Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íþróttadeild Vísis skrifar 30. nóvember 2021 19:20 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks og bjó til þrjú af fjórum mörkum íslenska liðsins í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. Það er vel hægt að setja kröfur á liðið að spila betur á móti jafnslöku liði og lið Kýpur er ekki síst þegar íslenska liðið náði marki svona snemma í leiknum og raun bar vitni. Um leið er gott að klára skyldusigur á útivelli og ná öruggum þremur stigum í hús. Það er erfitt að kvarta mikið yfir 4-0 sigri á útivelli og það er klárt að niðurstaðan er ásættanleg. Frammistaðan stóðst aftur á móti ekki væntingar. Íslensku stelpurnar lentu hins vegar oft í vandræðum á móti þéttri vörn heimastúlkna sem lágu mjög aftarlega á vellinum og tókst ágætlega að loka svæðum. Sóknarleikur íslenska liðsins var of hægur og of einhæfur til að opna vörnina meira. Íþróttadeild Vísis hefur metið frammistöðu leikmanna íslenska liðsins í leiknum í kvöld og má sjá þessa palladóma hér fyrir neðan. Einkunnagjöf Íslands fyrir Kýpur - Ísland Byrjunarliðið: Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Átti náðugan dag enda lítið sem ekkert að gera hjá henni í þessum leik. Þau færi sem Kýpverjar fengu voru skot sem hittu ekki markið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Stóð sig vel í varnarleiknum og gerði fá mistök þar. Var hins vegar óörugg sóknarlega og liðið vantaði kannski aðeins betri þjónustu í sóknarleiknum frá hægri bakvarðarstöðunni ekki síst á meðan Sveindís var inn á vellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Stjórnaði leik íslenska liðsins oft úr öftustu línu en flestar sóknir hófust hjá henni. Leysti sín vandamál oftast af öryggi og yfirvegun en stóru mistök hennar voru áberandi. Var þá mjög heppin að sleppa í fyrri hálfleik þegar hún tapaði boltanum og komst síðan upp með brot sem hefði getað þýtt rautt spjald. Var ekki nógu sannfærandi eftir þessi mistök. Guðrún Arnardóttir, miðvörður 7 Einbeitt og grimm og gerði vel á loka á tilraunir Kýpverjar til að búa eitthvað til. Bjargaði einu sinni frábærlega. Las leikinn vel og heldur áfram að styrkja stöðu sína í liðinu. Var fyrst á átta sig í teignum eftir sláarskot Karólínu Leu og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 6 Var mikið að reyna að senda á liðsfélaga sína á þriðja þriðjungnum en lítið kom út úr því. Gaf ekkert eftir þegar kom að baráttu um boltann og vann flest samstuð sem hún fór í. Traust varnarlega en það var ekki krefjandi verkefni. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6 Var ekki í sinni óskstöðu í fyrri hálfleik og oft saknaði maður að hafa hana ekki í fleiri hlaupum inn í teig. Hún var hins vegar ágæt á miðjunni, hélt stöðu og reyndi að koma hlutunum á hreyfingu. Þarf samt að skila boltanum betur frá sér og boltinn gekk ekki nógu hratt í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Fékk bara fyrri hálfleikinn og hefur oft verið meira áberandi. Hljóp mikið að vanda og vann nokkra bolta en var lítið með í spili liðsins. Vantaði kannski að kalla meira á boltann og koma meira spili í gang í stað þess að vörnin væri alltaf að leita að úrslitasendingunni. Gerði vel að vanda í pressunni. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 8 Besti og hættulegasti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Skoraði fallegt mark beint úr aukaspyrnu og kom að þremur af fjórum mörkum Íslands. Markið hennar í upphafi leiks létti mikið á íslenska liðinu. Hún átti síðan stoðsendinguna á Sveindísi í þriðja markinu og stóran þátt í fjórða markinu þegar Guðrún fylgdi á eftir sláarskoti hennar úr annarri aukaspyrnu. