Sveindís Jane komin í skærgrænt: Ég elska að skora mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 09:31 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skipt úr appelsínugulu í skærgrænt. Hér er hún í búningi Wolfsburg. Instagram/@sveindisss Þýska stórliðið Wolfsburg kynnti íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur til leiks á miðlum sínum í dag. Það má sjá myndir af henni sem og viðtal við hana á Youtube-síðu Wolfsburg. Sveindís Jane kvaddi íslenska landsliðið eftir sigur á Kýpur á þriðjudagskvöldið en þrátt fyrir að tímabilið sé búið hjá liðsfélögum hennar Kristianstad þá er í raun annað tímabil í fullum gangi hjá íslenska landsliðsframherjanum. Lánssamningur Sveindísar hjá Kristianstad rennur út um áramót og hún er að fara að spila með þýska liðsins Wolfsburg sem hafði samið við hana fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg bauð Sveindísi velkomna á miðlum sínum í gær og birti myndir af henni í skærgrænum búningi liðsins. Sveindís fær treyju númer 32 hjá Wolfsburg en hún hefur spilað númer 23 hjá íslenska landsliðinu og sænska liðinu. Þýska landsliðskonan Sara Doorsoun spilar hins vegar númer 23 hjá Wolfsburg. Sveindís kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Wolfsburg á Youtube-síðu félagsins. Hún talaði reyndar á ensku en mun eflaust fara strax að vinna í þýskunni. „Halló. Ég heiti Sveindís Jane Jónsdóttir, ég spila númer 32 og er framherji,“ byrjaði okkar kona en af hverju Wolfsburg? „Ég vildi spila fyrir virkilega gott lið og Wolfsburg er eitt besta lið í heimi. Ég er því mjög ánægð með að vera komin hingað,“ sagði Sveindís. „Ég spila sem framherji og elska að skora mörk. Ég er góð í því og ég er líka mjög fljót. Það eru vopnin sem ég hef,“ sagði Sveindís. „Ég myndi segja að ég sé vingjarnleg en ég get verið svolítið feimin. Þegar þú kynnist mér þá er ég ekki feimin lengur,“ sagði Sveindís. „Ég vil vinna alla leiki og ég spila fótbolta af því að sigurtilfinningin er svo góð. Ég vil kynnast þeirri tilfinningu í hvert skipti sem ég spila fótbolta,“ sagði Sveindís. „Það sem er mikilvægt er að við spilum saman sem eitt lið og séum góðar vinkonur. Við eigum síðan að fara inn á völlinn með það markmið að vinna alla leiki,“ sagði Sveindís. Sveindís kom að tíu mörkum í nítján deildarleikjum í Svíþjóð, skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Hún var einnig markahæsta landsliðskona Íslands á árinu 2021 með fjögur mörk eftir að hafa skorað í þremur síðustu landsleikjum ársins. Þýska deildin er spiluð yfir vetrartímann ólíkt því í Svíþjóð sem er í gangi yfir sumarið. Það má sjá viðtalið við Sveindísi hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dzK0cAF4tgo">watch on YouTube</a> Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
Sveindís Jane kvaddi íslenska landsliðið eftir sigur á Kýpur á þriðjudagskvöldið en þrátt fyrir að tímabilið sé búið hjá liðsfélögum hennar Kristianstad þá er í raun annað tímabil í fullum gangi hjá íslenska landsliðsframherjanum. Lánssamningur Sveindísar hjá Kristianstad rennur út um áramót og hún er að fara að spila með þýska liðsins Wolfsburg sem hafði samið við hana fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg bauð Sveindísi velkomna á miðlum sínum í gær og birti myndir af henni í skærgrænum búningi liðsins. Sveindís fær treyju númer 32 hjá Wolfsburg en hún hefur spilað númer 23 hjá íslenska landsliðinu og sænska liðinu. Þýska landsliðskonan Sara Doorsoun spilar hins vegar númer 23 hjá Wolfsburg. Sveindís kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Wolfsburg á Youtube-síðu félagsins. Hún talaði reyndar á ensku en mun eflaust fara strax að vinna í þýskunni. „Halló. Ég heiti Sveindís Jane Jónsdóttir, ég spila númer 32 og er framherji,“ byrjaði okkar kona en af hverju Wolfsburg? „Ég vildi spila fyrir virkilega gott lið og Wolfsburg er eitt besta lið í heimi. Ég er því mjög ánægð með að vera komin hingað,“ sagði Sveindís. „Ég spila sem framherji og elska að skora mörk. Ég er góð í því og ég er líka mjög fljót. Það eru vopnin sem ég hef,“ sagði Sveindís. „Ég myndi segja að ég sé vingjarnleg en ég get verið svolítið feimin. Þegar þú kynnist mér þá er ég ekki feimin lengur,“ sagði Sveindís. „Ég vil vinna alla leiki og ég spila fótbolta af því að sigurtilfinningin er svo góð. Ég vil kynnast þeirri tilfinningu í hvert skipti sem ég spila fótbolta,“ sagði Sveindís. „Það sem er mikilvægt er að við spilum saman sem eitt lið og séum góðar vinkonur. Við eigum síðan að fara inn á völlinn með það markmið að vinna alla leiki,“ sagði Sveindís. Sveindís kom að tíu mörkum í nítján deildarleikjum í Svíþjóð, skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Hún var einnig markahæsta landsliðskona Íslands á árinu 2021 með fjögur mörk eftir að hafa skorað í þremur síðustu landsleikjum ársins. Þýska deildin er spiluð yfir vetrartímann ólíkt því í Svíþjóð sem er í gangi yfir sumarið. Það má sjá viðtalið við Sveindísi hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dzK0cAF4tgo">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira