Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2021 11:35 Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Vísi. Fyrsta tilfelli hins svokallaða omíkron-afbrigðis veirunnar var staðfest hér á landi í gær. Sá sem greindist með afbrigðið er fullbólusettur karlmaður sem liggur á Landspítalanum. Hafði hann þegið örvunarskammt fyrir skömmu. Viðkomandi hafði ekki verið á ferð um útlönd. Í frétt mbl.is kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á nein tengsl hans við útlönd. Allar líkur séu því á að hann hafi smitast hér á landi. „Það er alveg öruggt,“ segir Kári spurður um hvort að þetta þýði ekki að omíkron-afbrigðið leynist því hér á landi. Ekki auðvelt að sía út hvaðan það kom í gegnum raðgreiningu Aðspurður um hvort að raðgreining tilfellisins sem komið hafi hér upp hafi skilað einhverjum upplýsingum um uppruna þess segir Kári svo ekki vera. „Þessi omíkron-variant sem að við greindum hér í gær, hann er búinn að fara svo víða að það er ekki auðvelt að „filtera“ út hvaðan hann hefur komið. Við þurfum að gera það í gegnum upplýsingar í smitrakningu. Það eina sem ég get sagt þér að þetta er omíkron með þessar sérstöku stökkbreytingar í erfðavísum sem býr til s-prótein eða eggjahvítuefni sem bindur veiruna við frumuna,“ segir Kári. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni um helgina þar sem Kári sagði að það skorti gögn til þess að fullyrða um hvort að omíkron-afbrigðið væru hættulegra en önnur afbrigði. Ekkert hefur breyst í þeim efnum að mati Kára. „Við vitum ekki hvort hann er smitnæmari, við vitum ekki hvort hann er skaðmeiri. Við vitum ekki hvort hann á auðveldara með að smeygja sér framhjá ónæmiskerfinu. Annað en að hann lítur ógnvekjandi út,“ segir Kári. Fylgjast þurfi þó vandlega með þróun mála. „Ég er að segja að það eru engin gögn til þess að byggja á annað en það er þörf á því að fylgjast með.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að einhverjar vísbendingar væru um að omíkrón-afbrigðið væri meira smitandi en delta-afbrigðið, þó ekkert væri alveg í hendi með það. Þá væru engar vísbendingar um að afbrigðinu fylgdi alvarlegri sjúkdómur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir 136 greindust smitaðir innanlands í gær 136 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 73, eða 53 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu en 63, eða um 47 prósent í sóttkví. 2. desember 2021 10:54 Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. 2. desember 2021 06:21 Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Vísi. Fyrsta tilfelli hins svokallaða omíkron-afbrigðis veirunnar var staðfest hér á landi í gær. Sá sem greindist með afbrigðið er fullbólusettur karlmaður sem liggur á Landspítalanum. Hafði hann þegið örvunarskammt fyrir skömmu. Viðkomandi hafði ekki verið á ferð um útlönd. Í frétt mbl.is kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á nein tengsl hans við útlönd. Allar líkur séu því á að hann hafi smitast hér á landi. „Það er alveg öruggt,“ segir Kári spurður um hvort að þetta þýði ekki að omíkron-afbrigðið leynist því hér á landi. Ekki auðvelt að sía út hvaðan það kom í gegnum raðgreiningu Aðspurður um hvort að raðgreining tilfellisins sem komið hafi hér upp hafi skilað einhverjum upplýsingum um uppruna þess segir Kári svo ekki vera. „Þessi omíkron-variant sem að við greindum hér í gær, hann er búinn að fara svo víða að það er ekki auðvelt að „filtera“ út hvaðan hann hefur komið. Við þurfum að gera það í gegnum upplýsingar í smitrakningu. Það eina sem ég get sagt þér að þetta er omíkron með þessar sérstöku stökkbreytingar í erfðavísum sem býr til s-prótein eða eggjahvítuefni sem bindur veiruna við frumuna,“ segir Kári. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni um helgina þar sem Kári sagði að það skorti gögn til þess að fullyrða um hvort að omíkron-afbrigðið væru hættulegra en önnur afbrigði. Ekkert hefur breyst í þeim efnum að mati Kára. „Við vitum ekki hvort hann er smitnæmari, við vitum ekki hvort hann er skaðmeiri. Við vitum ekki hvort hann á auðveldara með að smeygja sér framhjá ónæmiskerfinu. Annað en að hann lítur ógnvekjandi út,“ segir Kári. Fylgjast þurfi þó vandlega með þróun mála. „Ég er að segja að það eru engin gögn til þess að byggja á annað en það er þörf á því að fylgjast með.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að einhverjar vísbendingar væru um að omíkrón-afbrigðið væri meira smitandi en delta-afbrigðið, þó ekkert væri alveg í hendi með það. Þá væru engar vísbendingar um að afbrigðinu fylgdi alvarlegri sjúkdómur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir 136 greindust smitaðir innanlands í gær 136 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 73, eða 53 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu en 63, eða um 47 prósent í sóttkví. 2. desember 2021 10:54 Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. 2. desember 2021 06:21 Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
136 greindust smitaðir innanlands í gær 136 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 73, eða 53 prósent, voru utan sóttkvíar við greiningu en 63, eða um 47 prósent í sóttkví. 2. desember 2021 10:54
Líst hvorki á bólusetningaskyldu né -passa Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma. 2. desember 2021 06:21
Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20
Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10