Kaflaskiptur leikur er Fjölnir sótti sigur í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 21:15 Dagný Lísa Davíðsdóttir átti frábæran leik í liði Fjölnis í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Fjölni í hörkuleik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 95-90 gestunum í vil. Leikur kvöldsins var frábær skemmtun og mikið skorað. Gestirnir úr Grafarvogi byrjuðu leikinn betur og röðuðu niður hverri körfunni á fætur annarri í fyrsta leikhluta með lítið gekk upp sóknarlega hjá heimakonum, staðan 10-20 og Keflavík með bakið upp við vegg. Þó sóknarleikur Fjölnis hafi einnig verið mjög öflugur í öðrum leikhluta fóru Keflvíkingar gjörsamlega á kostum og settu niður 30 stig gegn 24 hjá gestunum, staðan 40-44 í hálfleik. Svo virðist sem heimakonur hafi verið smástund að finna taktinn að nýju í síðari hálfleik en aftur vann Fjölnir með tíu stiga mun og staðan því 57-71 fyrir síðasta fjórðunginn. Aftur hrökk Keflavíkur sóknin í gang og var leikurinn orðinn æsispennandi er skammt var til leiksloka. Gestirnir náðu þó að hanga á forystunni og unnu að lokum fimm stiga sigur, lokatölur 90-95. Dagný Lísa Davíðsdóttir var frábær í liði Fjölnis með 30 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Aliyah Daija Mazyck og Sanja Orozovic komu þar á eftir með 24 stig hvor. Daniela Wallen Morillo skoraði 29 stig í liði Keflavíkur ásamt því að taka 12 fráköst. Með sigrinum lyftir Fjölnir sér upp í 2. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Njarðvík sem trónir á toppnum og Valur sem situr í 3. sætinu. Sanja Orozovic var öflug í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Leikur kvöldsins var frábær skemmtun og mikið skorað. Gestirnir úr Grafarvogi byrjuðu leikinn betur og röðuðu niður hverri körfunni á fætur annarri í fyrsta leikhluta með lítið gekk upp sóknarlega hjá heimakonum, staðan 10-20 og Keflavík með bakið upp við vegg. Þó sóknarleikur Fjölnis hafi einnig verið mjög öflugur í öðrum leikhluta fóru Keflvíkingar gjörsamlega á kostum og settu niður 30 stig gegn 24 hjá gestunum, staðan 40-44 í hálfleik. Svo virðist sem heimakonur hafi verið smástund að finna taktinn að nýju í síðari hálfleik en aftur vann Fjölnir með tíu stiga mun og staðan því 57-71 fyrir síðasta fjórðunginn. Aftur hrökk Keflavíkur sóknin í gang og var leikurinn orðinn æsispennandi er skammt var til leiksloka. Gestirnir náðu þó að hanga á forystunni og unnu að lokum fimm stiga sigur, lokatölur 90-95. Dagný Lísa Davíðsdóttir var frábær í liði Fjölnis með 30 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Aliyah Daija Mazyck og Sanja Orozovic komu þar á eftir með 24 stig hvor. Daniela Wallen Morillo skoraði 29 stig í liði Keflavíkur ásamt því að taka 12 fráköst. Með sigrinum lyftir Fjölnir sér upp í 2. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Njarðvík sem trónir á toppnum og Valur sem situr í 3. sætinu. Sanja Orozovic var öflug í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira