„Við þurfum okkar áhorfendur“ Atli Arason skrifar 29. nóvember 2021 20:10 Ægir Þór Steinarsson í leik kvöldsins. FIBA Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. „Ég held að heilt yfir þá höfum við mætt ofjarli okkar í þessum leik. Byrjunin okkar í leiknum hjálpaði okkur ekkert mikið. Okkur gekk ekki að setja boltann ofan í körfuna og vorum með allt of mikið af töpuðum boltum, þar að leiðandi datt dampurinn úr þessu hjá okkur og þeir voru bara betri í dag. Það er einföld útskýring á þessu,“ sagði Ægir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik þegar tilkynnt var að Martin Hermannsson myndi ekki leika með liðinu í kvöld vegna meiðsla í kálfa. Ægir var ekki í neinum vafa að Martin hefði hjálpað liðinu mjög mikið en bendir einnig á að liðið hefur spilað mikið án hans að undanförnu. „Við vitum að Martin gefur okkur mikið á báðum endum vallarins. Það hefði eflaust hjálpað okkur heilmikið að hafa hann með í dag. Það er nú samt þannig að við erum búnir að vera að spila án hans síðustu tvö ár. Okkur gekk sérstaklega illa á báðum endum vallarins í dag og það gefur auga leið að hann hefði klárlega hjálpað okkur í þessum leik og sérstaklega að koma boltanum ofan í körfuna,“ svaraði Ægir, aðspurður út í mikilvægi Martins fyrir liðið. Ægir telur að íslenska liðið geti tekið margt jákvætt úr þessum leik og lært mikið af honum. „Það kom mér á óvart hvað þeir hittu vel en ég held að við höfum gefið þeim á bragðið því þeir fengu kannski of opin skot. Við vorum ekki nægilega 'physical' en það virtist vera á leiknum að það kæmi okkur á óvart hversu 'physical' þeir voru. Það átti ekki að gera það. Okkur gekk illa að spila okkur lausa og keyra á körfuna og setja okkar opnu þrista. Lærdómurinn sem við tökum af þessum leik er að ef við ætlum að komast lengra að þá er þetta stigið sem við verðum að komast á. Að geta mætt svona 'physical' leik, það er kannski lærdómurinn.“ Íslenska liðið sýndi allar sínu bestu hliðar í lokaleikhlutanum sem það vann 12-29, en Ægir vonast til þess að liðið geti dregið lærdóm af þeim leikhluta fyrir næstu viðureign Íslands og Rússlands, sem fer vonandi fram á heimavelli. „Leikurinn kannski spilaðist þannig að þá [í fjórða leikhluta] var meira flæði á leiknum og við kannski loksins þá búnir að finna einhverjar leiðir til að skora ofan í körfuna. Svo náðum við að stela einhverjum boltum og vorum snöggir upp völlinn. Við vorum bara of hægir í okkar sóknaraðgerðum framan af. Í fjórða leikhluta var meira flæði sóknarlega og okkur tókst að færa boltann á milli til að fá fleiri opin skot. Það er eitthvað sem við lærum af næst þegar við spilum á móti þeim.“ Leikurinn í kvöld átti upprunalega að vera heimaleikur Íslands en vegna aðstöðuleysis þurfti liðið að spila úti í Rússlandi. Ægir vildi ekki fara mikið út í alla þá pólitík sem umvefur umræðuna um nýjan þjóðarleikvang Íslands en taldi það þó heppilegast að fá að spila næsta heimaleik gegn Ítalíu, á heimavelli. „Við höfum sýnt að við erum bara brattir hérna á útivelli líka. Við vonumst auðvitað til að fá að spila heima fyrir framan okkar áhorfendur, við þurfum okkar áhorfendur og sérstaklega til að taka á móti þessum sterkari þjóðum, þá væri gott að fá leik á móti Ítalíu á heimavelli. Við rennum annars frekar blint í sjóinn á móti Ítölunum, við sáum þá spila á móti Rússlandi hérna síðast og þeir voru 'physical' og hreyfanlegir og allt þetta. Við verðum bara að vera klárir í þetta.“ HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira
„Ég held að heilt yfir þá höfum við mætt ofjarli okkar í þessum leik. Byrjunin okkar í leiknum hjálpaði okkur ekkert mikið. Okkur gekk ekki að setja boltann ofan í körfuna og vorum með allt of mikið af töpuðum boltum, þar að leiðandi datt dampurinn úr þessu hjá okkur og þeir voru bara betri í dag. Það er einföld útskýring á þessu,“ sagði Ægir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik þegar tilkynnt var að Martin Hermannsson myndi ekki leika með liðinu í kvöld vegna meiðsla í kálfa. Ægir var ekki í neinum vafa að Martin hefði hjálpað liðinu mjög mikið en bendir einnig á að liðið hefur spilað mikið án hans að undanförnu. „Við vitum að Martin gefur okkur mikið á báðum endum vallarins. Það hefði eflaust hjálpað okkur heilmikið að hafa hann með í dag. Það er nú samt þannig að við erum búnir að vera að spila án hans síðustu tvö ár. Okkur gekk sérstaklega illa á báðum endum vallarins í dag og það gefur auga leið að hann hefði klárlega hjálpað okkur í þessum leik og sérstaklega að koma boltanum ofan í körfuna,“ svaraði Ægir, aðspurður út í mikilvægi Martins fyrir liðið. Ægir telur að íslenska liðið geti tekið margt jákvætt úr þessum leik og lært mikið af honum. „Það kom mér á óvart hvað þeir hittu vel en ég held að við höfum gefið þeim á bragðið því þeir fengu kannski of opin skot. Við vorum ekki nægilega 'physical' en það virtist vera á leiknum að það kæmi okkur á óvart hversu 'physical' þeir voru. Það átti ekki að gera það. Okkur gekk illa að spila okkur lausa og keyra á körfuna og setja okkar opnu þrista. Lærdómurinn sem við tökum af þessum leik er að ef við ætlum að komast lengra að þá er þetta stigið sem við verðum að komast á. Að geta mætt svona 'physical' leik, það er kannski lærdómurinn.“ Íslenska liðið sýndi allar sínu bestu hliðar í lokaleikhlutanum sem það vann 12-29, en Ægir vonast til þess að liðið geti dregið lærdóm af þeim leikhluta fyrir næstu viðureign Íslands og Rússlands, sem fer vonandi fram á heimavelli. „Leikurinn kannski spilaðist þannig að þá [í fjórða leikhluta] var meira flæði á leiknum og við kannski loksins þá búnir að finna einhverjar leiðir til að skora ofan í körfuna. Svo náðum við að stela einhverjum boltum og vorum snöggir upp völlinn. Við vorum bara of hægir í okkar sóknaraðgerðum framan af. Í fjórða leikhluta var meira flæði sóknarlega og okkur tókst að færa boltann á milli til að fá fleiri opin skot. Það er eitthvað sem við lærum af næst þegar við spilum á móti þeim.“ Leikurinn í kvöld átti upprunalega að vera heimaleikur Íslands en vegna aðstöðuleysis þurfti liðið að spila úti í Rússlandi. Ægir vildi ekki fara mikið út í alla þá pólitík sem umvefur umræðuna um nýjan þjóðarleikvang Íslands en taldi það þó heppilegast að fá að spila næsta heimaleik gegn Ítalíu, á heimavelli. „Við höfum sýnt að við erum bara brattir hérna á útivelli líka. Við vonumst auðvitað til að fá að spila heima fyrir framan okkar áhorfendur, við þurfum okkar áhorfendur og sérstaklega til að taka á móti þessum sterkari þjóðum, þá væri gott að fá leik á móti Ítalíu á heimavelli. Við rennum annars frekar blint í sjóinn á móti Ítölunum, við sáum þá spila á móti Rússlandi hérna síðast og þeir voru 'physical' og hreyfanlegir og allt þetta. Við verðum bara að vera klárir í þetta.“
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira