Sebastian: Við fórum á taugum í kvöld Andri Már Eggertsson skrifar 29. nóvember 2021 21:45 Sebastian Alexandersson var svekktur með tap kvöldsins Vísir/Vilhelm HK tapaði sínum níunda leik í röð í kvöld þegar HK sótti Víking heim. Víkingur keyrði yfir HK í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur 26-22. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var afar svekktur eftir leik. „Mér fannst skortur af hugrekki hjá okkur fara með leikinn. Þrátt fyrir að vera vel undirbúnir, náðum við engum fókus á leikinn.“ „Þó sjaldan sem við fengum góð færi þá skutum við í stöng eða varið. Það er ekki óheppni. Ég ætla vera heiðarlegur, við fórum á taugum,“ sagði Sebastian Alexandersson að væri ástæðan fyrir tapi kvöldsins. HK var með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en Sebastian var afar svekktur með hvernig hans menn spiluðu þegar þeir voru tveimur mörkum yfir. „Við vorum á tímabili tveimur mörkum yfir og með stjórn á leiknum. Alltaf þegar við þurfum að bæta í þá höfum við ekki hugrekki til þess að bæta í og viljum við frekar lenda aftur undir.“ Hjörtur Ingi Halldórsson fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu og fannst Basta rauða spjaldið í kvöld eiga meira rétt á sér heldur en gegn Selfossi. „Mér fannst rauða spjaldið réttur dómur. Hjörtur tekur utan um Styrmi (Sigurðsson) það er enginn ásetningur í þessu broti en þó meira rautt spjald heldur en síðast gegn Selfossi.“ „Hjörtur Ingi er okkar besti leikmaður að fara maður á mann. Það var eins fyrir okkur að missa Hjört og hefði Hamza Kablouti fengið rautt hjá Víkingi.“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha kom í HK á láni frá Aftureldingu fyrir tímabilið. Hafsteinn hefur ekki fundið sig í HK og er orðinn þriðji valkostur í hægri skyttu HK. „Hafsteinn kom til okkar meiddur og missti af undirbúnings tímabilinu. Hann kemur til okkar með lítið sjálfstraust, við erum að reyna vinna í því á hverjum einasta degi.“ „Hafsteinn er lánsmaður og ég er ekki að fara koma honum í frábært stand fyrir næsta lið. Ég er með leikmenn í hans stöðu og ef hann ætlar að hjálpa okkur þurfum við að halda áfram þeirri vinnu sem er í gangi. Ég bíð þolinmóður eftir deginum þar sem hann stígur upp og gerir það sem hann getur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum. HK Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
„Mér fannst skortur af hugrekki hjá okkur fara með leikinn. Þrátt fyrir að vera vel undirbúnir, náðum við engum fókus á leikinn.“ „Þó sjaldan sem við fengum góð færi þá skutum við í stöng eða varið. Það er ekki óheppni. Ég ætla vera heiðarlegur, við fórum á taugum,“ sagði Sebastian Alexandersson að væri ástæðan fyrir tapi kvöldsins. HK var með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en Sebastian var afar svekktur með hvernig hans menn spiluðu þegar þeir voru tveimur mörkum yfir. „Við vorum á tímabili tveimur mörkum yfir og með stjórn á leiknum. Alltaf þegar við þurfum að bæta í þá höfum við ekki hugrekki til þess að bæta í og viljum við frekar lenda aftur undir.“ Hjörtur Ingi Halldórsson fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu og fannst Basta rauða spjaldið í kvöld eiga meira rétt á sér heldur en gegn Selfossi. „Mér fannst rauða spjaldið réttur dómur. Hjörtur tekur utan um Styrmi (Sigurðsson) það er enginn ásetningur í þessu broti en þó meira rautt spjald heldur en síðast gegn Selfossi.“ „Hjörtur Ingi er okkar besti leikmaður að fara maður á mann. Það var eins fyrir okkur að missa Hjört og hefði Hamza Kablouti fengið rautt hjá Víkingi.“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha kom í HK á láni frá Aftureldingu fyrir tímabilið. Hafsteinn hefur ekki fundið sig í HK og er orðinn þriðji valkostur í hægri skyttu HK. „Hafsteinn kom til okkar meiddur og missti af undirbúnings tímabilinu. Hann kemur til okkar með lítið sjálfstraust, við erum að reyna vinna í því á hverjum einasta degi.“ „Hafsteinn er lánsmaður og ég er ekki að fara koma honum í frábært stand fyrir næsta lið. Ég er með leikmenn í hans stöðu og ef hann ætlar að hjálpa okkur þurfum við að halda áfram þeirri vinnu sem er í gangi. Ég bíð þolinmóður eftir deginum þar sem hann stígur upp og gerir það sem hann getur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum.
HK Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira