Fyrsti skíðadagurinn á Siglufirði í fallegu veðri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2021 14:36 Fallegt veður er á Siglufirði í dag, eins og víða annars staðar. Talsvert frost og heiðskírt. Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar í dag í fyrsta sinn í vetur. Forstöðumaður svæðisins segist hafa fundið fyrir mikilli tilhlökkun meðal bæjarbúa og dagurinn sé fullkominn til skíðamennsku. Mikið frost er víða á landinu í dag en það er í kring um þrjár, fjórar gráður á Siglufirði þessa stundina. Það er heiðskírt fyrir norðan og fallegt um að líta. Egill Rögnvaldsson, forstöðumaður skíðasvæðisins Skarðdals, segir mikinn létti að geta opnað í dag og vonast til þess að veturinn verði góður. „Það er yfirleitt á þessum tíma, 1. til 10. desember, sem við erum að opna. En þetta er mikið fyrr núna en í fyrra, við opnuðum ekki fyrr en um jólin í fyrra þannig að þetta lítur vel út,“ segir Egill. Egill vonast til að fólk nýti sér daginn og mæti í brekkuna.Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Svæðið opnar klukkan 12, og bara ein lyfta til að byrja með en vel gæti verið að önnur verði opnuð þegar líður á daginn. Egill segist gera ráð fyrir að fjöldi fólks muni sækja í brekkuna. „Það er mikill áhugi fyrir því að koma í fjallið í dag. Ég er búinn að finna fyrir því alla vikuna,“ segir Egill. „Þetta eru náttúrulega búnir að vera skrítnir tveir vetur út af Covid-inu og það eru allir orðnir þyrstir í að komast á skíði.“ Gerir ráð fyrir að geta haft opið á morgun líka Grímuskylda er í kring um afgreiðsluna og skíðaskálann og er fólk beðið um að tryggja að safnast ekki saman í stærri hópum en fimmtíu. Egill segir að í raun gildi bara sömu sóttvarnareglur á skíðasvæðinu og annars staðar. Veðurspáin bendir til að verra veður verði á morgun en í dag og er spáð suðaustan stormi eða hvassviðri. Egill segist þó gera ráð fyrir að geta haldið skíðasvæðinu opnu á morgun líka. „Suðaustanáttin hér á Siglufirði er bara fín. Þannig að ég er bjartsýnn á að verði opið bæði í dag og á morgun,“ segir Egill. „Aðstæður eru mjög góðar í troðnum brekkum. Það er ekki mikill snjór fyrir utan troðnu brekkurnar þannig að fólk verður bara að halda sig í troðnum brekkum og þá verður þetta flott í dag.“ Hann segist feginn því að starfsemi skíðasvæðisins sé komin aftur af stað. „Þetta er búin að vera rosaleg þrautaganga með skíðasvæðin undanfarna tvo vetur, alveg hrikalega erfitt. Við vonum bara að við fáum normal vetur, ég bið ekki um meira. Áttatíu til níutíu dagar opnir og þá erum við góð.“ Skíðasvæði Fjallabyggð Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikið frost er víða á landinu í dag en það er í kring um þrjár, fjórar gráður á Siglufirði þessa stundina. Það er heiðskírt fyrir norðan og fallegt um að líta. Egill Rögnvaldsson, forstöðumaður skíðasvæðisins Skarðdals, segir mikinn létti að geta opnað í dag og vonast til þess að veturinn verði góður. „Það er yfirleitt á þessum tíma, 1. til 10. desember, sem við erum að opna. En þetta er mikið fyrr núna en í fyrra, við opnuðum ekki fyrr en um jólin í fyrra þannig að þetta lítur vel út,“ segir Egill. Egill vonast til að fólk nýti sér daginn og mæti í brekkuna.Aðsend/Skíðasvæðið Siglufirði Svæðið opnar klukkan 12, og bara ein lyfta til að byrja með en vel gæti verið að önnur verði opnuð þegar líður á daginn. Egill segist gera ráð fyrir að fjöldi fólks muni sækja í brekkuna. „Það er mikill áhugi fyrir því að koma í fjallið í dag. Ég er búinn að finna fyrir því alla vikuna,“ segir Egill. „Þetta eru náttúrulega búnir að vera skrítnir tveir vetur út af Covid-inu og það eru allir orðnir þyrstir í að komast á skíði.“ Gerir ráð fyrir að geta haft opið á morgun líka Grímuskylda er í kring um afgreiðsluna og skíðaskálann og er fólk beðið um að tryggja að safnast ekki saman í stærri hópum en fimmtíu. Egill segir að í raun gildi bara sömu sóttvarnareglur á skíðasvæðinu og annars staðar. Veðurspáin bendir til að verra veður verði á morgun en í dag og er spáð suðaustan stormi eða hvassviðri. Egill segist þó gera ráð fyrir að geta haldið skíðasvæðinu opnu á morgun líka. „Suðaustanáttin hér á Siglufirði er bara fín. Þannig að ég er bjartsýnn á að verði opið bæði í dag og á morgun,“ segir Egill. „Aðstæður eru mjög góðar í troðnum brekkum. Það er ekki mikill snjór fyrir utan troðnu brekkurnar þannig að fólk verður bara að halda sig í troðnum brekkum og þá verður þetta flott í dag.“ Hann segist feginn því að starfsemi skíðasvæðisins sé komin aftur af stað. „Þetta er búin að vera rosaleg þrautaganga með skíðasvæðin undanfarna tvo vetur, alveg hrikalega erfitt. Við vonum bara að við fáum normal vetur, ég bið ekki um meira. Áttatíu til níutíu dagar opnir og þá erum við góð.“
Skíðasvæði Fjallabyggð Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira