Hart tekist á um bílaumferð um nýja miðbæ Selfoss Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 23:25 Sumir íbúar Selfoss vilja gera bíla brottræka úr nýja miðbænum. Stöð 2/Arnar Íbúar Selfoss virðast þurfa að búa sig undir harðan ágreining um álitamál sem íbúar Reykjavíkur hafa deilt um í áraraðir, á að leyfa bílaumferð í miðbænum? Miklar umræður hafa sprottið upp á Facebookhópi Selfyssinga um bílaumferð um nýja miðbæinn. Sumir telja hana skemma ásýnd miðbæjarins en aðrir vilja vernda aðgengi að verslunum. Umræðurnar hófust með færslu í Facebookhópinn Íbúar á Selfossi sem hefst með orðunum „Er þetta einhver súr brandari hjá bæjaryfirvöldum? Að vera með bílaumferð gegnum nýja miðbæinn?“ Með færslunni fylgir mynd sem sýnir bíla lagða eftir endilangri aðalgötu nýja miðbæjarins. Flestir taka undir orð færsluhöfundar og sumir segja bílaumferð jafnvel skemma alla stemningu. Stemningin í miðbænum hefur alla jafna verið gríðarleg síðan hann opnaði í sumar. Hvað með aðgengið? Aðrir hafa minni áhyggjur af umferð um miðbæinn og fagna henni jafnvel. Einn íbúi bendir réttilega á að mikilvægt sé að jafnt aðgengi allra sé tryggt. Einn íbúi gengur lengra og segir það ótrúlegan hroka að ætla að útiloka stóran hóp íbúa frá miðbænum með því að banna umferð bíla. Þeim athugasemdum er svarað um hæl og bent á að næg bílastæði séu í næsta nágrenni miðbæjarins. Þá er einnig stungið upp á málamyndalausn þar sem bílastæðum hreyfihamlaða væri komið fyrir inni í bænum. Mikil vöntun virðist vera á slíkum stæðum sem stendur. Óttast dauða verslunar Þá hafa aðrir íbúar áhyggjur af rekstrargrundvelli fyrirtækja í nýja, einn spyr hvort drepa eigi alla verlsun þar og bendir á að ekki sé um Reykjavík að ræða. Annar segir það ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjum í nágrenni miðbæjarins að ætlast til þess að bílastæða þeirra verði nýtt fyrir gesti miðbæjarins. Þegar fréttin er skrifuð hafa 57 ummæli verið rituð við færsluna og því ljóst að um mikið hitamál er að ræða. Óhætt er að fullyrða að ekki sjái fyrir endalok umræða um málefnið, ef tekið er mið af deilum Reykvíkinga. Árborg Umferð Bílastæði Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Miklar umræður hafa sprottið upp á Facebookhópi Selfyssinga um bílaumferð um nýja miðbæinn. Sumir telja hana skemma ásýnd miðbæjarins en aðrir vilja vernda aðgengi að verslunum. Umræðurnar hófust með færslu í Facebookhópinn Íbúar á Selfossi sem hefst með orðunum „Er þetta einhver súr brandari hjá bæjaryfirvöldum? Að vera með bílaumferð gegnum nýja miðbæinn?“ Með færslunni fylgir mynd sem sýnir bíla lagða eftir endilangri aðalgötu nýja miðbæjarins. Flestir taka undir orð færsluhöfundar og sumir segja bílaumferð jafnvel skemma alla stemningu. Stemningin í miðbænum hefur alla jafna verið gríðarleg síðan hann opnaði í sumar. Hvað með aðgengið? Aðrir hafa minni áhyggjur af umferð um miðbæinn og fagna henni jafnvel. Einn íbúi bendir réttilega á að mikilvægt sé að jafnt aðgengi allra sé tryggt. Einn íbúi gengur lengra og segir það ótrúlegan hroka að ætla að útiloka stóran hóp íbúa frá miðbænum með því að banna umferð bíla. Þeim athugasemdum er svarað um hæl og bent á að næg bílastæði séu í næsta nágrenni miðbæjarins. Þá er einnig stungið upp á málamyndalausn þar sem bílastæðum hreyfihamlaða væri komið fyrir inni í bænum. Mikil vöntun virðist vera á slíkum stæðum sem stendur. Óttast dauða verslunar Þá hafa aðrir íbúar áhyggjur af rekstrargrundvelli fyrirtækja í nýja, einn spyr hvort drepa eigi alla verlsun þar og bendir á að ekki sé um Reykjavík að ræða. Annar segir það ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjum í nágrenni miðbæjarins að ætlast til þess að bílastæða þeirra verði nýtt fyrir gesti miðbæjarins. Þegar fréttin er skrifuð hafa 57 ummæli verið rituð við færsluna og því ljóst að um mikið hitamál er að ræða. Óhætt er að fullyrða að ekki sjái fyrir endalok umræða um málefnið, ef tekið er mið af deilum Reykvíkinga.
Árborg Umferð Bílastæði Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira