Börsungar misstigu sig gegn Real Betis Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. desember 2021 17:11 Real Betis vann góðan 0-1 sigur gegn Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Eric Alonso/Getty Images Real Betis tók stigin þrjú er liðið vann virkilega góðan 0-1 útisigur gegn Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Betis er nú sjö stigum fyror ofan Barcelona sem situr í sjöunda sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur var heldur bragðdaufur og hvorugu liðinu tókst að skapa sér nægilega góð marktækifæri til þess að brjóta ísinn. Heimamenn fí Barcelona voru meira með boltann, en staðan var 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Svipaða sögu er að segja af seinni hálfleik, en liðunum gekk enn erfiðlega að koma sér í opin marktækifæri. Það var ekki fyrr en að um tíu mínútur voru til leiksloka að ísinn var loksins brotinn. Þar var á ferðinni Juanmi fyrir Real Betis þegar hann skoraði laglegt merk eftir stoðsendingu frá Cristian Tello. Bördungar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð 0-1 sigur gestanna. Real Betis lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum með 30 stig eftir 16 leiki. Börsungar sitja hins vegar í sjöundasæti deildarinnar með 23 stig, 13 stigum á eftir toppliði Real Madrid. Fótbolti Spænski boltinn
Real Betis tók stigin þrjú er liðið vann virkilega góðan 0-1 útisigur gegn Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Betis er nú sjö stigum fyror ofan Barcelona sem situr í sjöunda sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur var heldur bragðdaufur og hvorugu liðinu tókst að skapa sér nægilega góð marktækifæri til þess að brjóta ísinn. Heimamenn fí Barcelona voru meira með boltann, en staðan var 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Svipaða sögu er að segja af seinni hálfleik, en liðunum gekk enn erfiðlega að koma sér í opin marktækifæri. Það var ekki fyrr en að um tíu mínútur voru til leiksloka að ísinn var loksins brotinn. Þar var á ferðinni Juanmi fyrir Real Betis þegar hann skoraði laglegt merk eftir stoðsendingu frá Cristian Tello. Bördungar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð 0-1 sigur gestanna. Real Betis lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum með 30 stig eftir 16 leiki. Börsungar sitja hins vegar í sjöundasæti deildarinnar með 23 stig, 13 stigum á eftir toppliði Real Madrid.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti