Norsku stelpurnar unnu leikinn sem fór fram í tveimur mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 11:31 Þokan var þétt eins og sjá má á þessari mynd þegar dómari leiddi liðin af velli. AP/Hakob Berberyan Norska kvennalandsliðið í fótbolta vann 10-0 útisigur á Armeníu í síðasta leik liðsins á árinu en þetta var mjög óvenjulegur leikur. Liðin voru að mætast í undankeppni HM en Ísland vann Kýpur í sömu keppni í gær. Það er ekki nóg með að það að leikur norsku stelpnanna hafi farið fram á tveimur dögum þá fór hann fram í tveimur mánuðum. Leikurinn hófst í gær 30. nóvember en endaði í dag, 1. desember. Kvinnelandslaget slo Armenia 10-0 overvintrer på topp med VM i sikte https://t.co/E0ZpgS45wo— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 1, 2021 Dómari leiksins, Victoria Beyer frá Frakklandi, þurfti að stöðva leikinn í gær eftir sjötíu mínútna leiks af því að þokan á vellinum í Armeníu var orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Norska liðið var þá komið í 9-0 og sigurinn fyrir löngu í höfn. Beyer dómari beið um tíma til að athuga hvort að leikurinn gæti klárast í gær en svo fór ekki. Liðin þurftu því að mæta aftur í morgun til þess að klára leikinn. Norsku stelpurnar fengu strax vítaspyrnu og skoruðu tíunda markið sitt úr henni. Þannig urðu lokatölurnar. Norska liðið er á toppi síns riðils með sextán stig í húsi af átján mögulegum og með markatöluna 34-0. Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir sat allan leikinn á varamannabekknum. Elisabeth Terland og Lisa-Marie Utland skoruðu báðar tvö mörk í gær og hin mörkin skoruðu þær Frida Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusøy. Markið í dag skoraði fyrirliðinn Ingrid Syrstad Engen úr víti sem hún fékk sjálf. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Liðin voru að mætast í undankeppni HM en Ísland vann Kýpur í sömu keppni í gær. Það er ekki nóg með að það að leikur norsku stelpnanna hafi farið fram á tveimur dögum þá fór hann fram í tveimur mánuðum. Leikurinn hófst í gær 30. nóvember en endaði í dag, 1. desember. Kvinnelandslaget slo Armenia 10-0 overvintrer på topp med VM i sikte https://t.co/E0ZpgS45wo— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 1, 2021 Dómari leiksins, Victoria Beyer frá Frakklandi, þurfti að stöðva leikinn í gær eftir sjötíu mínútna leiks af því að þokan á vellinum í Armeníu var orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Norska liðið var þá komið í 9-0 og sigurinn fyrir löngu í höfn. Beyer dómari beið um tíma til að athuga hvort að leikurinn gæti klárast í gær en svo fór ekki. Liðin þurftu því að mæta aftur í morgun til þess að klára leikinn. Norsku stelpurnar fengu strax vítaspyrnu og skoruðu tíunda markið sitt úr henni. Þannig urðu lokatölurnar. Norska liðið er á toppi síns riðils með sextán stig í húsi af átján mögulegum og með markatöluna 34-0. Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir sat allan leikinn á varamannabekknum. Elisabeth Terland og Lisa-Marie Utland skoruðu báðar tvö mörk í gær og hin mörkin skoruðu þær Frida Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusøy. Markið í dag skoraði fyrirliðinn Ingrid Syrstad Engen úr víti sem hún fékk sjálf.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira