Þyngdu dóm fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2021 18:19 Brotin voru framin sumarið 2016 á um þriggja mánaða tímabili. Síðasta skiptið átti sér stað í Heiðmörk. Vísir / Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir manni sem á síðasta ári var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fötluðum skjólstæðingi sínum. Dómurinn var þyngdur úr tveimur árum í þrjú. Maðurinn var upphaflega dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí á síðasta ári. Hann var þá sakfelldur fyrir að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang og notfært sér þannig andlega og líkamlega fötlun hans en hinn dæmdi hafði starfað sem stuðningsfulltrúi brotaþola og annast hann í um áratug. Í dómi Landsréttar kemur fram að manninum hafi verið fullljós þroski og skilningur skjólstæðings síns og að brotaþoli hafi ekki við neinar aðstæður haft forsendur eða getu til að óska eftir eða gefa samþykki fyrir verknaði hins dæmda. Í dómnum er ennfremur sagt að maðurinn sé sakfelldur fyrir alvarleg brot gegn ungum fötluðum manni sem honum hafði verið trúað fyrir en hann hafi ítrekað nýtt sér algjört varnarleysi brotaþola og engu skeytt um hann og stöðu hans. Ásetningur hins dæmda til verksins var talinn sterkur. Í ákæru kemur fram að þolandinn sé með djúpa þroskahömlun, ódæmigerða einhverfu, heilalömum og flogaveiki og því hvorki getað spornað við háttsemi mannsins né skilið þýðingu hennar. Samkvæmt niðurstöðu matsmanna, sem fengnir voru til að leggja mat á hæfni brotaþola til að eiga samskipti við ákærða, hefur brotaþoli ekki hæfni til að láta í ljós sjálfstæðan vilja til kynmaka. Endurteknar athuganir á greindarþroska sýna vitsmunaþroska sem samsvarar þroska 18 mánaða barns og líklega yngra. Auk þess að dæma manninn í þriggja ára fangelsi var hann dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað málsins, 1,2 milljónir í skaðabætur til brotaþola auk málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. 14. júlí 2020 11:59 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Maðurinn var upphaflega dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí á síðasta ári. Hann var þá sakfelldur fyrir að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang og notfært sér þannig andlega og líkamlega fötlun hans en hinn dæmdi hafði starfað sem stuðningsfulltrúi brotaþola og annast hann í um áratug. Í dómi Landsréttar kemur fram að manninum hafi verið fullljós þroski og skilningur skjólstæðings síns og að brotaþoli hafi ekki við neinar aðstæður haft forsendur eða getu til að óska eftir eða gefa samþykki fyrir verknaði hins dæmda. Í dómnum er ennfremur sagt að maðurinn sé sakfelldur fyrir alvarleg brot gegn ungum fötluðum manni sem honum hafði verið trúað fyrir en hann hafi ítrekað nýtt sér algjört varnarleysi brotaþola og engu skeytt um hann og stöðu hans. Ásetningur hins dæmda til verksins var talinn sterkur. Í ákæru kemur fram að þolandinn sé með djúpa þroskahömlun, ódæmigerða einhverfu, heilalömum og flogaveiki og því hvorki getað spornað við háttsemi mannsins né skilið þýðingu hennar. Samkvæmt niðurstöðu matsmanna, sem fengnir voru til að leggja mat á hæfni brotaþola til að eiga samskipti við ákærða, hefur brotaþoli ekki hæfni til að láta í ljós sjálfstæðan vilja til kynmaka. Endurteknar athuganir á greindarþroska sýna vitsmunaþroska sem samsvarar þroska 18 mánaða barns og líklega yngra. Auk þess að dæma manninn í þriggja ára fangelsi var hann dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað málsins, 1,2 milljónir í skaðabætur til brotaþola auk málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. 14. júlí 2020 11:59 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. 14. júlí 2020 11:59