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður 7 Kannski er maður orðinn of kröfuharður en Sveindís fékk bara ekki nógu mikið úr að moða þennan hálfleik sem hún fékk í kvöld. Eyddi kannski aðeins of miklum kröftum í spretti í að taka innkast á hinum kantinum í stað þess að keyra á bakvörð Kýpverja á sínum kanti. Sýndi samt styrk sinn og markanef í þriðja marki íslenska liðsins. Agla María Albertsdóttir, vinstri kantmaður 5 Fékk oft tækifæri til að búa til meira, bæði fyrir sjálfan sig og liðsfélagana en fann ekki taktinn í sendingum eða fyrirgjöfunum sínum. Það var hennar stóra hlutverk í þessum leik að búa eitthvað til og því var útkoman vonbrigði. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 6 Fremsti maður íslenska liðsins þarf að vera meira með í leik sem þessum. Komst alltof lítið í boltann hvort sem það var utan teigs eða inn í teignum. Skoraði af miklu öryggi úr vítinu sem hún fékk sjálf þegar skot hennar fór í hendi varnarmanns Kýpur. Varamenn: Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á fyrir Sveindís á 46. mínútu 5 Það var alltaf von á einhverju skemmtilegu þegar Amanda kemst í boltann og hún lífgaði oft upp á leikinn með flottum töktum. Það kom hins vegar ekki mikið úr því. Hékk oft of lengi á boltanum en tæknin og hæfileikarnir leyna sér ekki. Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 46. mínútu 5 Gerði hlutina af oftast ákveðni og skynsemi í seinni hálfleiknum. Hélt stöðu og reyndi að halda spilinu gangandi. Hún hjálpaði þó ekki mikið við að brýna bitlitlan sóknarleikinn.Ída Marín Hermannsdóttir kom inn á fyrir Dagnýju á 65. mínútu 5 Spilaði sinn fyrsta landsleik og komst ekki mikið inn í leikinn. Fékk þó nokkrum sinnum tækifæri til að skapa eitthvað en vantaði herslumuninn að skapa færi fyrir sig eða félagana.Natasha Moraa Anasi kom inn á fyrir Glódísi á 65. mínútu 5 Komst ágætlega frá sínu. Kom inn í vörnina og mun auka breiddina þar. Var einu sinni nálægt því að skora og bjargaði nokkrum sinnum ágætlega í skyndisóknum Kýpur.Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á fyrir Berglindi á 81. mínútu Lék of lítið Kom inn á í lokin og tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Það er vel hægt að setja kröfur á liðið að spila betur á móti jafnslöku liði og lið Kýpur er ekki síst þegar íslenska liðið náði marki svona snemma í leiknum og raun bar vitni. Um leið er gott að klára skyldusigur á útivelli og ná öruggum þremur stigum í hús. Það er erfitt að kvarta mikið yfir 4-0 sigri á útivelli og það er klárt að niðurstaðan er ásættanleg. Frammistaðan stóðst aftur á móti ekki væntingar. Íslensku stelpurnar lentu hins vegar oft í vandræðum á móti þéttri vörn heimastúlkna sem lágu mjög aftarlega á vellinum og tókst ágætlega að loka svæðum. Sóknarleikur íslenska liðsins var of hægur og of einhæfur til að opna vörnina meira. Íþróttadeild Vísis hefur metið frammistöðu leikmanna íslenska liðsins í leiknum í kvöld og má sjá þessa palladóma hér fyrir neðan. Einkunnagjöf Íslands fyrir Kýpur - Ísland Byrjunarliðið: Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Átti náðugan dag enda lítið sem ekkert að gera hjá henni í þessum leik. Þau færi sem Kýpverjar fengu voru skot sem hittu ekki markið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Stóð sig vel í varnarleiknum og gerði fá mistök þar. Var hins vegar óörugg sóknarlega og liðið vantaði kannski aðeins betri þjónustu í sóknarleiknum frá hægri bakvarðarstöðunni ekki síst á meðan Sveindís var inn á vellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Stjórnaði leik íslenska liðsins oft úr öftustu línu en flestar sóknir hófust hjá henni. Leysti sín vandamál oftast af öryggi og yfirvegun en stóru mistök hennar voru áberandi. Var þá mjög heppin að sleppa í fyrri hálfleik þegar hún tapaði boltanum og komst síðan upp með brot sem hefði getað þýtt rautt spjald. Var ekki nógu sannfærandi eftir þessi mistök. Guðrún Arnardóttir, miðvörður 7 Einbeitt og grimm og gerði vel á loka á tilraunir Kýpverjar til að búa eitthvað til. Bjargaði einu sinni frábærlega. Las leikinn vel og heldur áfram að styrkja stöðu sína í liðinu. Var fyrst á átta sig í teignum eftir sláarskot Karólínu Leu og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 6 Var mikið að reyna að senda á liðsfélaga sína á þriðja þriðjungnum en lítið kom út úr því. Gaf ekkert eftir þegar kom að baráttu um boltann og vann flest samstuð sem hún fór í. Traust varnarlega en það var ekki krefjandi verkefni. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6 Var ekki í sinni óskstöðu í fyrri hálfleik og oft saknaði maður að hafa hana ekki í fleiri hlaupum inn í teig. Hún var hins vegar ágæt á miðjunni, hélt stöðu og reyndi að koma hlutunum á hreyfingu. Þarf samt að skila boltanum betur frá sér og boltinn gekk ekki nógu hratt í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Fékk bara fyrri hálfleikinn og hefur oft verið meira áberandi. Hljóp mikið að vanda og vann nokkra bolta en var lítið með í spili liðsins. Vantaði kannski að kalla meira á boltann og koma meira spili í gang í stað þess að vörnin væri alltaf að leita að úrslitasendingunni. Gerði vel að vanda í pressunni. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 8 Besti og hættulegasti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Skoraði fallegt mark beint úr aukaspyrnu og kom að þremur af fjórum mörkum Íslands. Markið hennar í upphafi leiks létti mikið á íslenska liðinu. Hún átti síðan stoðsendinguna á Sveindísi í þriðja markinu og stóran þátt í fjórða markinu þegar Guðrún fylgdi á eftir sláarskoti hennar úr annarri aukaspyrnu. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður 7 Kannski er maður orðinn of kröfuharður en Sveindís fékk bara ekki nógu mikið úr að moða þennan hálfleik sem hún fékk í kvöld. Eyddi kannski aðeins of miklum kröftum í spretti í að taka innkast á hinum kantinum í stað þess að keyra á bakvörð Kýpverja á sínum kanti. Sýndi samt styrk sinn og markanef í þriðja marki íslenska liðsins. Agla María Albertsdóttir, vinstri kantmaður 5 Fékk oft tækifæri til að búa til meira, bæði fyrir sjálfan sig og liðsfélagana en fann ekki taktinn í sendingum eða fyrirgjöfunum sínum. Það var hennar stóra hlutverk í þessum leik að búa eitthvað til og því var útkoman vonbrigði. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 6 Fremsti maður íslenska liðsins þarf að vera meira með í leik sem þessum. Komst alltof lítið í boltann hvort sem það var utan teigs eða inn í teignum. Skoraði af miklu öryggi úr vítinu sem hún fékk sjálf þegar skot hennar fór í hendi varnarmanns Kýpur. Varamenn: Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á fyrir Sveindís á 46. mínútu 5 Það var alltaf von á einhverju skemmtilegu þegar Amanda kemst í boltann og hún lífgaði oft upp á leikinn með flottum töktum. Það kom hins vegar ekki mikið úr því. Hékk oft of lengi á boltanum en tæknin og hæfileikarnir leyna sér ekki. Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 46. mínútu 5 Gerði hlutina af oftast ákveðni og skynsemi í seinni hálfleiknum. Hélt stöðu og reyndi að halda spilinu gangandi. Hún hjálpaði þó ekki mikið við að brýna bitlitlan sóknarleikinn.Ída Marín Hermannsdóttir kom inn á fyrir Dagnýju á 65. mínútu 5 Spilaði sinn fyrsta landsleik og komst ekki mikið inn í leikinn. Fékk þó nokkrum sinnum tækifæri til að skapa eitthvað en vantaði herslumuninn að skapa færi fyrir sig eða félagana.Natasha Moraa Anasi kom inn á fyrir Glódísi á 65. mínútu 5 Komst ágætlega frá sínu. Kom inn í vörnina og mun auka breiddina þar. Var einu sinni nálægt því að skora og bjargaði nokkrum sinnum ágætlega í skyndisóknum Kýpur.Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á fyrir Berglindi á 81. mínútu Lék of lítið Kom inn á í lokin og tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira