Leggur landsliðsskóna á hilluna þar sem skrokkurinn þolir ekki álagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 18:05 Landsliðsskórnir eru farnir á hilluna. Vísir/Hulda Margrét Hornamaðurinn Arnór Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Brjóskeyðing í hægri mjöðm spilar þar hvað stærstan þátt en Arnór segir skrokkinn ekki ráða við það álag sem fylgir því að spila sem atvinnu- og landsliðsmaður. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið en Arnór var fyrirliði liðsins á HM í janúar á þessu ári. Arnór var valinn í 35 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar en sagði í viðtali við Akureyri.net að hann yrði ekki með á mótinu. Ástæðan er það álag sem atvinnu- og landsiðsmenn í handbolta eru að glíma við allt árið um kring. „Éger með brjóskeyðingu í hægri mjöðm og mjöðmin þolir ekki að ég leiki á tveggja eða þriðja daga fresti eins og landsliðið gerir á stórmóti eins og EM,“ sagði Arnór meðal annars í viðtali sínu. Orðinn 34 ára gamall Arnór hefur leikið sinn síðasta leik.Vísir/Vilhelm „Ég á eftir eitt og hálft ár af atvinnumannssamningi hér í Þýskalandi og verð að hugsa um að geta sinnt vinnunni sem best,“ segir Þórsarinn uppaldi sem leikur nú með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Samningur hans við félagið rennur út vorið 2023 og í kjölfarið mun hann verða hluti af þjálfarateymi félagsins. Hornamaðurinn knái hafði tilkynnt Guðmundi og HSÍ ákvörðun sína áður en sætið á EM var tryggt. Hann samþykkti þó að vera hluti af 35 manna hópi fyrir EM í janúar ef svo færi að „allir hinir þrír hornamennirnir meiddust eða heltust einhverra hluta vegna úr lestinni í miðju móti þá gæti ég hjálpað til,“ sagði Arnór en tók fram að hann gæfi að öðru leyti ekki kost á sér. Þakklæti efst í huga Í viðtali sínu við Akureyri.net segist Arnór vera stoltur að hafa leikið jafn marga landsleiki og raun ber vitni. Alls lék hann 120 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var fyrst valinn í liðið af Guðmundi árið 2008 og lék þá nokkra leiki. Aron Kristjánsson tók Arnór svo með á HM á Spáni árið 2013. „Hápunkturinn með landsliðinu var EM í Danmörku árið eftir þar sem við lentum í 5. sæti.“ Þá lék hann einnig undir stjórn Geirs Sveinssonar og svo Guðmundar á ný. „Hápunkturinn hjá mér persónulega var á HM í Þýskalandi 2019. Árangur liðsins var reyndar ekkert frábær, við lentum í 14. sæti, en ég spilaði líklega best þá á landsliðsferlinum.“ „Það var, og er, mikill heiður að hafa spilað 120 landsleiki og fara á níu stórmót. Nú er þetta hins vegar orðið gott, ég verð að hugsa um heilsuna. Verð samt stuðningsmaður númer eitt í janúar. Ég fylgist vel með og verð klappstýra í sófanum heima,“ segir Arnór að endingu í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér. Arnór er hættur með landsliðinu.Vísir/Vilhelm Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira
Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið en Arnór var fyrirliði liðsins á HM í janúar á þessu ári. Arnór var valinn í 35 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar en sagði í viðtali við Akureyri.net að hann yrði ekki með á mótinu. Ástæðan er það álag sem atvinnu- og landsiðsmenn í handbolta eru að glíma við allt árið um kring. „Éger með brjóskeyðingu í hægri mjöðm og mjöðmin þolir ekki að ég leiki á tveggja eða þriðja daga fresti eins og landsliðið gerir á stórmóti eins og EM,“ sagði Arnór meðal annars í viðtali sínu. Orðinn 34 ára gamall Arnór hefur leikið sinn síðasta leik.Vísir/Vilhelm „Ég á eftir eitt og hálft ár af atvinnumannssamningi hér í Þýskalandi og verð að hugsa um að geta sinnt vinnunni sem best,“ segir Þórsarinn uppaldi sem leikur nú með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Samningur hans við félagið rennur út vorið 2023 og í kjölfarið mun hann verða hluti af þjálfarateymi félagsins. Hornamaðurinn knái hafði tilkynnt Guðmundi og HSÍ ákvörðun sína áður en sætið á EM var tryggt. Hann samþykkti þó að vera hluti af 35 manna hópi fyrir EM í janúar ef svo færi að „allir hinir þrír hornamennirnir meiddust eða heltust einhverra hluta vegna úr lestinni í miðju móti þá gæti ég hjálpað til,“ sagði Arnór en tók fram að hann gæfi að öðru leyti ekki kost á sér. Þakklæti efst í huga Í viðtali sínu við Akureyri.net segist Arnór vera stoltur að hafa leikið jafn marga landsleiki og raun ber vitni. Alls lék hann 120 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var fyrst valinn í liðið af Guðmundi árið 2008 og lék þá nokkra leiki. Aron Kristjánsson tók Arnór svo með á HM á Spáni árið 2013. „Hápunkturinn með landsliðinu var EM í Danmörku árið eftir þar sem við lentum í 5. sæti.“ Þá lék hann einnig undir stjórn Geirs Sveinssonar og svo Guðmundar á ný. „Hápunkturinn hjá mér persónulega var á HM í Þýskalandi 2019. Árangur liðsins var reyndar ekkert frábær, við lentum í 14. sæti, en ég spilaði líklega best þá á landsliðsferlinum.“ „Það var, og er, mikill heiður að hafa spilað 120 landsleiki og fara á níu stórmót. Nú er þetta hins vegar orðið gott, ég verð að hugsa um heilsuna. Verð samt stuðningsmaður númer eitt í janúar. Ég fylgist vel með og verð klappstýra í sófanum heima,“ segir Arnór að endingu í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér. Arnór er hættur með landsliðinu.Vísir/Vilhelm
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira