Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. desember 2021 15:42 Þrír hafa nú greinst smitaðir af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þetta sagði Kári í viðtali við fréttastofu fyrir stundu. Hann segir einstaklingana sjö alla tengjast og því sé sá möguleiki fyrir hendi að afbrigði veirunnar sé ekki komið víðar í samfélaginu. Karlmaður á áttræðisaldri greindist smitaður af afbrigðinu í gær. Hann liggur inni á Landspítalanum eftir að hafa greinst með Covid-19 á heilbrigðisstofnun utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lá maðurinn inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi en var fluttur yfir á Landspítalann þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Ekkert bendi til að sögn Kára að bóluefnin verndi ekki gegn omíkron-afbrigðinu. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til að það geri það ekki. En sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stokkbreytta formi,“ segir Kári. Margar stökkbreytingarnar í omíkron-afbrigðinu hafi fundist áður í öðrum stökkbreytingum veirunnar. Það séu stökkbreytingar sem bóluefnið veiti vernd gegn. Klippa: Allt líti út fyrir að sjö séu smitaðir af omíkron Hann segist ekkert svo áhyggjufullur yfir ástandinu. Hann skilji fólk sem sé mjög áhyggjufullt. „Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur út af þessu. Mér finnst þetta ekki mjög mikið frávik frá því sem hefur verið að gerast upp á síðkastið. Ekki gleyma því að þrátt fyrir að við séum búin að bólusetja yfir 90 prósent fullorðinna á Íslandi þá hefur faraldurinn blossað upp og hann hefur blossað upp áður en þetta omíkron-afbrigði kom,“ segir Kári. Greint var frá því fyrir stuttu að tveir hafi greinst smitaðir af afbrigðinu í dag. Þetta sagði Kári í viðtali við RÚV en greinilegt að fleiri hafi bæst í hópinn síðasta klukkutímann. Maðurinn sem greindist í gær er fullbólusettur og fékk að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlaæknis nýverið örvunarskammt. Maðurinn hafði ekki verið á ferðalagi utan landssteinanna og er því enn óljóst hvernig omíkron-afbrigðið barst hingað til lands. Smitrakningarteymið vinnur nú hörðum höndum að því að komast að uppruna smitsins. Kári segir í samtali við RÚV að nú framkvæmi Íslensk erfðagreining raðgreiningra á hverjum degi, annað en var gert fyrr í faraldrinum. Á meðan delta-afbrigðið var ráðandi hafi sýnum til að mynda verið safnað í nokkra daga áður en þau voru raðgreind. „Nú raðgreinum við á hverjum degi. Til að fylgjast með því hvernig þetta afbrigði dreifir sér í íslensku samfélagi. “ Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali fréttastofu við Kára Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15 Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Þetta sagði Kári í viðtali við fréttastofu fyrir stundu. Hann segir einstaklingana sjö alla tengjast og því sé sá möguleiki fyrir hendi að afbrigði veirunnar sé ekki komið víðar í samfélaginu. Karlmaður á áttræðisaldri greindist smitaður af afbrigðinu í gær. Hann liggur inni á Landspítalanum eftir að hafa greinst með Covid-19 á heilbrigðisstofnun utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lá maðurinn inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi en var fluttur yfir á Landspítalann þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Ekkert bendi til að sögn Kára að bóluefnin verndi ekki gegn omíkron-afbrigðinu. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til að það geri það ekki. En sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stokkbreytta formi,“ segir Kári. Margar stökkbreytingarnar í omíkron-afbrigðinu hafi fundist áður í öðrum stökkbreytingum veirunnar. Það séu stökkbreytingar sem bóluefnið veiti vernd gegn. Klippa: Allt líti út fyrir að sjö séu smitaðir af omíkron Hann segist ekkert svo áhyggjufullur yfir ástandinu. Hann skilji fólk sem sé mjög áhyggjufullt. „Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur út af þessu. Mér finnst þetta ekki mjög mikið frávik frá því sem hefur verið að gerast upp á síðkastið. Ekki gleyma því að þrátt fyrir að við séum búin að bólusetja yfir 90 prósent fullorðinna á Íslandi þá hefur faraldurinn blossað upp og hann hefur blossað upp áður en þetta omíkron-afbrigði kom,“ segir Kári. Greint var frá því fyrir stuttu að tveir hafi greinst smitaðir af afbrigðinu í dag. Þetta sagði Kári í viðtali við RÚV en greinilegt að fleiri hafi bæst í hópinn síðasta klukkutímann. Maðurinn sem greindist í gær er fullbólusettur og fékk að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlaæknis nýverið örvunarskammt. Maðurinn hafði ekki verið á ferðalagi utan landssteinanna og er því enn óljóst hvernig omíkron-afbrigðið barst hingað til lands. Smitrakningarteymið vinnur nú hörðum höndum að því að komast að uppruna smitsins. Kári segir í samtali við RÚV að nú framkvæmi Íslensk erfðagreining raðgreiningra á hverjum degi, annað en var gert fyrr í faraldrinum. Á meðan delta-afbrigðið var ráðandi hafi sýnum til að mynda verið safnað í nokkra daga áður en þau voru raðgreind. „Nú raðgreinum við á hverjum degi. Til að fylgjast með því hvernig þetta afbrigði dreifir sér í íslensku samfélagi. “ Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali fréttastofu við Kára Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15 Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15
Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35
Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10