„Þetta er svona myndlistarannáll“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2021 13:31 Sigurður Atli og Leifur Ýmir sem standa á bak við Prent & Vini sjá um sýningarstjórn. Aðsent Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum. Verið er að endurvekja gamla hefð en sölusýningar voru haldnar fyrir jólin í Listvinasalnum á fimmta áratug síðustu aldar. Þá voru verk þekktustu listamanna þjóðarinnar sýnd samhliða verkum yngri og lítt þekktari listamanna. Sýningarstjórar eru þeir Sigurður Atli og Leifur Ýmir sem standa á bak við Prent & Vini. „Verkin er á breiðu verðbili frá nokkur þúsund upp í nokkur hundruð þúsund, segir Sigurður Atli í samtali við Lífið. Sýningin opnar á laugardag og verður opin frá 12-17 en 17. desember verður opnunartíminn lengdur.Ásmundarsalur Um 600 verk verða til sölu á sýningunni frá þessum 200 listamönnum „Sýningin hefur fest sig í sessi sem jólahefð, einskonar samantekt á því sem er að gerast í íslensku myndlistarlífi, þetta er svona myndlistarannáll. Við Leifur Ýmir hjá Prenti & vinum handprentuðum nokkur hundruð metra af gjafapappír í silkiþrykki og það verður boðið uppá að pakka verkunum inn á staðnum.“ Að vana verður sett upp grafíkverkstæði í Gryfjunni þar sem valdir listamenn eru fengnir til að vinna nýtt verk í upplagi á hverjum degi yfir sýningartímabilið. „Grafíkverkstæðið í Gryfjunni býður 12 listamönnum örvinnustofudvöl á sýningartímabilinu. Tilgangurinn með því er að sýningargestir fái að skyggnast inn í vinnuferli listamannsins og skilja hvað liggur að baki verkanna,“ segir Sigurður Atli. Ásmundarsalur Sýningin er opin 12 til 17 til 17.desember og eftir það er opið til 20 á kvöldin fram að jólum. Síðasti sýningardagur er 23. desember. Dagskrá grafíkverkstæðisins: 4-5.des | Almar Steinn Atlason og Hákon Bragason 6-7.des | Anna Júlía Friðbjörnsdóttir 8-9.des | Joe Keys 10-11.des | Anna Rún Tryggvadóttir 12-13.des | Margrét Blöndal 14-15.des | Jón B.K Ransu 16-17.des | Melanie Ubaldo 18-19.des | Baldur Geir Bragason 20-21.des | Kristinn Már Pálmason 22-23.des | Tara Njála Ingvarsdóttir og Silfrún Una Guðlaugsdóttir Vegna fjöldatakmarkana eru gestir beðnir um að huga að persónubundnum sóttvörnum, en hámarksfjöldi er 50 manns. Á álagstímum gætu starfsmenn því beðið gesti um að hinkra í örfáar mínútur utan salarins. Myndlist Jól Menning Reykjavík Tengdar fréttir Mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, fór fram í Norræna húsinu á dögunum sem leið. Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og einn af skipuleggjendum Mýrinnar, segir hátíðina hafa farið fram úr hennar björtustu vonum. 22. október 2021 19:00 Félag málandi kvenna heldur sína fyrstu sýningu Í dag hefst listasýning sextán kvenna í Listasal Mosfellsbæjar sem gengur undir heitinu Endurheimt(a)/Reclaim(ing). Þetta er fyrsta sýning listahópsins Félag málandi kvenna sem er óformlegt stuðningsnet við kvenkyns málara. 16. október 2021 10:00 Stærsta gjöf sem Reykjavíkurborg hefur þegið Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu. 30. september 2021 22:31 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Verið er að endurvekja gamla hefð en sölusýningar voru haldnar fyrir jólin í Listvinasalnum á fimmta áratug síðustu aldar. Þá voru verk þekktustu listamanna þjóðarinnar sýnd samhliða verkum yngri og lítt þekktari listamanna. Sýningarstjórar eru þeir Sigurður Atli og Leifur Ýmir sem standa á bak við Prent & Vini. „Verkin er á breiðu verðbili frá nokkur þúsund upp í nokkur hundruð þúsund, segir Sigurður Atli í samtali við Lífið. Sýningin opnar á laugardag og verður opin frá 12-17 en 17. desember verður opnunartíminn lengdur.Ásmundarsalur Um 600 verk verða til sölu á sýningunni frá þessum 200 listamönnum „Sýningin hefur fest sig í sessi sem jólahefð, einskonar samantekt á því sem er að gerast í íslensku myndlistarlífi, þetta er svona myndlistarannáll. Við Leifur Ýmir hjá Prenti & vinum handprentuðum nokkur hundruð metra af gjafapappír í silkiþrykki og það verður boðið uppá að pakka verkunum inn á staðnum.“ Að vana verður sett upp grafíkverkstæði í Gryfjunni þar sem valdir listamenn eru fengnir til að vinna nýtt verk í upplagi á hverjum degi yfir sýningartímabilið. „Grafíkverkstæðið í Gryfjunni býður 12 listamönnum örvinnustofudvöl á sýningartímabilinu. Tilgangurinn með því er að sýningargestir fái að skyggnast inn í vinnuferli listamannsins og skilja hvað liggur að baki verkanna,“ segir Sigurður Atli. Ásmundarsalur Sýningin er opin 12 til 17 til 17.desember og eftir það er opið til 20 á kvöldin fram að jólum. Síðasti sýningardagur er 23. desember. Dagskrá grafíkverkstæðisins: 4-5.des | Almar Steinn Atlason og Hákon Bragason 6-7.des | Anna Júlía Friðbjörnsdóttir 8-9.des | Joe Keys 10-11.des | Anna Rún Tryggvadóttir 12-13.des | Margrét Blöndal 14-15.des | Jón B.K Ransu 16-17.des | Melanie Ubaldo 18-19.des | Baldur Geir Bragason 20-21.des | Kristinn Már Pálmason 22-23.des | Tara Njála Ingvarsdóttir og Silfrún Una Guðlaugsdóttir Vegna fjöldatakmarkana eru gestir beðnir um að huga að persónubundnum sóttvörnum, en hámarksfjöldi er 50 manns. Á álagstímum gætu starfsmenn því beðið gesti um að hinkra í örfáar mínútur utan salarins.
Myndlist Jól Menning Reykjavík Tengdar fréttir Mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, fór fram í Norræna húsinu á dögunum sem leið. Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og einn af skipuleggjendum Mýrinnar, segir hátíðina hafa farið fram úr hennar björtustu vonum. 22. október 2021 19:00 Félag málandi kvenna heldur sína fyrstu sýningu Í dag hefst listasýning sextán kvenna í Listasal Mosfellsbæjar sem gengur undir heitinu Endurheimt(a)/Reclaim(ing). Þetta er fyrsta sýning listahópsins Félag málandi kvenna sem er óformlegt stuðningsnet við kvenkyns málara. 16. október 2021 10:00 Stærsta gjöf sem Reykjavíkurborg hefur þegið Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu. 30. september 2021 22:31 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, fór fram í Norræna húsinu á dögunum sem leið. Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og einn af skipuleggjendum Mýrinnar, segir hátíðina hafa farið fram úr hennar björtustu vonum. 22. október 2021 19:00
Félag málandi kvenna heldur sína fyrstu sýningu Í dag hefst listasýning sextán kvenna í Listasal Mosfellsbæjar sem gengur undir heitinu Endurheimt(a)/Reclaim(ing). Þetta er fyrsta sýning listahópsins Félag málandi kvenna sem er óformlegt stuðningsnet við kvenkyns málara. 16. október 2021 10:00
Stærsta gjöf sem Reykjavíkurborg hefur þegið Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu. 30. september 2021 22:31
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“