„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða“ Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2021 22:47 Guðlaugur Þór Þórðarson sat fyrir svörum á Bessastöðum í dag. Stöð 2 Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra og nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, segist spenntur fyrir því að takast á við umhverfismál í sínu nýja ráðuneyti. Hann hafi reynslu af málaflokknum eftir utanríkisráðherratíð sína. „Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða, alveg frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Þannig að ég hef alltaf haft augun á þessum málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór á Bessastöðum í dag. Hann segir sitt fyrsta verk sem umhverfis- og loftslagsmálaráðherra verði að setjast niður með starfsfólki ráðuneytisins. „Maður gerir ekkert einn og það er afskaplega mikilvægt að vera með góðu fólki. Krefjandi en skemmtileg verkefni framundan Guðlaugur Þór segir engan vafa leika á því að það verði krefjandi að takast á við komandi verkefni og að markmið stjórnarsáttmálans í loftsslagsmálum séu háleit. Þar segir að vilji nýrrar stjórnar sé að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni og uppfylli ákvæði Parísarsamningsins. „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55 prósent samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja,“ segir í sáttmálanum. Þá verður það á könnu Guðlaugs Þórs að koma þjóðgarðsmálum og rammaáætlun heilum í höfn. „Eigum við ekki bara að segja að þetta séu krefjandi og skemmtileg verkefni,“ segir hann. Reynslumikill í faginu Guðlaugur Þór segist áður hafa tekist á við umhverfis- og loftslagsmál, enda séu þau og hafi verið hluti af utanríkisstefnu Íslands síðustu ár. Málaflokkurinn kalli á áframhaldandi samstarf milli ráðuneyta til að mynda í tengslum við norðurslóðir. „Ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða, alveg frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Þannig að ég hef alltaf haft augun á þessum málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór á Bessastöðum í dag. Hann segir sitt fyrsta verk sem umhverfis- og loftslagsmálaráðherra verði að setjast niður með starfsfólki ráðuneytisins. „Maður gerir ekkert einn og það er afskaplega mikilvægt að vera með góðu fólki. Krefjandi en skemmtileg verkefni framundan Guðlaugur Þór segir engan vafa leika á því að það verði krefjandi að takast á við komandi verkefni og að markmið stjórnarsáttmálans í loftsslagsmálum séu háleit. Þar segir að vilji nýrrar stjórnar sé að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni og uppfylli ákvæði Parísarsamningsins. „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55 prósent samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja,“ segir í sáttmálanum. Þá verður það á könnu Guðlaugs Þórs að koma þjóðgarðsmálum og rammaáætlun heilum í höfn. „Eigum við ekki bara að segja að þetta séu krefjandi og skemmtileg verkefni,“ segir hann. Reynslumikill í faginu Guðlaugur Þór segist áður hafa tekist á við umhverfis- og loftslagsmál, enda séu þau og hafi verið hluti af utanríkisstefnu Íslands síðustu ár. Málaflokkurinn kalli á áframhaldandi samstarf milli ráðuneyta til að mynda í tengslum við norðurslóðir. „Ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira