Bjóða stuðningsmönnum sínum upp á ókeypis húðflúr til að fagna titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 12:30 Dylan Borrero og M.Zaracho fagna titli Atletico Mineiro. Getty/Buda Mendes Atletico Mineiro varð brasilískur meistari í fótbolta á dögunum og það er óhætt að segja að félagið ætli að halda upp á þennan árangur með sérstökum hætti. Brasilíska félagið ætlar nefnilega að bjóða stuðningsmönnum sínum ókeypis húðflúr til að halda upp á langþráðan titil. New Brazilian soccer champions Atletico Mineiro are to treat fans with free tattoos to celebrate their first title win in half a century, a radio station in the club's home city of Belo Horizonte said on Thursday. https://t.co/EuPU3J8MMt— Reuters Sports (@ReutersSports) December 3, 2021 Útvarpsstöð í heimaborginni Belo Horizonte tilkynnti þetta í gær. Það er reyndar ekki félagið sjálft sem mun borgar fyrir þessa fjöldaframleiðslu á Atletico Mineiro húðflúrum heldur einn styrktaraðili félagsins. Það fylgdi ekki sögunni um hversu stór þessi húðflúr megi vera eða hvað má setja á sig og hvað ekki en það er verktakafyrirtækið MRV sem ætlar að borga fyrir ósköpin. Útvarpsstöðin Radio Itatiaia sagði að fjörið myndi byrja klukkan níu um morguninn og svo væri það bara fyrstir koma, fyrstir fá. FORTE, VINGADOR & CAMPEÃO! O @Atletico é o campeão brasileiro de 2021! Parabéns, Galo! pic.twitter.com/TIje0hqVeT— CBF Futebol (@CBF_Futebol) December 2, 2021 Atletico Mineiro var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár eða síðan 1971. Hulk og Diego Costa spila báðir með liðinu en liðið er búið að vinna titilinn þrátt fyrir að það séu enn tvær umferðir eftir. Costa, sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Atletico Madrid, kom til félagsins í ágúst síðastliðnum. Atletico Mineiro tryggði sér titilinn með 3-2 sigri á Bahia á útivelli en fjöldi fólks mætti á höfuðstöðvar félagsins sem og í miðborg Belo Horizonte til að horfa á leikinn á stórum skjám og svo fagna titlinum í leikslok. „Það eru fimmtíu ár síðan við unnum titilinn og það er langur tími. Núna verðum við að fanga,“ sagði Keno sem skoraði tvö mörk í þessum endurkomusigri en liðið lenti 2-0 undir eftir 66 mínútna leik. Un larga espera de ¡5 DÉCADAS! Atlético Mineiro es el equipo que más años tardó en volver a conquistar un título del #Brasileirao. pic.twitter.com/vEIwVBAkTr— SportsCenter (@SC_ESPN) December 2, 2021 Brasilía Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Brasilíska félagið ætlar nefnilega að bjóða stuðningsmönnum sínum ókeypis húðflúr til að halda upp á langþráðan titil. New Brazilian soccer champions Atletico Mineiro are to treat fans with free tattoos to celebrate their first title win in half a century, a radio station in the club's home city of Belo Horizonte said on Thursday. https://t.co/EuPU3J8MMt— Reuters Sports (@ReutersSports) December 3, 2021 Útvarpsstöð í heimaborginni Belo Horizonte tilkynnti þetta í gær. Það er reyndar ekki félagið sjálft sem mun borgar fyrir þessa fjöldaframleiðslu á Atletico Mineiro húðflúrum heldur einn styrktaraðili félagsins. Það fylgdi ekki sögunni um hversu stór þessi húðflúr megi vera eða hvað má setja á sig og hvað ekki en það er verktakafyrirtækið MRV sem ætlar að borga fyrir ósköpin. Útvarpsstöðin Radio Itatiaia sagði að fjörið myndi byrja klukkan níu um morguninn og svo væri það bara fyrstir koma, fyrstir fá. FORTE, VINGADOR & CAMPEÃO! O @Atletico é o campeão brasileiro de 2021! Parabéns, Galo! pic.twitter.com/TIje0hqVeT— CBF Futebol (@CBF_Futebol) December 2, 2021 Atletico Mineiro var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár eða síðan 1971. Hulk og Diego Costa spila báðir með liðinu en liðið er búið að vinna titilinn þrátt fyrir að það séu enn tvær umferðir eftir. Costa, sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Atletico Madrid, kom til félagsins í ágúst síðastliðnum. Atletico Mineiro tryggði sér titilinn með 3-2 sigri á Bahia á útivelli en fjöldi fólks mætti á höfuðstöðvar félagsins sem og í miðborg Belo Horizonte til að horfa á leikinn á stórum skjám og svo fagna titlinum í leikslok. „Það eru fimmtíu ár síðan við unnum titilinn og það er langur tími. Núna verðum við að fanga,“ sagði Keno sem skoraði tvö mörk í þessum endurkomusigri en liðið lenti 2-0 undir eftir 66 mínútna leik. Un larga espera de ¡5 DÉCADAS! Atlético Mineiro es el equipo que más años tardó en volver a conquistar un título del #Brasileirao. pic.twitter.com/vEIwVBAkTr— SportsCenter (@SC_ESPN) December 2, 2021
Brasilía Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira