Helgi Pé: Fáir sem geti nýtt sér tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 11:07 Helgi Pétursson er formaður Landssambands eldri borgara, segir að aldrei hafi jafn mörgum verið lofað jafn miklu jafn oft eins og eldra fólki á Íslandi. Stöð 2 Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í tvö hundruð þúsund krónur á mánuði um næstu áramót. Mun það þar með tvöfaldast. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að sér þyki ekki mikið til þeirra aðgerða koma sem ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu og snúi að eldri borgurum. „Aldrei hefur jafn mörgum verið lofað jafn miklu jafn oft eins og eldra fólki á Íslandi. Efndirnar hafa hins vegar verið litlar. Mér sýnist að þetta sé að fara í svipaðan farveg og áður og vanti mikið upp á.“ Tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna ellilífeyristekna var eitt af því sem ný ríkisstjórn boðaði að yrði gert þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur um helgina. Kostnaður vegna tvöföldunarinnar er áætlaður um 540 milljónir króna. „Það er mikið um að „horft skuli til“ hins og þessa. Mér sýnist að menn ætli í ár að láta nægja að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna, en að ekkert annað sé í hendi. Síðan er talað um endurskoðun á almannatryggingakerfinu og að „fari fram“ hitt og þetta. Það er ekkert nýtt í þessu. En það á eftir að koma í ljós hvaða efndir fylgja þessum orðum,“ segir Helgi. Úr kynningu fjármálaráðherra í morgun. Ætti frekar að líta til lífeyristekna Varðandi þessa tvöföldun frítekjumarks segir Helgi að það séu tiltölulega fáir sem geti nýtt sér hana. Hann segir stóran hluta lífeyrisþega lifa á tekjum undir lágmarkslaunum. „Það er ekki enn farið að hífa frítekjumark lífeyristekna upp að lágmarkslaunum. Það er svo stór hluti sem er ekki að nýta sér þennan atvinnuteknaafslátt. Þetta lítur vel út en ef menn hefðu hækkað á sama stað frítekjumörk lífeyristekna þá værum við að tala um aðra hluti. Það eru miklu fleiri sem gætu nýtt sér slíkt. Þetta lítur út eins og það sé mikið hagsmunamál en það eru fáir sem geta nýtt sér þetta. Þetta eitt og sér gerir ekki mikið,“ segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Fjárlagafrumvarp 2022 Eldri borgarar Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að sér þyki ekki mikið til þeirra aðgerða koma sem ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu og snúi að eldri borgurum. „Aldrei hefur jafn mörgum verið lofað jafn miklu jafn oft eins og eldra fólki á Íslandi. Efndirnar hafa hins vegar verið litlar. Mér sýnist að þetta sé að fara í svipaðan farveg og áður og vanti mikið upp á.“ Tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna ellilífeyristekna var eitt af því sem ný ríkisstjórn boðaði að yrði gert þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur um helgina. Kostnaður vegna tvöföldunarinnar er áætlaður um 540 milljónir króna. „Það er mikið um að „horft skuli til“ hins og þessa. Mér sýnist að menn ætli í ár að láta nægja að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna, en að ekkert annað sé í hendi. Síðan er talað um endurskoðun á almannatryggingakerfinu og að „fari fram“ hitt og þetta. Það er ekkert nýtt í þessu. En það á eftir að koma í ljós hvaða efndir fylgja þessum orðum,“ segir Helgi. Úr kynningu fjármálaráðherra í morgun. Ætti frekar að líta til lífeyristekna Varðandi þessa tvöföldun frítekjumarks segir Helgi að það séu tiltölulega fáir sem geti nýtt sér hana. Hann segir stóran hluta lífeyrisþega lifa á tekjum undir lágmarkslaunum. „Það er ekki enn farið að hífa frítekjumark lífeyristekna upp að lágmarkslaunum. Það er svo stór hluti sem er ekki að nýta sér þennan atvinnuteknaafslátt. Þetta lítur vel út en ef menn hefðu hækkað á sama stað frítekjumörk lífeyristekna þá værum við að tala um aðra hluti. Það eru miklu fleiri sem gætu nýtt sér slíkt. Þetta lítur út eins og það sé mikið hagsmunamál en það eru fáir sem geta nýtt sér þetta. Þetta eitt og sér gerir ekki mikið,“ segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara.
Fjárlagafrumvarp 2022 Eldri borgarar Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18