Spáir því að Newcastle eyði allt að þrjú hundruð milljónum punda í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 16:00 Callum Wilson fagnar marki sínu fyrir Newcastle United á móti Norwich City á St James' Park í vikunni. AP/Mike Egerton Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea og Liverpool, er viss um að eigendur Newcastle séu reiðubúnir að eyða stórum upphæðum í nýja leikmenn þegar félagsskiptaglugginn opnar í byrjun næsta mánaðar. Cole býst við því að Newcastle United reyni að bjarga sér úr slæmum málum á botni ensku úrvalsdeildarinnar með því að safna liði við fyrsta tækifæri. Það má aftur kaupa leikmenn í janúar og það verður jafnframt fyrsti opni glugginn síðan hinir ríku eigendur frá Sádí Arabíu eignuðust félagið. Joe Cole predicts £300m Newcastle splurge in January warning to relegation rivalshttps://t.co/soNzVy8unZ pic.twitter.com/tK8rLXlvhJ— Mirror Football (@MirrorFootball) December 1, 2021 Newcastle hefur enn ekki unnið leik eftir fjórtán umferðir og eftir að Eddie Howe tók við sem stjóri í nóvember hefur liðið tapað á móti Arsenal og gert 1-1 jafntefli á móti Norwich þrátt fyrir að vera manni fleiri. „Þeir munu eyða tvö til þrjú hundruð milljónum punda í janúar. Þessir eigendur eru ekki komnir hingað til að leika sér,“ sagði Joe Cole sem var sérfræðingur í útsendingu Amazon Prime Video. „Þetta eru ríkustu eigendur sem ég hef séð og ég held að þeir munu henda peningum í liðið í næsta mánuði. Þetta verða örugglega fjórir til fimm leikmenn sem koma. Um leið og þeir ná að vinna fyrsta leikinn þá geta þeir líka komist á skrið,“ sagði Cole. Cole er líka ánægður með ráðninguna á Eddie Howe. „Hann þekkir ensku úrvalsdeildina og leikmenn bæta sig undir hans stjórn. Ég hélt að þetta sé frábær ráðning og að hann sé rétti maðurinn í starfið,“ sagði Cole. Það er ekki allt vonlaust í leikmannahópi Newcastle þrátt fyrir slæmt gengi. Hann er þannig spenntur fyrir bæði Allan Saint-Maximin og Callum Wilson. „Saint-Maximin er mjög góður leikmaður og ég held að leikerfið sem Eddie spilar eigi eftir að henta honum vel en þar er hann að fá boltann hátt upp á vellinum. Callum Wilson skorar alltaf mörk og það er maður sem liðin í kringum þá hafa ekki, mann sem hefur sannað sig sem markaskorari í þessari deild,“ sagði Cole. Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Cole býst við því að Newcastle United reyni að bjarga sér úr slæmum málum á botni ensku úrvalsdeildarinnar með því að safna liði við fyrsta tækifæri. Það má aftur kaupa leikmenn í janúar og það verður jafnframt fyrsti opni glugginn síðan hinir ríku eigendur frá Sádí Arabíu eignuðust félagið. Joe Cole predicts £300m Newcastle splurge in January warning to relegation rivalshttps://t.co/soNzVy8unZ pic.twitter.com/tK8rLXlvhJ— Mirror Football (@MirrorFootball) December 1, 2021 Newcastle hefur enn ekki unnið leik eftir fjórtán umferðir og eftir að Eddie Howe tók við sem stjóri í nóvember hefur liðið tapað á móti Arsenal og gert 1-1 jafntefli á móti Norwich þrátt fyrir að vera manni fleiri. „Þeir munu eyða tvö til þrjú hundruð milljónum punda í janúar. Þessir eigendur eru ekki komnir hingað til að leika sér,“ sagði Joe Cole sem var sérfræðingur í útsendingu Amazon Prime Video. „Þetta eru ríkustu eigendur sem ég hef séð og ég held að þeir munu henda peningum í liðið í næsta mánuði. Þetta verða örugglega fjórir til fimm leikmenn sem koma. Um leið og þeir ná að vinna fyrsta leikinn þá geta þeir líka komist á skrið,“ sagði Cole. Cole er líka ánægður með ráðninguna á Eddie Howe. „Hann þekkir ensku úrvalsdeildina og leikmenn bæta sig undir hans stjórn. Ég hélt að þetta sé frábær ráðning og að hann sé rétti maðurinn í starfið,“ sagði Cole. Það er ekki allt vonlaust í leikmannahópi Newcastle þrátt fyrir slæmt gengi. Hann er þannig spenntur fyrir bæði Allan Saint-Maximin og Callum Wilson. „Saint-Maximin er mjög góður leikmaður og ég held að leikerfið sem Eddie spilar eigi eftir að henta honum vel en þar er hann að fá boltann hátt upp á vellinum. Callum Wilson skorar alltaf mörk og það er maður sem liðin í kringum þá hafa ekki, mann sem hefur sannað sig sem markaskorari í þessari deild,“ sagði Cole.
Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira