„Eina sekúndu eftir miðnætti þurfum við að byrja að hugsa um næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2021 22:46 Antonio Conte fagnaði mörkum Tottenham vel og innilega í kvöld. Marc Atkins/Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var eðlilega kátur með 2-0 sigur sinna manna gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann segir að stigin séu mikilvæg fyrir sjálfstraust liðsins. „Þetta var góður sigur. Að ná í þrjú stig í kvöld var mjög mikilvægt,“ sagði Conte í leikslok. „Ef þú ert ekki tilbúinn í það að spila á móti Brentford þá þarftu að þjást.“ „Við spiluðum góðan leik og fengum færi til að vinna stærra en við verðum að vera sáttir við spilamennskuna. Stigin eru mikilvæg fyrir sjálfstraust stuðningsmannanna og okkar og gefur okkur trú á verkefninu sem við erum að vinna að á hverjum degi.“ Conte hrósaði leikmönnum sínum og segir þá sýna mikinn vilja til að bæta sig. Hann bætti einnig við að þó að menn geti notið sigursins í kvöld þá nái þau fagnaðarlæti ekki lengra en það. „Eftir fjórar vikur hjá klúbbnum hef ég bara gott að segja af leikmönnunum. Þeir sýna mikinn vilja, skuldbindingu og þrá. Núna er mikilvægt að einblína á deildina.“ „Við getum notið sigursins fram að miðnætti, en eina sekúndu eftir miðnætti þurfum við að byrja að hugsa um næsta leik á sunnudaginn. Við þurfum þrjú stig af því að það er eina leiðin til að halda okkur nálægt efsta hluta töflunnar.“ Conte var svo spurður út í framherja liðsins, Harry Kane, en þessi mikli markahrókur hefur aðeins skorað eitt mark í deildinni á þessu tímabili. Þjálfarinn segist þó ekki hafa áhyggjur af honum. „Ég hef engar áhyggjur af Harry Kane. Hann spilaði vel í kvöld. Hann fékk tækifæri til þess að skora, en markmaðurinn var virkilega góður. Að hafa leikmann eins og Kane sem spilar með jafn mikilli ástríðu og hann gerir mig mjög glaðan með hans frammistöðu.“ „Það skiptir ekki máli hvort að hann skori svo lengi sem hann spilar eins og hann gerði í kvöld. Tottenham er það fyrsta sem við þurfum að hugsa um,“ sagði Conte að lokum. Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
„Þetta var góður sigur. Að ná í þrjú stig í kvöld var mjög mikilvægt,“ sagði Conte í leikslok. „Ef þú ert ekki tilbúinn í það að spila á móti Brentford þá þarftu að þjást.“ „Við spiluðum góðan leik og fengum færi til að vinna stærra en við verðum að vera sáttir við spilamennskuna. Stigin eru mikilvæg fyrir sjálfstraust stuðningsmannanna og okkar og gefur okkur trú á verkefninu sem við erum að vinna að á hverjum degi.“ Conte hrósaði leikmönnum sínum og segir þá sýna mikinn vilja til að bæta sig. Hann bætti einnig við að þó að menn geti notið sigursins í kvöld þá nái þau fagnaðarlæti ekki lengra en það. „Eftir fjórar vikur hjá klúbbnum hef ég bara gott að segja af leikmönnunum. Þeir sýna mikinn vilja, skuldbindingu og þrá. Núna er mikilvægt að einblína á deildina.“ „Við getum notið sigursins fram að miðnætti, en eina sekúndu eftir miðnætti þurfum við að byrja að hugsa um næsta leik á sunnudaginn. Við þurfum þrjú stig af því að það er eina leiðin til að halda okkur nálægt efsta hluta töflunnar.“ Conte var svo spurður út í framherja liðsins, Harry Kane, en þessi mikli markahrókur hefur aðeins skorað eitt mark í deildinni á þessu tímabili. Þjálfarinn segist þó ekki hafa áhyggjur af honum. „Ég hef engar áhyggjur af Harry Kane. Hann spilaði vel í kvöld. Hann fékk tækifæri til þess að skora, en markmaðurinn var virkilega góður. Að hafa leikmann eins og Kane sem spilar með jafn mikilli ástríðu og hann gerir mig mjög glaðan með hans frammistöðu.“ „Það skiptir ekki máli hvort að hann skori svo lengi sem hann spilar eins og hann gerði í kvöld. Tottenham er það fyrsta sem við þurfum að hugsa um,“ sagði Conte að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira