Sigursteinn Arndal: Vilja ekki allir hvít jól? Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. desember 2021 21:55 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir: Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ánægður með sigur og að taka fyrsta sætið af nágrönnum sínum í Haukum er liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld, lokatölur 28-24. „Mér líður frábærlega, vilja ekki allir hvít jól?“, sagði Sigursteinn eftir leikinn. Þrátt fyrir að jafnræði hafi verið með liðunum í byrjun leiks voru FH-ingar tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Í seinni hálfleik voru þeir áfram með yfirhöndina og sáu Haukarnir ekki til sólar og unnu FH-ingar leikinn með fjórum mörkum, 28-24. Hvað gekk upp hjá ykkur í leiknum í kvöld? „Það var margt. Við mættum bara flottir og á sama hátt og við erum búnir að vera gera. Þetta er bara sama grunnvinnan sem býr til stöðugleika og auðvitað er það extra á móti Haukum. Það þarf að vinna allskonar baráttur hérna, svona litla sigra hér og það um völlinn og við gerðum það í dag.“ Phil Döhler fór á kostum í dag og átti einn af sínum bestu leikjum. Phil var með 20 varða bolta, 47 prósent markvörslu. „Hann gerði bara það sem að hann gerir best, að vera góður í marki. Og hann er náttúrulega mikilvægur leikmaður í okkar liði en til þess er hann þarna og við erum ánægðir með hann.“ FH-ingar ætla að fagna því að jólin verða hvít í Firðinum næstu daga en fara svo í fullan undirbúning fyrir næsta leik sem er á móti Selfossi. „Við ætlum að gleðjast í kvöld og við ætlum örugglega að gleðjast á morgun, kannski hinn. En svo byrjuð við bara sömu vinnuna eins og allar síðustu vikurnar. Undirbúum okkur vel fyrir Selfoss og verum bara klára fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. FH Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Þrátt fyrir að jafnræði hafi verið með liðunum í byrjun leiks voru FH-ingar tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Í seinni hálfleik voru þeir áfram með yfirhöndina og sáu Haukarnir ekki til sólar og unnu FH-ingar leikinn með fjórum mörkum, 28-24. Hvað gekk upp hjá ykkur í leiknum í kvöld? „Það var margt. Við mættum bara flottir og á sama hátt og við erum búnir að vera gera. Þetta er bara sama grunnvinnan sem býr til stöðugleika og auðvitað er það extra á móti Haukum. Það þarf að vinna allskonar baráttur hérna, svona litla sigra hér og það um völlinn og við gerðum það í dag.“ Phil Döhler fór á kostum í dag og átti einn af sínum bestu leikjum. Phil var með 20 varða bolta, 47 prósent markvörslu. „Hann gerði bara það sem að hann gerir best, að vera góður í marki. Og hann er náttúrulega mikilvægur leikmaður í okkar liði en til þess er hann þarna og við erum ánægðir með hann.“ FH-ingar ætla að fagna því að jólin verða hvít í Firðinum næstu daga en fara svo í fullan undirbúning fyrir næsta leik sem er á móti Selfossi. „Við ætlum að gleðjast í kvöld og við ætlum örugglega að gleðjast á morgun, kannski hinn. En svo byrjuð við bara sömu vinnuna eins og allar síðustu vikurnar. Undirbúum okkur vel fyrir Selfoss og verum bara klára fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
FH Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Leik lokið: FH - Haukar 28-24 | Heimamenn eiga montréttinn og toppsætið Nágrannarnir FH og Haukar mættust í Kaplakrika í kvöld í leik sem réði því hvort jólin yrðu hvít eða rauð í Hafnafirði þar sem toppsæti Olís-deildar karla var í boði. FH-ingar unnu öruggan fjögurra marka sigur og tylltu sér þar með á topp deildarinnar. 1. desember 2021 21:05