„Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2021 14:31 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen þjálfuðu saman U21-landslið Íslands með frábærum árangri og tóku svo við A-landsliðinu fyrir tæpu ári sem óhætt er að segja að hafi verið stormasamt. vísir/Jónína Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. „Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Arnar vill ekki fara út í aðdragandann að því að Eiður var látinn fara. Ljóst er þó að Eiður hafði hlotið áminningu frá KSÍ í sumar eftir að myndband af honum, drukknum í miðborg Reykjavíkur, fór í dreifingu. Kvaðst hann þá í yfirlýsingu ætla að taka á sínum málum. Sammála því að ákvörðunin var nauðsynleg Eftir ferð Íslands til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í nóvember, þar sem áfengi var haft við hönd að síðasta leik loknum í undankeppni HM, ákvað stjórn KSÍ að nýta endurskoðunarákvæði í samningi við Eið sem hætti frá og með deginum í dag. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Eins og fyrr segir hafa Arnar og Eiður lengi verið félagar. Þeir léku saman í landsliðinu um árabil og tóku svo saman við U21-landsliði karla fyrir þremur árum, áður en þeir tóku við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan. Arftaki fundinn í þessum mánuði Eiður hefur þannig verið aðstoðarmaður Arnars stærstan hluta hans þjálfaraferils en nú þarf Arnar að spjara sig án Eiðs, með alla hans reynslu sem sennilega farsælasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. „Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok: „Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent.“ HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
„Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Arnar vill ekki fara út í aðdragandann að því að Eiður var látinn fara. Ljóst er þó að Eiður hafði hlotið áminningu frá KSÍ í sumar eftir að myndband af honum, drukknum í miðborg Reykjavíkur, fór í dreifingu. Kvaðst hann þá í yfirlýsingu ætla að taka á sínum málum. Sammála því að ákvörðunin var nauðsynleg Eftir ferð Íslands til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í nóvember, þar sem áfengi var haft við hönd að síðasta leik loknum í undankeppni HM, ákvað stjórn KSÍ að nýta endurskoðunarákvæði í samningi við Eið sem hætti frá og með deginum í dag. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Eins og fyrr segir hafa Arnar og Eiður lengi verið félagar. Þeir léku saman í landsliðinu um árabil og tóku svo saman við U21-landsliði karla fyrir þremur árum, áður en þeir tóku við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan. Arftaki fundinn í þessum mánuði Eiður hefur þannig verið aðstoðarmaður Arnars stærstan hluta hans þjálfaraferils en nú þarf Arnar að spjara sig án Eiðs, með alla hans reynslu sem sennilega farsælasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. „Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok: „Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent.“
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira