Lundúnum er England og Ítalía mættust í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar. Í skýrslu um leikinn kemur fram að fólk hefði getað dáið í ólátunum. Eftir að komast í undanúrslit á HM árið 2018 komst England alla leið í úrslitaleik EM í sumar og það á Wembley, heimavelli sínum í Lundúnum. Það var því eðlilega gríðarleg eftirvænting fyrir leiknum en snemma á leikdag var ljóst að stefndi í óefni. „Sem betur fer tapaði England,“ sagði starfsmaður öryggisgæslu Wembley-leikvangsins um leikinn sem Ítalía vann eftir vítaspyrnukeppni. Starfsmaðurinn telur að gæslan á vellinum hefði aldrei átt möguleika gegn ensku stuðningsfólki er það hefði ruðst inn á völlinn ef England hrósað sigri. A day that should have been a celebration but ended up being a source of national shame .Explained: The #EURO2020 final review What exactly happened on Euro Sunday ? What were the key findings? What must be learned from this? @mjshrimperhttps://t.co/6OymYYIT76— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 4, 2021 The Athletic hefur undir höndum 128 blaðsíðna skýrslu um 11. júlí síðastliðinn, dag sem hefði getað endað mun verr en raun ber vitni. Dagur sem margir Englendingar horfa á sem svartan blett í knattspyrnusögu þjóðarinnar sem og dag sem gæti komið í veg fyrir að England fái að halda HM á næstu árum, eitthvað sem þjóðin hefur ekki gert síðan árið 1966. Ónefndur stuðningsmaður Englands grýtir einhverju upp í loftið.Dave J Hogan/Getty Images Í kjölfar vítaspyrnukeppninnar fylltust samfélagsmiðlar af kynþáttafordómum í garð þeirra þriggja leikmanna enska liðsins sem tókst ekki að skora úr spyrnum sínum. Ringulreiðin, óreiðan og ólætin í Lundúnum vakti sömuleiðis athygli. Minnti þetta fólk á forðum daga er enskar boltabullur stálu fyrirsögnunum stórmót eftir stórmót. „Atburðir sem áttu sér stað á Wembley-leikvanginum þann 11. júlí hefðu getað farið ver. Ég er viss um að við vorum nálægt dauðsföllum og/eða lífshættulegum meiðslum þeirra sem voru meðal áhorfenda,“ segir í byrjun skýrslunnar. Er verið að vitna í þá tugi þúsunda sem mættu fyrir utan Wembley án þess að eiga miða og gerðu sitt besta til að brjótast inn á leikvanginn á ákveðnum tímapunkti. Girðingarnar sáu aldrei til sólar.Getty Images Áfengisneysla var óhófleg, miklar skemmdir urðu á eignum, stuðningsfólk slóst innbyrðis sem og við lögreglu eða öryggisverði. Kynþáttaníð og fordómar heyrðust víða og þá sást fjöldinn allur af fólki taka eiturlyf þó svo að myndavélar væru að taka upp herlegheitin. Talið er að nær engar líkur séu að England og Írlandi fái að halda HM 2030 eftir ömurlegheitin í Lundúnum þann 11. júlí. Ekki eina blysið sem var tendrað þennan daginn.Dave J Hogan/Getty Images Götur Lundúna minntu einna helst á ruslatunnu að leik loknum.Dan Kitwood/Getty Images Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira
Eftir að komast í undanúrslit á HM árið 2018 komst England alla leið í úrslitaleik EM í sumar og það á Wembley, heimavelli sínum í Lundúnum. Það var því eðlilega gríðarleg eftirvænting fyrir leiknum en snemma á leikdag var ljóst að stefndi í óefni. „Sem betur fer tapaði England,“ sagði starfsmaður öryggisgæslu Wembley-leikvangsins um leikinn sem Ítalía vann eftir vítaspyrnukeppni. Starfsmaðurinn telur að gæslan á vellinum hefði aldrei átt möguleika gegn ensku stuðningsfólki er það hefði ruðst inn á völlinn ef England hrósað sigri. A day that should have been a celebration but ended up being a source of national shame .Explained: The #EURO2020 final review What exactly happened on Euro Sunday ? What were the key findings? What must be learned from this? @mjshrimperhttps://t.co/6OymYYIT76— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 4, 2021 The Athletic hefur undir höndum 128 blaðsíðna skýrslu um 11. júlí síðastliðinn, dag sem hefði getað endað mun verr en raun ber vitni. Dagur sem margir Englendingar horfa á sem svartan blett í knattspyrnusögu þjóðarinnar sem og dag sem gæti komið í veg fyrir að England fái að halda HM á næstu árum, eitthvað sem þjóðin hefur ekki gert síðan árið 1966. Ónefndur stuðningsmaður Englands grýtir einhverju upp í loftið.Dave J Hogan/Getty Images Í kjölfar vítaspyrnukeppninnar fylltust samfélagsmiðlar af kynþáttafordómum í garð þeirra þriggja leikmanna enska liðsins sem tókst ekki að skora úr spyrnum sínum. Ringulreiðin, óreiðan og ólætin í Lundúnum vakti sömuleiðis athygli. Minnti þetta fólk á forðum daga er enskar boltabullur stálu fyrirsögnunum stórmót eftir stórmót. „Atburðir sem áttu sér stað á Wembley-leikvanginum þann 11. júlí hefðu getað farið ver. Ég er viss um að við vorum nálægt dauðsföllum og/eða lífshættulegum meiðslum þeirra sem voru meðal áhorfenda,“ segir í byrjun skýrslunnar. Er verið að vitna í þá tugi þúsunda sem mættu fyrir utan Wembley án þess að eiga miða og gerðu sitt besta til að brjótast inn á leikvanginn á ákveðnum tímapunkti. Girðingarnar sáu aldrei til sólar.Getty Images Áfengisneysla var óhófleg, miklar skemmdir urðu á eignum, stuðningsfólk slóst innbyrðis sem og við lögreglu eða öryggisverði. Kynþáttaníð og fordómar heyrðust víða og þá sást fjöldinn allur af fólki taka eiturlyf þó svo að myndavélar væru að taka upp herlegheitin. Talið er að nær engar líkur séu að England og Írlandi fái að halda HM 2030 eftir ömurlegheitin í Lundúnum þann 11. júlí. Ekki eina blysið sem var tendrað þennan daginn.Dave J Hogan/Getty Images Götur Lundúna minntu einna helst á ruslatunnu að leik loknum.Dan Kitwood/Getty Images
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira