Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 19:35 Mourinho á hliðarlínunni í kvöld. Fabio Rossi/Getty Images Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. Inter voru töluvert sigurstranglegri fyrir leik og það kom því lítið á óvart þegar ítalski miðjumaðurinn Roberto Gagliardini kom þeim yfir á 36. mínútu eftir sendingu argentíska framherjans Lautaro Martinez. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum fengu heimamenn vítaspyrnu, Martinez fór á punktinn og kom Inter 2-0 yfir. | FOTO #ForzaInter #InterSpezia pic.twitter.com/yUVNoRZtzM— Inter (@Inter) December 1, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki og nokkuð öruggur sigur meistaranna staðreynd. Inter er nú í 2. sæti deildarinnar með 35 stig eftir 15 leiki. Napoli trónir á toppnum með stigi meira og leik til góða, þá getur AC Milan náð öðru sætinu með sigri síðar í kvöld. Sænski miðjumaðurinn Mattias Svanberg tryggði Bologna 1-0 sigur á Roma með þrumuskoti þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Svanberg golazos on a Wednesday evening #WeAreOne #BolognaRoma pic.twitter.com/lImWpETeXb— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) December 1, 2021 Ásamt því að gera fjölda skiptinga til að reyna jafna metin þá nældi José Mourinho, þjálfari Roma, sér í gult spjald þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Allt kom þó fyrir ekki og Bologna vann leikinn með einu marki gegn engu. Roma er því sem fyrr í 5. sæti með 25 stig á meðan Bologna er komið upp í 8. sæti með aðeins stigi minna. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Inter voru töluvert sigurstranglegri fyrir leik og það kom því lítið á óvart þegar ítalski miðjumaðurinn Roberto Gagliardini kom þeim yfir á 36. mínútu eftir sendingu argentíska framherjans Lautaro Martinez. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum fengu heimamenn vítaspyrnu, Martinez fór á punktinn og kom Inter 2-0 yfir. | FOTO #ForzaInter #InterSpezia pic.twitter.com/yUVNoRZtzM— Inter (@Inter) December 1, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki og nokkuð öruggur sigur meistaranna staðreynd. Inter er nú í 2. sæti deildarinnar með 35 stig eftir 15 leiki. Napoli trónir á toppnum með stigi meira og leik til góða, þá getur AC Milan náð öðru sætinu með sigri síðar í kvöld. Sænski miðjumaðurinn Mattias Svanberg tryggði Bologna 1-0 sigur á Roma með þrumuskoti þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Svanberg golazos on a Wednesday evening #WeAreOne #BolognaRoma pic.twitter.com/lImWpETeXb— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) December 1, 2021 Ásamt því að gera fjölda skiptinga til að reyna jafna metin þá nældi José Mourinho, þjálfari Roma, sér í gult spjald þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Allt kom þó fyrir ekki og Bologna vann leikinn með einu marki gegn engu. Roma er því sem fyrr í 5. sæti með 25 stig á meðan Bologna er komið upp í 8. sæti með aðeins stigi minna.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira