Enn eitt áfallið fyrir KSÍ: Tekjur sambandsins verða mun lægri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 09:31 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á aukaþingi KSÍ á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Þetta hefur ekki verið gott haust fyrir Knattspyrnusamband Íslands og nú er ljóst að reksturinn hefur ekki verið eins og væntingar stóðu til. Það hefur gengið mikið hjá stærsta sérsambandi Íslands á þessu ári og hlutirnir hafa ekki gengið eins og stefnt var að í byrjun árs. Guðni Bergsson, formaður KSÍ og stjórn knattspyrnusambandsins þurfti að segja af sér á haustmánuðunum eins og frægt er og í framhaldinu var kosin bráðabirgðastjórn og formaður fram að næsta ársþingi í febrúar. Vanda Sigurgeirsdóttir og nýja stjórnin fékk ekki alltof góðar fréttir á síðasta fundi sínum. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands sagði nefnilega frá því á stjórnarfundi sambandsins fyrir rúmri viku að tekjur KSÍ verða mun lægri en gert var ráð fyrir á áætlun. Þetta kemur fram í fundagerð á heimasíðu KSÍ sem finna má hér. Áætlunin var gerð vitandi að kórónuveirufaraldrinum ólíkt áætluninni árið á undan þar sem tekjur urði líka miklu minni en búist var við. Helstu ástæðurnar sem eru taldar upp í fundargerð stjórnar KSÍ fyrir þessari slöku tekjuöflun eru meðal annars það að takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins vörðu lengur en búist var við. Hér kemur líka inn í reikninginn að miðasala á landsleiki íslenska karlalandsliðsins hafi verið dræm og þá voru fjárframlög frá evrópska knattspyrnusambandinu lægri en gert var ráð fyrir. Í máli Klöru frammi fyrir stjórn KSÍ kemur fram að rekstrargjöld séu í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en einstaka liðir hafi þó farið fram yfir áætlun. Kostnaður við landslið Íslands eru lægri en gert var ráð fyrir og spá fyrir afkomu ársins hefur batnað frá sex mánaða uppgjöri. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, gaf líka stjórn skýrslu um fundi með bakhjörlum sambandsins. Hún sagði að þeir fundir hafa gengið vel og miða að því að upplýsa umrædda bakhjarla um stöðu þeirra aðgerða er ráðist hefur verið í á síðustu vikum sem og að staðfesta að starfsemi sambandsins gangi vel. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Það hefur gengið mikið hjá stærsta sérsambandi Íslands á þessu ári og hlutirnir hafa ekki gengið eins og stefnt var að í byrjun árs. Guðni Bergsson, formaður KSÍ og stjórn knattspyrnusambandsins þurfti að segja af sér á haustmánuðunum eins og frægt er og í framhaldinu var kosin bráðabirgðastjórn og formaður fram að næsta ársþingi í febrúar. Vanda Sigurgeirsdóttir og nýja stjórnin fékk ekki alltof góðar fréttir á síðasta fundi sínum. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands sagði nefnilega frá því á stjórnarfundi sambandsins fyrir rúmri viku að tekjur KSÍ verða mun lægri en gert var ráð fyrir á áætlun. Þetta kemur fram í fundagerð á heimasíðu KSÍ sem finna má hér. Áætlunin var gerð vitandi að kórónuveirufaraldrinum ólíkt áætluninni árið á undan þar sem tekjur urði líka miklu minni en búist var við. Helstu ástæðurnar sem eru taldar upp í fundargerð stjórnar KSÍ fyrir þessari slöku tekjuöflun eru meðal annars það að takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins vörðu lengur en búist var við. Hér kemur líka inn í reikninginn að miðasala á landsleiki íslenska karlalandsliðsins hafi verið dræm og þá voru fjárframlög frá evrópska knattspyrnusambandinu lægri en gert var ráð fyrir. Í máli Klöru frammi fyrir stjórn KSÍ kemur fram að rekstrargjöld séu í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en einstaka liðir hafi þó farið fram yfir áætlun. Kostnaður við landslið Íslands eru lægri en gert var ráð fyrir og spá fyrir afkomu ársins hefur batnað frá sex mánaða uppgjöri. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, gaf líka stjórn skýrslu um fundi með bakhjörlum sambandsins. Hún sagði að þeir fundir hafa gengið vel og miða að því að upplýsa umrædda bakhjarla um stöðu þeirra aðgerða er ráðist hefur verið í á síðustu vikum sem og að staðfesta að starfsemi sambandsins gangi vel.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira